Prentarinn - 01.01.1999, Blaðsíða 19

Prentarinn - 01.01.1999, Blaðsíða 19
• Mætti vera meira sem færi inná vinnustaðina. Ekki skoðað heimasíðu. • Þetta skilar sér ef maður les þetta. Prentarinn er allt í lagi. Það vantar einhvem hressileika í þetta félag. Net, nei, hef ekki skoðað heimasíðuna. Hvaða áherslur telur þú mikilvœgastar ínœstu kjarasamningum? • Ég er ekki spennt fyrir vinnustaða- samningunum, ég hef ekki orðið vör við einn einasta samning. Fólk tekur sig ekki saman til að biðja um hærri laun. Fólk er rekið ef það biður um hærri laun. Það er orðið mjög óvinsælt hjá mínu fyrirtæki að beðið sé um hærri laun, þetta var hægt hér áður, það þótti sjálfsagt að biðja um launahækkun á fimm ára fresti. Það virðist ekki lagt upp úr því að hafa góðan starfskraft. • Frekar fá skattalækkun en kauphækkun. • Afram þessi krafa um að færa taxta nær raunverulegum launum. Arátta atvinnurekenda að borga svokölluð önnur laun ofan á kaupið. Lífeyrisréttindi og orlofsréttindi. • Að vera harðari í samningum, kröfuharðari. Virðist vera leyst allt á sama plani núna hjá öllum félögum. • Flver vinnustaður fái að semja fyrir sig. Þessi kjarabarátta nú er bam síns tíma. • Hífa upp launin eins og hægt er. Er orðin svo mikil einstefna, Oddi ræður öllu og með Gutenberg við hliðina og íhaldssemin og kolkrabbinn á fullu. Ekki hlaupið að því að semja við svona labbakúta. Þarf að hækka kaupið svo menn fáist til að vinna við þetta. Fást ekki góðir menn þegar launin eru eins og hjá yfirborguðum verkamönnum. • Reyna að gera félagana virkari og ábyrgari. Að fólk tali ekki bara um þá, en geri sér grein fyrir að þetta er lýðræðislegt félag sem stendur og fellur með virkni félaganna. • Sennilega alltaf launin. Alltaf aðalmálið. Emm með ágæt fríðindi. Launaskalinn allt of lágur. • Við ættum að splitta félaginu til að gera það félag fyrir fagmenntað fólk og vinna að réttindum þess. Tilgangslaust að fara í 4 ára nám á skítakaupi ef maður fær engin réttindi út á það. Aðalpúðrið hefur farið í lægstu launin en við höfum setið á hakanum. • Það er eins og nemar séu ekki fólk. Það eru lágmarkslaun í landinu, en nemar eru langt undir þeim. Hvernig nýtist þér sú endurmenntun sem Prenttœknistofnun hefur uppá að bjóða? • Ekkert, bæði hefur ekki mikið verið komið með námskeið út á land og það er dýrt fyrir okkur að fara suður. Lestu tilkynningar frá FBM? ^B| 99% 1% Já Nei • Ekki nýtt mér hana en líst mjög vel á hana. • Ekki nýtt mér hana. Hún hefur ekki hentað vaktavinnufólki. • Mjög vel, hef sótt 1-2 námskeið á ári. • Mjög vel, ég komst einu sinni, þá var það haldið á réttum tíma. Tímasetningin á nám- skeiðum er bull, maður fær ekki frí frá at- vinnurekanda til þess að fara á námskeið. • Nýttist vel þegar það byrjaði en er mikið það sama nú og mér finnst þetta hafa staðnað hjá þeim. • Vel, en við erum algerlega á móti því að það sé verið að mennta annað fólk á okkar kostnað þarna. • Er verið að yfirbjóða starfsmenn bæði prentara og prentsmiði. Miklar hækkanir í boði. • Ég hækka bara í launum. Ég veit ekki hvers vegna, ég stend mig sennilega bara vel. Telur þú að félagsmenn eigi að taka ákvarðanir um mikilvœg málefni á félagsfundum eða œtti að fela kjörnum fulltrúum félagsins að taka allar ákvarðanir fyrir félagsmenn. • Auðvitað á félagsfundur að taka endanlega ákvörðun, það er lýðræði í verkalýðs- hreyfingu. Tillögur koma frá trúnaðarmanna- ráði og stjóm. • Akvarðanir ætti að færa út til félaganna og þeir gerðir meira ábyrgir svo lýðræðið verði meira. • Ég held að kjömir fulltrúar séu betur til þess fallnir, af því það mæta alltaf svo fáir á fundina. • Félagsmenn eiga að koma að þessu, ekki á almennum félagsfundum heldur í almennum kosningum. Yfirleitt öfgamennirnir sem mæta á þessa fundi. • Stjórn og trúnaðarráð, ég hélt nú að til þess væru þeir kosnir. Myndir þú vera félagi í FBM ef það gerðist ekki sjálfkrafa og þú fengir sjálfur að ráða? • Ég reikna ekki með því, ég hef það lítið út úr því. • Færi eftir því hvernig staðið væri að kjarasamningum. • Já, að sjálfsögðu myndi ég vera félagi, samstaðan er það sem skiptir máli. • Já, af mörgum ástæðum, félagslegum og öðrum og eins ef eitthvað kemur uppá. • Já, það er styrkur hverrar stéttar að vera með sitt félag til að koma sínum málum á framfæri. • Já, þetta er flott félag, ég stend alveg harður á því. Hefur þú orðið var við launaskrið undanfarið ár? • Nei, eitthvað er þó í gangi. Meira nú en allra síðustu ár. I mínu fyrirtæki er allt í föstum skorðum. Meira í minni fyrirtækjum sem þetta er í gangi. • Nei, alla vega ekki þar sem ég vinn. Það hefur frekar farið aftur á bak. • Það er allt svo mikið leyndarmál á mínum vinnustað, að það er aldrei minnst á laun. Könnun þessaframkvœmdi ráðgjafafyrirtœkið Lausnir ehf. Verkefnisstjóri var Júlíus Valdimarsson. 1 1 | 1 < 1 1 i ' ' ' ' | i i i i | .i. i i i | i i, i | 80 9 0 )f V00 íí o o o u»u oaE>o o d 'UII H MKft fi 1 'V'; 7|° 8,0 • I I l l l < I I I I 1 I I I I l | 1.1 I PRENTARINN ■ 19

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.