Prentarinn - 01.01.1998, Blaðsíða 22

Prentarinn - 01.01.1998, Blaðsíða 22
SVAR V IÐ LESENDABRÉFI Svar til Orra Kristins Jóhannssonar Orri Kristinn Jóhannsson ásakar mig sem formann FBM um óvönduð vinnubrögð og stuðning félagsins við Pétur Hauksson í málaferlum hans gegn Vöru- merkingu. Mun ég freista þess að útskýra málið eftir bestu getu, en mál þetta á sér alllanga sögu eða allt frá árinu 1992 er Pétri var sagt upp störfum og Vörumerking hafnaði því að greiða veikindalaun á uppsagnarfresti. SÆMUNDUR ÁRNASON Pétur Hauksson vísaði málinu til Helga Birgissonar hdl, er hóf kröfu á hendur Vörumerkingu um greiðslu launa, en því var hafnað og í framhaldi var krafan ítrekuð 7. ágúst 1992 og einnig lagt fram veikindavottorð frá Vilhjálmi Rafns- syni. Er því var ekki sinnt óskaði Pétur eftir aðstoð félagsins og var málinu vísað til lögfræðings þess, Ammundar Backmann, er tók við málinu 22. september 1992. Þann 13. september 1993 yfirtók FBM veikindakröfu Péturs á hendur Vörumerkingu að upphæð kr. 490.000. Og þann 8. nóvember 1994 var málinu vísað til Héraðs- dóms Reykjaness þar sem ekki höfðu tekist sættir í málinu. Stjórn FBM ákvað að styðja Pétur í málaferlum með því að greiða áfallinn lögmannskostnað og annað er þyrfti til að málið hefði eðlilegan farveg og var það mat byggt á læknaskýrslum, áliti lögmanna og lögmanns FBM. Málið kynnt Haustið 1994 átti ég vinnustaðafund með starfsfólki Vörumerkingar þar sem útskýrð var staða málsins og hvemig FBM hefði komið að því og að stjómin hefði ákveðið að styðja Pétur í þessum málaferlum, því mikilvægt væri að fá úr því skorið hvort um atvinnusjúkdóm væri að ræða af völdum leysiefna. Þann 31. janúar 1995 barst stjórn FBM bréf frá starfsfólki Vörumerk- ingar í sex liðum þar sem það óskaði eftir skriflegu svari stjómar FBM og að stjórnin kæmi á vinnu- stað og skoðaði aðstæður. Því bréfi var svarað af mér f.h. stjórnar FBM og í framhaldi af því var haldinn fundur í Vörumerkingu ásamt stjórn félagsins. Þar var framkomn- um atriðum í bréfi starfsmanna svarað lið fyrir lið og einnig var lagt fram álit lögmanns félagsins Láru V. Júlíusdóttur. Því má ljóst vera að stjóm félagsins hefur ekki gengið fram í þessu máli í neinu offorsi, heldur gert sitt ýtrasta til að skýra sín sjónarmið fyrir starfsfólki Vörumerkingar. Eins og segir í bréfi til starfsfólks: „I 1. kafla laga FBM er kveðið á um að tilgangur félagsins sé meðal annars að styrkja félagsmenn í atvinnuleysi, veikindum og þegar þeir verða að láta af störfum fyrir örorku eða aldurs sakir og ennfremur sé tilgangur félagsins að standa vörð um hagsmuni félagsmanna á vinnu- markaði og í atvinnumálum almennt. Félagið hefur aðstoðað félagsmenn í ýmsum málum og ef málaferli hafa verið nauðsynleg hefur félagið staðið undir kostnaði við þau. Forsenda fyrir þvf að FBM standi undir málskostnaði í máli Péturs Haukssonar eru eftirfarandi. Álit Arnmundar Bachmann lögfræðings, Helga Birgissonar lögfræðings og læknaskýrslur er fyrir lágu. Lögmenn eru sammála um að Pétur eigi rétt á veikinda- greiðslum samkvæmt kjarasamn- ingi vegna atvinnusjúkdóms sam- tals sex mánuði. Síðar kom í ljós að Pétur var úrskurðaður 75% öryrki vegna leysiefnaskaða. Vörumerk- ing féllst ekki á þessa túlkun og þess vegna kom til málareksturs.” Dómur fellur Málið tapaðist fyrir Héraðsdómi að hluta. Pétur Hauksson vísaði þá málinu áfram til Hæstaréttar og óskaði jafnframt eftir því að lögfræðingur FBM, Lára V. Júlíus- dóttir, tæki málið að sér. FBM hafði engin afskipti af þeirri ákvörðun Péturs, en á grundvelli lækna- skýrslna og athugasemda Vinnu- eftirlits ríkisins og samkvæmt áliti lögfræðinganna Bjöms Bergssonar, Guðna Haraldssonar og Láru V. Júlíusdóttur, samþykkti stjóm félagsins að fylgja málinu áfram. Eftir að dómur féll í Hæstarétti var fundur með starfsfólki Vörumerk- ingar þann 24. október 1997. Þar var farið yfír málið í heild, af mér og Georgi Páli Skúlasyni, ásamt lögfræðingi félagsins er flutti málið fyrir Hæstarétti. Rakin saga þess, allir málsliðir ræddir, farið ýtarlega yfir dóm Hæstaréttar, forsendur þess að FBM studdi félagsmann í veikindum til að gæta réttar síns, einnig var gerð ítarleg grein fyrir kostnaði félagsins. Þá var fjölmörgum spumingum starfsmanna svarað. Skylda að styðja félagsmenn Það kemur því óneitanlega á óvart að Orri skuli birta það bréf er hann sendi ritstjóra Prentarans eins og hann hefði aldrei fengið neinar upplýsingar eða mjög takmarkaðar um gang mála. Því vil ég ítreka þá skoðun mfna að frumskylda hvers verkalýðsfélags er að styðja og styrkja félagsmenn í veikindum, það er beinlínis hlutverk félagsins að aðstoða félagsmenn sína til að gæta réttar síns og ná rétti sínum sé á þeim brotið. Eg sem formaður FBM skammast mín ekki fyrir það sem félagið hefur gert til að ná fram réttlæti fyrir sinn félagsmann. Eftir stendur að staðfest hefur verið í Hæstarétti Islands að skaði af völdum leysiefna sé atvinnusjúkdómur. ■ 2 2« PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.