Prentarinn - 01.01.1998, Blaðsíða 21

Prentarinn - 01.01.1998, Blaðsíða 21
FELAGSMAL listgreinar. Umfjöllunin er engu að síður um íþróttaiðkun stúlkna þar sem mikið brottfall unglingsstúlkna úr fþróttum fékk talsverða umfjöllun á ráðstefnunni. Kannanir staðfesta fylgni milli íþróttaiðkana og heilsteyptra reyklausra unglinga. Stuðningur foreldra í þessa átt er því mjög mik- ils virði. Hann virðist enn mikil- vægari fyrir stelpur en stráka. Skortur á sjálfstrausti meðal stúlkna er vel þekkt og hefur komið í ljós að stelpur sem stunda íþróttir standa betur að vígi en þær sem gera það ekki. Jákvæðari sjálfsmynd og meiri sjálfsvirðing gerir það að verkum að þeim líður betur í skólanum og gengur þar af leiðandi betur. íþróttaiðkunin sjálf stuðlar að hraustari líkama sem kemur sér vel á efri árum. Að lokum, þær reykja minna, dekka minna og prófa síður fíkniefni. Þó er það staðreynd að unglings- stúlkur hætta íþróttaiðkun í mjög miklu mæli og margt í umhverfinu dregur úr áhuga þeirra og letur þær frekar en hvetur. Allar aðstæður eru lakari, æfíngatímar eru færri og oft seint á kvöldin, þjálfarar eru ódýrari, þar af leiðandi ekki eins góðir, fyrir- myndir færri og fjölmiðlaumfjöllun minni. Fjárframlögum sem veitt er til íþróttastarfs er mjög óréttlátlega skipt milli kynja og er það virkilega alvarlegt mál þegar haft er í huga hversu uppbyggjandi íþróttaiðkun er fyrir bæði kynin. Sjálfsímynd kvenna Vanmetakennd og óhófleg sjálfsgagnrýni eru þekktar ástæður þunglyndis hjá konum. Þunglyndi greinist tvöfalt oftar hjá fullorðnum konum en körlum. Fimmta hver kona glímir við þunglyndiseinkenni einhvem tfma á lífsleiðinni. Sjúkdómurinn gerir oftast vart við sig þegar áföll verða í lífinu. Undirliggjandi rætur má oft tengja hugarfarinu, sjálfsímyndinni og aðstæðum kvenna yfirleitt. Oft er þunglyndið aðeins eðlileg viðbrögð við erfiðum aðstæðum sem konan telur sig ekki geta ráðið fram úr. Þær breytingar sem hafa orðið á stöðu kvenna og ímynd hafa skapað ringulreið sem stangast á við viðhorf kvenna til skyldukvaða, móður- hlutverka og ábyrgðar. Hugmyndir um sjálfstæði og völd eru í hróplegu ósamræmi við ómeðvitaða hollustu við fyrri tíma. Konum tekst einfaldlega ekki að annast heimilið og börnin á sama hátt og mamma og amma gerðu - meðfram fullri vinnu. Eitthvað verður undan að láta. Því til viðbótar er það ærið verk að standast kröfur kvenímyndarinnar. Fitt, frjáls og falleg allan sólarhring- inn undir tvöföldu vinnuálagi. Að ætla sér um of leiðir aðeins til gremju, þunglyndis og ógnar heilsu og starfshæfni. Jafnvægi og sátt þarf að nást um hlutverk og verka- skiptingu. Rauði sokkurinn þarf að fá að rúlla nokkra hringi með hvíta þvottinum. Allur þvottur í sama lit auðveldar bara litasamsetningu á fötum barnanna. Veltum fyrir okkur hvemig förunautar við erum sjálfum okkur allan sólarhringinn og hvaða kröfur við gemm til sjálfra okkar. Emm við kærleiksríkir fömnautar, tilbúnar að vekja athygli sjálfra okkar á því sem gott er og vel gert? ■ Heimildir: Heilsufar kvenna, rit gefið út af heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu. Erindi flutt á ráðstefnu um heilsufar kvenna: Ingileif Olafsdóttir, fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. Þórólfur Þórlindsson, prófessor. Vanda Sigurgeirsdóttir, landsliðsþjálfari. Sigrún Júlíusdóttir, dósent við Háskóla Islands. Anna Valdimarsdóttir, sálfræðingur. Asamt fleirum. PRENTARINN ■ 2 1

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.