Prentarinn - 01.01.1999, Blaðsíða 15

Prentarinn - 01.01.1999, Blaðsíða 15
lengur sömu feimnismálin og þau voru og það er almennt viður- kennt að hegðun fólks mótast, meðvitað og ómeðvitað, af þessari frumhvöt okkar. Ætli breyting- amar á blaðinu séu ekki einungis í takt við þessi breyttu viðhorf og afstöðu?" Nú átti Mannlíf ansi snarpa spretti i ritstjórnartíð Hrafns Jökulssonar og margir klöppuðu fyrir því að tímaritið vœri vettvangur fyrir uppljóstrun slíku efni og við getum staðið frammi fyrir því að sleppa slíku efni frekar en að reisa okkur hurðarás um öxl.“ Hversu kunnugur ertu starfsfólki þínu? „Eg tel mig vera í góðu sam- bandi við það. Eg vil gjaman leggja mig fram til þess að fólki, sem vinnur hjá mér og fyrir út- gáfufyrirtækið Fróða, líði vel og líki vel samskipti við mig og fyrirtækið. Eg held að það sé ekki Hvernig verður með Fróða og framtíðina? „Eg var nýlega á ráðstefnu með stærstu tímaritaútgefendum í heimi og þar kom skýrt fram að hæfustu menn telja að vöxtur og viðgangur verði í þessari atvinnu- grein þrátt fyrir nýjungar í íjölmiðlun. Þeir telja að vegur tímaritaútgáfu eigi eftir að vaxa vemlega á komandi tímum. Stefna mín er að gera Fróða miklu öflugra fyrirtæki og skila því Ertu viðkvœmur fyrir gagnrýni á tímarit Fróða? „Við fáum alltaf gagnrýni annað slagið og eins og ég sagði áðan hlustum við á hana og metum hana. Gagnrýni er mikils virði ef hún er byggð á rökum og sett fram af sanngimi. Sleggju- dóma læt ég mér hins vegar í léttu rúmi liggja." Hverju viltu skila til bókagerðarmanna ílokin? „Eg tel mig hafa á því gott mat koma í Ijós og eiga eftir að verða enn meiri er stundir líða. spillingar og þjóðfélagsádeilu. Hefur eflaust sýnt sig í roksölu. Varst þú lítt hrifinn af beittri blaðamennsku Mannlífs? „Mannlíf hefur raunar verið og er virkt í þjóðfélagsumræðu og þjóðfélagsádeilu innan þeirra marka sem tímarit geta nokkm sinni verið. Hitt er svo annað mál að á þessu sviði standa tímarit ekki vel að vígi. Vinnslutími þeirra er mjög langur og oft geta mál tekið stökkbreytingum á þeim tíma sem líður frá því að vinnsla efnis hefst og þangað til tímaritið kemur út. Beinskeytt þjóðfélags- umræða um einstök og afmörkuð mál á því greiðari leið í öðrum fjölmiðlum, t.d. útvarpi, sjónvarpi og dagblöðum. Þetta er nákvæm- lega eins erlendis og hérlendis. Auðvitað höfum við og ætlum eftirleiðis að taka á ýmsum málum, þeim sem við teljum að við höfum farveg fyrir. Það er rétt að t.d. blaðið sem fjallaði um mál Franklíns Steiner vakti gríðarlega athygli og seldist vel, en á móti kom að vinnsla þess var líka ótrú- lega tímafrek og kostnaðarsöm. Það verður einnig alltaf að líta til þeirra fjárhagslegu takmarkana sem útgáfan hefur við vinnslu á ofsögum sagt að starfsandi í fyrirtækinu sé góður og fólk hafi ánægju af því sem það er að gera.“ Finnurðu til valds sem forstjóri fjölmiðlasamsteypu ? „Nei. Þannig hef ég aldrei litið á starfið. Hér snúast málin um allt annað og mér hefur fundist það ákveðin forréttindi að vinna við svo skemmtilegt starf og með svo góðu samstarfsfólki." Hefurðu einhvern tímann séð eftirþví að velja þessa leið? „Það kann vel að vera, að þegar erfiðleikarnir voru og eru mestir, renni á mann tvær grímur. En síðan er annað sem vinnur það upp og það hefur verið mér lífs- nautn að sjá útgáfuna eflast - verða fjórfalda að umfangi - og starfa með því ágæta fólki sem hér hefur verið og er að störfum. I stuttu máli sagt: Nei, ég sé ekki eftir neinu." Stendur til að fœra út kvíarnar í bókaútgáfunni? „Það hefur ekkert verið ákveðið í þeim efnum en ég á ekki von á því eins og er. Við höfum gefið út 8-20 bækur árlega og ég býst við því að svo verði enn um sinn.“ þannig inn í framtíðina.“ Hvernig er með samstarf og „móral“ milli útgáfu- fyrirtœkjanna? „I tímaritaútgáfu hérlendis eru eiginlega bara tvö fyrirtæki sem kalla má því nafni, við og Iceland Review. Iceland Review hefur sér- hæft sig í tímaritum fyrir útlend- inga og gert það mjög vel. Við höfum hins vegar sérhæft okkur í tímaritum fyrir Islendinga. Það hefur verið prýðilegt samstarf milli mín og Haralds J. Hamars, sem ég ber mikla virðingu fyrir. Hvað aðr- ar útgáfur varðar er ekki um mikið samstarf að ræða enda hafa þær jafnan verið að koma og fara.“ Hvernig liafa blöðin ykkar komið út í samanburði við erlend tímarit? „Eg er náttúrlega ekki hlutlaus. En ég verð alltaf mjög stoltur þegar ég hitti erlenda útgefendur og sýni þeim tímaritin okkar. Frá þeim heyri ég jafnan að efnistök okkar og uppsetning sé á við það besta sem gerist erlendis. Það getur hins vegar orðið erfitt að fá þá til þess að trúa því að jafn fáir og raun ber vitni standi á bak við svo mikla útgáfu sem er hjá okkur.“ að íslenskt prentverk er afskap- lega vandað og gott. Hins vegar eiga prentsmiðjur hér nokkuð í land með að aðlaga sig þörfum markaðarins, þ.e.a.s. þörfum útgefendanna, sem eru algjörlega háðir þörfum kaupendanna. Vitanlega eiga prentsmiðjur að sumu leyti við sama vanda og útgefendurnir að glíma. Þær þurfa betri nýtingu á vélakosti sínum. Þegar maður kemur í erlendar prentsmiðjur sér maður að þær ganga allan sólarhringinn og afköstin eru á tíðum gífurleg. Mér finnst líka að þeir sem eiga að gæta hagsmuna íslenska prent- iðnaðarins mættu gefa þeim meiri gaum sem láta vinna allt sitt hér heima. I þeim harða samkeppnis- heimi sem við lifum í er langt frá því að slíkt sé sjálfgefið. Fróði og forveri hans Fijálst framtak hafa látið prenta á Islandi í 17 ár undir minni stjóm fyrir á 3. milljarð króna án virðisaukaskatts og mér finnst allt í lagi að það komi fram og sé metið.“ PRENTARINN ■ 1 5

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.