Prentarinn - 01.12.2003, Blaðsíða 13

Prentarinn - 01.12.2003, Blaðsíða 13
Krislín Auðunsdóttir og Ólafur H. Steingrímsson. Frá vinstri: Lúther Jónsson, Kristín Auðunsdóttir, Ólafur H. Steingrímsson, Ragnar Kristjánsson, Elis Stefánsson, Þorgeir Baldursson og Jakob Viðar Guðmundsson. var fyrirhugað að vera með svona búnað og við tókum sénsinn. L: En þetta reyndist góð vél sem gekk og gekk og var algjör vinnuhestur. R: En þetta var stór og mikil vél og það þurfti að smíða sér- staka stálgrind undir kjallara- gólfið svo hún myndi ekki pompa niður. Þ: Þetta var svo mikil fjár- festing og stökkbreyting sem menn voru að fara út í að við lögðum ekki í að kaupa vélina einir. Við reiknuðum ekki með að hafa það mikið af verkefhum í hana til að byrja með. Hún var keypt í samstarfi við Axel Kristjánsson sem var kallaður Axel í Rafha og rak prent- smiðjuna Hilmi og gaf út Vikuna og hugmyndin var að hann myndi nýta vélina að einhverju leyti af því að við reiknuðum með að vélin myndi standa tímunum saman. En það reyndist mjög fljótlega vera grundvöllur fyrir svona vél og Axel var keyptur út úr þessu mjög fljótt. L: Þetta var dálítið snúið, því að við vorum eiginlega varla tilbúnir í að hafa verkin til í þetta, því að við settum i blýi, skutum þvi út, þrykktum út í örkum, mynduðum og þannig i komum við þessu í vélina. Það var engin bein braut í hana. K: Mér dettur í hug þegar þið talið um að láta vélina standa, að fyrst þegar ég kom á Grettis- götuna þá var breitt yfir sauma- vélina í janúar og hún ekki notuð aftur fyrr en næsta haust. L: Ætli nokkurn hafi dreymt um það á Grettisgötunni að Oddi yrði svona stór eins og hann er í dag? Ó: Eg hugsa að Baldur hafi gert sér grein fyrir þessu að einhverju leyti því maður heyrði sögur um að hann hefði hafnað lóð á Seltjarnarnesinu þegar m.a. var verið að skoða lóðina hér uppfrá og á þeim forsendum að ekki var hægt að byggja nema 5000 fermetra húsnæði. Þ: Þetta þótti fáránleg hug- mynd. Að ætla sér að byggja 5000 fermetra húsnæði undir prentsmiðju á íslandi og að auki eiga möguleika á að stækka. Þetta þótti alveg út í hött. En i dag erum við á um það bil 12.000 fermetrum. Þetta var mikil breyting, nú var hægt að keyra inn á bílum og lyfturum og allt á einu gólfi. En á Bræðra- borgarstígnum, ef það þurfti að taka inn vél þá þurfti að brjóta gat á húsið og gólfin stóðust ekki á o.s.frv. R: Eins og þegar pappírinn var að koma í símaskrána. Það varð að handbera allan pappírinn inn í húsið og uppá hæðir. Ó: Talandi um pappír, oft var hann lélegur en ég held að það hafi aldrei verið eins slæmt og þegar við fengum kanadíska pappírinn hérna um árið. Hann var alveg niður í hálfar arkir og endaði uppá Keflavíkurflugvelli þar sem hann var notaður sem pökkunarpappír utan um húsgögn fyrir Kanann. R: Af því að þú varst að spyrja Lúther áðan út í vélsetningu þá heyrði ég sögu af því hvað hann var góður setjari. Hann var að setja bók eftir Alistair McLean og það var ein fleygavilfa i bókinni. Það var nú allt og sumt. L: Þetta eru nú ýkjur, en sagan er góð engu að síður. Hins vegar man ég eftir einni villulausri bók sem ég setti en það var nú ljóða- bók. Þ: Lúther var óvenju góður setjari og ég hugsa að ef það hefði verið mælt þá hefði hann slegið öllum við. L: Oddi er eins og draumur sem hefur ræst. Ef maður ber saman hvemig þetta var þegar maður sá þetta fyrst og hvemig þetta er í dag þá er þetta eins og ævintýri sem hefur ræst. Ó: Það er eins og það hafi hvílt mikið lán yfir þessu fyrirtæki. Eg man ekki eftir neinu alvarlegu vinnuslysi sem betur fer, 7,9,13. Hvort það hefur eitthvað með gömlu þjóðtrúna að gera að hér em vélar alltaf settar í gang í fyrsta skipti á laugardegi, skal ég ekki segja. En sem betur fer hefur fylgt hér öllu mikil gæfa. Sigmundur H. Hansen. PRENTARINN ■ 13

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.