Prentarinn - 01.10.2003, Blaðsíða 10

Prentarinn - 01.10.2003, Blaðsíða 10
Hvalup klukhan 10 Ólafur H. Hannesson Að lœra meira og meira. Anægðir ferðalangarfyrir utan Frœðasetrið í Sandgerði. Hin árlega sumarferð eldri bókagerðarmanna og maka þeirra varfarin á hvalaslóðir i Faxaflóa. Ekið varfrá Umferð- armiðstöðinni kl. 9 miðvikudag- inn 13. ágúst 2003 og stefnan tekin á Keflavík. Ekið var gegn- um Kópavog og Hafnarfjörð, þar sem unnið er við að fœra hraðbrautina uppfyrir kirkju- garðinn. Astjörn er þarna rétt hjá. Hún var friðlýst vegna JJórgoðans, sem er ákaflega lit- skrúðugur J'ugl, sem gerir lireið- ur sín ífljótandi sefgrasi. Hann er nú að hopa undan vegna á- gangs manna, hunda og katta. Næst er álbræðslan í Straums- vík, þar sem allt ætti að vera ein allsherjar eyðimörk samkvæmt spádómum andstæðinga á sínum tíma, en það er nú öðru nær. A vinstri hönd á móti álverinu er líkneski af dýrlingnum Barböru í Kapellu sem hraunið er nefnt eftir. Kannski var hún pyntuð eða brennd á báli vegna trúar sinnar og þess vegna gerð að dýrlingi. Afram var haldið að Vatnsleysu- strönd. Lítið var þar um vatnsból og þaðan kemur nafhið. Á miðri leið er Kúagerði, þar sem var upp- sprettulind og hægt var að brynna dýrunum og þar áðu herstöðvar- andstæðingar þegar þeir fóru sínar Keflavíkurgöngur af mikilli seiglu. Þegar ekið er framlijá Vogunum er ekið upp á Stapann og þar var sagður á sveimi Stapadraugurinn, sem hrelldi marga vegfarendur. Þar er upphafið á sögu Indriða G. Þorsteinssonar, 79 af stöðinni. Þar hittast leigubílstjórinn, sem leik- inn var af Gunnari Eyjólfssyni og ástandsmeyjan, sem leikin var af Kristbjörgu Kjeld. „Taktu mig á teppinu, því ég er tík og mella og bandít,“ segir Kristbjörg samkvæmt handritinu og Gunnar svarar: „Þú ert ágæt.“ I þessum setningum birtist vel hinn hvassi, stutti og kaldranalegi stíll Indriða. I Keflavík er stytta af Olafi Thors, sem lengi var þingmaður Suðurnesjamanna og var vel lið- inn. Eitt sinn við upphaf kosn- ingafúndar ætluðu andstæðingar hans að vama honum inngöngu, en hann gekk inn í miðja þvöguna og sagði: „Hvar er hægt að pissa, strákar?" og átti fundinn eftir það. Þegar inn á fundinn kom, kallaði einn fundannanna: „Hvað emð þið að gera í sjávarpláss, sem þekkið ekki þorsk frá ýsu?“ Olafur var fljótur til svars: „Eg þekki þig frá þorski og það er rneira en flestir gera.“ Við renndum niður á bryggjuna á réttum tíma og stigum um borð og sigldum á vit hvala, höfrunga, sjávarfugla og annarra ævintýra. Veður og sjólag var eins og best verður á kosið, en leitin að hvölun- um gekk heldur brösótt. Við höfð- um 3 tíma til stefnu fram og til baka, og þegar tíminn var að renna út, „Point of no retum“, kallaði leiðsögumaðurinn, að hval- ur væri hægra megin við stefni bátsins, klukkan 2 eins og það er kallað á sjómanna- og flugmanna- máli og bað alla að hvessa augum, en enginn sá neitt, en allt í einu kallaði Viðar Þorsteinsson bók- bindari: „Hvalur klukkan 10“ og það voru orð að sönnu. Þar bylti sér hrefna, margra tonna ferlíki og kom öðm hverju upp til að anda. Ferðinni var bjargað og allir vom ánægðir. Nú var hvalaskoð- unarbátnum Moby Dick snúið við og stefnan tekin á Keflavíkur- höfn. Þegar í land var komið beið okkar ágætis miðdegisverður í Kaffi Duus, sem stendur á fogrum stað við smábátahöfnina. Eftir matinn var skoðað Bátasafn á staðnum og síðan ekið framhjá Leimnni, sem er 18 holu golfvöll- ur með frægustu holu landsins, Bergvíkina, en þar geta þeir sem þora slegið yfir grængolandi sjó- inn í Bergvíkinni yfir 100 metra flug, hinir fara með löndum. Nú var ekið ffamhjá Garðinum, en þar var snilldarskáldið Steinn Steinarr eitt sumar í Iausavinnu og varð skotinn í fallegustu stúlku plássins eins og stráka er siður. Hún hét Guðrún (Gunna) O, Gunna litla í Garði, svo grunnt nœr heimsins farði, °S fljótt og Jyrr en varði þú fráhverf gerðist mér orti Steinn og seinna þegar hann sér að hann hefúr tapað baráttunni um ástir stúlkunnar segir hann í kvæðinu, og brýst þar ffam sárs- aukafull þrá skáldsins eftir stúlkunni, sem hann gat ekki fengið þótt hún yrði uppsprettan að einu af hans fogm ljóðum: Já, svona er gott að gleyma, frú Guðrútn Magnússon Stúlkan var mörgum áratugum seinna spurð hvort hún hefði þekkt Stein. „Nei,“ svaraði hún, „ég vildi að ég hefði vitað þetta þá og kynnst honum betur.“ Fræðasetrið í Sandgerði var skoðað og var þar margt að sjá, mjög skemmtilegt náttúrusafn með Iifandi fiskum, dýmm og smásjá, þar sem hægt var að skoða smákrabbadýr og þarna koma skólabömin og fá að vinna að verkefnum sínum. Þar var líka uppstoppaður rostungur, en eitt Beðið eftir Keikó um borð í Moby Dick. Mymlir: ÓlaJUrH. Hannesson 10 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.