Prentarinn - 01.04.1996, Qupperneq 13

Prentarinn - 01.04.1996, Qupperneq 13
FELAGSSTARF ■ ■ ■ FBM stóð fyrir leiksýningunni „Venus/Mars“ í félagsheimil- inu, Hverfisgötu 21,20. nóvember sl. Leikþátturinn fjallar um samskipti kynjanna, hvemig þau túlka orð og athafnir hvort annars á mismunandi vegu. Dregnar em upp nokkuð þekktar myndir úr daglegu lífi fólks og settar fram á fyndinn og skemmtilegan hátt. Ahorfendur vom vel með á nótunum frá fyrstu til síðustu mínútu. Höfundur og leikstjóri er Edda Björgvinsdóttir. Leikarar þau Gunnar Gunnsteinsson, Margrét Kr. Pétursdóttir og Valgeir Skagfjörð sem einnig sér um tónlistina í sýning- unni. Að lokinni leiksýningu fengu gestir sér kaffi og meððí og eftir það las Sigurður Valgeirsson upp úr bók sinni Skemmúleg skot á náungann við mikla kátínu viðstaddra. • Brautskráning Hinn 13. nóvember sl. fór fram brautskráning nýsveina hjá FBM. Ellefu nemar brautskráðust að þessu sinni. Að venju var sveinsprófsnefndum, meistumm nemanna, kennumm iðnskólans o.fl. boðið til kaffisamsætis í tilefni af brautskráningunni. Sæmundur Amason formaður félagsins óskaði þeim til hamingju með áfangann og bauð þau velkomin í félagið. Því næst tók formaður hverrar sveins- prófsnefndar til máls og jafnframt því að óska öllum þeim, sem lokið höfðu sveinsprófi, til hamingju með áfangann höfðu þeir á orði að mikilvægt væri fyrir þau að vita að námi lýkur ekki með sveinsprófi heldur er það aðeins góður undirbúningur til að mennta sig enn frekar. • Aftari röð f.v.: Daði Ragnarsson, prentun, Hallgrímur Jónsson, bókband, Amar Ólafsson, prentun, Guðjón Hilmarsson, prentun, Róbert Ericsson, bókband, Jón Emil Þorsteinsson, bókband, og Georg Pétur Kristjánsson, bókband. Fremri röðf.v.: Emil Sigurðsson, bókband, Bragi Svavarsson, prentun, og Ema Kristjáns- dóttir, prentsmíð. A myndina vantar Birgi Jóns- son sem útskrifaðist íprentun og stundar nú framhaldsnám við London College ofPrinting. Sendum öjlum FE.LAGS monnum be^stu $ núárs KVEÐJUR PRENTARINN ■ 1 3

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.