Prentarinn - 01.10.2003, Blaðsíða 9

Prentarinn - 01.10.2003, Blaðsíða 9
virkjar gengju inn í þetta sam- starf. Upphafsforsendan var sú að stofnað yrði nýtt samband úr þeim þremur sem tóku þátt í verkefn- inu en forsendur SEKO breyttust og það vildi ekki breyta sinni uppbyggingu. Jan Österlind sem greindi frá reynslu Svía taldi þó að það starf sem hefði verið unnið mundi nýtast vel i áframhaldandi tilraunum sænskra bókagerðar- manna til að finna samstarfsaðila. Hann taldi menn vera á einu máli um að nauðsynlegt væri að ganga til samstarfs við annað eða önnur sambönd svo hægt yrði að halda úti þeirri þjónustu við félagsmenn sem nauðsynleg er og eins til að halda styrk sínum gagnvart at- vinnurekendum. Jan kom inn á þá þróun sem verió hefði og væri í gangi og hefði í for með sér fækk- un félagsmanna. Hann kom þrá- faldlega inn á mikilvægi heildar- samninga sambandsins, nauðsyn þess að standa vörð um þá og styrkja þá, ekki síst með hliðsjón af vaxandi alþjóðavæðingu. Þá lagði hann einnig áherslu á mikil- vægi þess að efla alþjóðasam- starfið. Fulltrúar frá HK og SID greindu frá sameiningarmálum í Danmörku. Fram kom hjá fulltrúa HK að menn teldu reynsluna af að ganga í HK og leggja niður Grafisk Forbund góða. Samnings- aðstaða prentiðnaðarfólks hefði eflst en hún hefði verið orðin býsna veik, einkum á forvinnslu- sviðinu, þar eð atvinnurekendur gerðu heldur samninga við önnur félög um forvinnsluna. Hann greindi jafnframt frá því að sam- einingarþróunin héldi áfram og þann 4. október 2003 mundu HK- Industri og HK-Service samein- ast. Þá gerði Simon Togern grein fyrir uppbyggingu innan HK og því hvemig prentiðnaðarmenn væru skipulagðir innan sambands- ins. Skipulagsmyndin sem er býsna flókin, a.m.k. fyrir þá sem standa fyrir utan, virðist engu að síður gagnast vel og taldi hann að allt eftir því sem félagsmenn átt- uðu sig betur á skipulaginu yrðu þeir ánægðari með sinn hlut. Fram kom í máli Simons eins og hjá öðmm að mikilvægt væri að standa vörð um heildarsamningana (nor- ræna samninga) og styrkja þá enn frekar, ekki síst með hliðsjón af aukinni alþjóðavæðingu. Fulltrúi SID taldi það hafa verið rétt hjá umbúðariðnaðarfólki að fara inn í SID þegar Grafisk For- bund var lagt niður. Vissulega væri umbúðariðnaðarfólk fámenn- ur hópur í stóru sambandi og auð- vitað þyrfti fólk að halda vel utan um sitt en það styrkti stöðuna að hafa svo fjölmennt samband á bak við sig. Hann lagði hins vegar áherslu á mikilvægi þess að treysta hið norræna samstarf og greindi jafnframt frá því að það væri gott samstarf á milli umbúð- ariðnaðaifólks og prentiðnaðarfólks í HK. Fram kom í máli Dananna að ljósmyndarar, sem áður höfðu tilheyrt Grafisk Forbund, hefðu gengið til liðs við samtök blaða- manna. I umræðum sem spunnust undir þessum lið virtist það vera sam- dóma álit að eðlilegt og reyndar nauðsynlegt væri að leita aukins samstarfs við önnur félög með ein- um eða öðmm hætti. Þróun heildarsamninga Þessi dagskrárliður fjallaði að stórum hluta til um hugmynda- fræðina á bak við verkalýðshreyf- inguna og héldu þeir Ingemar Göransson, verkefnisstjóri hjá sænska alþýðusambandinu (LO), og Staffan Holmertz, aðalsamn- ingamaður rafvirkja, í þennan dagskrárlið. Þeir félagar vom afar líflegir og fóm um víðan völl. Þungamiðjan var hins vegar enn og aftur mikilvægi þess að halda utan um hið norræna heildarsamn- ingakerfi, sem hefði reynst okkur vel og gert velferðina meiri á Norðurlöndum en víðast annars staðar. Jafnframt töldu þeir mikil- vægt að treysta stöðu launafólks með lagasetningum þar sem við ætti og gert hefði verið. Samtökin þyrftu því að fylgjast vel með því sem gerðist á stjórnmálavettvang- inum og freista þess að hafa þar áhrif til hagsbóta fyrir félagsfólk. Utgangspunkturinn í málflutningi þeirra félaga var það sem kallað hefiir verið: Verkalýbsloforöiö Við lofum og tryggjum að vinna aldrei nokkurntíma og ekki undir neinum kringumstœðum við lakari kjör eða lœgri laun en þau sem við nú lofum hvert öðru. Við lofum að standa við þetta í þeirri staðföstu vissu að ef við stöndum við þetta loforð verða atvinnurekendur að verða við kröfum okkar. I máli þeirra félaga kom jafn- framt fram mikilvægi þess að vinna með verkalýðsfélögum í öðr- um löndum, ekki síst í þeim fá- tæku. Mikilvægt væri að við gerð- um það sem í okkar valdi stæði til að kjör bötnuðu hvarvetna í heim- inum. Það væri ekki einasta mikil- vægt út frá samstöðuhugsjóninni heldur væri það ekki síður mikil- vægt til þess að tryggja okkar eig- in kjör. I líflegum umræðum undir þessum lið kom það enn og aftur fram í máli fólks að mikilvægast í allri samningsgerð sem við stæðum frammi fyrir væri að hækka lág- markslaunin Farið var til Álandseyja á mið- vikudeginum en dagskrárliðurinn sem átti að vera á fundi um borð i ferjunni um Grundvallarstarf verkalýðshreyfingar - laða inn nýja félaga, og Ileiri fyrirtæki í heildarsamningum féll niður vegna þessa að fyrirlesarinn var forfallaður. Þess í stað spjallaði fólk saman og naut þess sem fyrir augu bar. Á leið í ferjuna til baka til Grisslehamn barst svo fréttin um að Anna Lindh utanríkisráð- herra Svía hefði verið stungin með hnífi í vömhúsinu NK í miðbæn- um í Stokkhólmi. Á fimmtudagsmorgun þegar fundur átti að heljast kl. 9.00 barst svo fréttin um andlát utanríkisráð- heirans og setti menn hljóða. Þessi sorglega frétt um gjörsam- lega glórulaust ofbeldi varð þess valdandi að í raun varð ekki meira um fundahöld, nema hvað fulltrú- ar allra þátttökulandanna vottuðu Svíum samúð sína og þökkuðu fyrir velheppnaða og skipulagða ráðstefnu. Næsta höfuðborgaráð- stefna verður svo haldin árið 2005 í Helsinki. bg/mes PRENTARINN ■ 9

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.