Prentarinn - 01.12.2000, Qupperneq 20

Prentarinn - 01.12.2000, Qupperneq 20
Stt hefð hefur skapast að halda upp á kattp á nýjum vélwn með kafft og kökum. Sterhbyggöasta umslagið I Lágmúla 5 er til húsa stærsta og sterkbyggöasta umslag landsins og þó víöar væri leitaö. Umslag ehf. var stofnaö áriö 1989 og er nú eitt öflugasta fyrirtæki hér á landi í prentun umslaga, ísetningu kynningarefnis, markpósts og annarra gagna fyrir stofnanir og fyrirtæki. Áður var Umslag til húsa að Veghúsastíg 7. Vegna aukinna umsvifa var flutt í Lágmúlann, í stærra húsnæði. Þar er, auk bættr- ar aðstöðu starfsfólks, rúmt um vélar og búnað fyrirtækisins. Stöðugar endurbætur eiga sér stað og höfum við nú á að skipa full- komnustu umslagaprentvélum landsins í tveggja og fjögurra lita prentun ásamt vélum til áritunar og ísetningar gagna. Á Veghúsastígnum voru gamlar prentvélar og merkilegir gripir sem færð voru Árbæjarsafni til varðveislu. Þetta voru ma. setn- ingarvél, lausaletur, reiólar, blý- sög ofl. sem við teljum að geym- ist betur á safninu um ókomna tíð. Breytingar í okkar fagi eru gríðarlegar, tækniþróun ör og einmitt þess vegna er gott til þess að vita að Árbæjarsafn haldi utan um þessa gömlu muni. Umhverfxsmál eru ofarlega á baugi. Allt sorp og efnaúrgangur er flokkað og skilað til viðeigandi endurvinnslu. Við státum af snyrtilegu hús- næði og höfum verið tilnefndir til umhverfisverðlauna. Þá auðgum við andann með myndlist upp um alla veggi eftir marga þekkta myndlistarmenn, innlenda sem er- lenda, og einnig verkum eftir nokkra minna þekkta! Umslag er virkur aðili að tvennum alþjóðlegum samtökum. IPN, sem er alþjóðlegt net fyrir- tækja í prentiðnaði og Xplor, samtökum fyrirtækja sem vinna að aukinni stafrænni vinnslu gagna og prentun skjala. Svein- Myndlist upp ttin alla veggi. Framkvœmdastjórinn Sveinbjöm Hjálmarsson og mynd Magnúsar Kjartanssonar í baksýn. 20 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.