Prentarinn - 01.12.2003, Blaðsíða 14

Prentarinn - 01.12.2003, Blaðsíða 14
Á haustdögum þáði Prenttæknistofnun boð GOC, systurstofnunar PTS í Hollandi, um að kynna sér starf- semi stofnunarinnar þar í landi. Markmiðið var einkum að kynna sér nýjar hugmyndir varðandi endurmenntun í grafískum iðnaði og kanna möguleika á samstarfi við erlendar endurmenntunarstofnanir í faginu. Fulltrúar PTS voru Ingi Rafn Ólafsson framkvæmdastjóri, Georg Páll Skúlason frá Félagi bókagerðarmanna og Haraldur Dean Nelson frá Samtökum iðnaðarins. Gestgjafi í heimsókn- inni var Alex de Boer deildarstjóri alþjóðadeildar GOC. Öflug og rótgróin endurmenntunarstofnun GOC er stofnun sambærileg við Prenttæknistofnun þótt hún sé vitaskuld miklu stærri og bjóði meiri og víðtækari þjónustu. Hún var stofnuð árið 1925 og er talin elsta endurmenntunarstofnun í Evrópu. Eignarfyrirkomulag er svipað og hjá Prenttæknistofnun, þ.e.a.s. atvinnurekendur og stétt- arfélög. Munurinn er sá að tvö stéttarfélög og eitt atvinnurek- endafélag eiga aðild að starfsem- inni. Þetta hefur þó ekki skapað nein vandamál. Stjórnin er skipuð fjórum frá hvorum aðila og einum óháðum formanni sem er launaður starfsmaður GOC. Sá er Wim Visser, stjórnarformaður EGIN til margra ára. Til glöggvunar má nefna að starfsfólk i graflskum iðnaði í Hollandi er talið vera í kringum 65 þúsund talsins. Félagsmenn í GOC eru um 45 þúsund en í Hollandi búa um 16 milljónir manna. Fyrirtækin eru í kringum 2700. Hlutverk GOC er einkuin: a) Að þjálfa starfsfólk i graflsk- um greinum og veita fyrir- tækjum ráðgjöf b) Að stunda rannsóknir á vinnu- markaði, sinna starfsþróun og kynna grafískar greinar úti á vinnumarkaðinum og meðal ungs fólks sem er að ljúka grunnnámi c) Að sinna grunnnámi, þarfa- greiningu og námskrárgerð Námskeiðin eru haldin í aðal- stöðvum GOC en einnig víða um land og inni í fyrirtækjunum. Kennarar á námskeiðunum eru ýmist í fullu starfi eða verktakar. Starfsmenn stofnunarinnar eru 75 talsins en þar af eru 8 kennarar i fullu starfi. Fjármögnun frá atvinnulífinu er þannig að greidd eru 0,26% af heildarlaunum í greininni. Það fé fer í rekstur stofnunarinnar og fyrirkomulag greiðslunnar er með sama hætti og hjá PTS. Fyrirtæki geta ekki sótt um styrki fyrir annars konar námskeið. Einungis er um að ræða 25% af- slátt af námskeiðum ef um fé- lagsaðild er að ræða. Dæmi um verð fyrir 9 kennslu- Alex de Boer deildarstjórí alþjóðadeildar GOC og Ingi Rafn Ólafsson framkv.stj. PTS framan við höfðustöðvar GOC. stunda langt námskeið er um 25 þúsund íslenskar krónur. Nám yfir Netið (E-learning) GOC hefur trú á þvi að tölvutengt fjamám sé nám framtíðarinnar og vaxtarbroddur. Það hefur þegar leyst af hólmi gamaldags bréfa- nám.Tiltekin grunnvinna var þróuð í samvinnu við aðra aðila í Evrópu og þá með styrk ffá Brussel. Askorunin var að gera námskeiðin nógu skemmtileg til að nemendur hópist í námið. Eftir að tilteknu markmiði var náð ákvað GOC stofnunin að halda sjálf álfam til að vera engum háð varðandi útfærslu verkefnisins. í upphafi voru sett eftirfarandi markmið: • Aðgengilegt viðmót fyrir nemendur • Afhending námsefnis raffæn • Aðgangsstýring með leyniorðum • Eftirfylgni við nemendur og eftirlit • Tenging námsferla, prófa og annars sem máli skiptir inn í gagnagrunna Innihald: • Lokuð spjallrás milli kennara og nemenda og nemenda inn- byrðis • Sérsniðið að þeirri kennslu sem fram fer hjá þeim • 10 námskeið eru í boði, bæði stutt og löng 14 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.