Íslenzkar raddir - 29.04.1961, Blaðsíða 2

Íslenzkar raddir - 29.04.1961, Blaðsíða 2
2 ÍSLENZKAR RADDIR TAKMARKIÐ ER BETRI BÚÐIR- FULLKOMNARI ÞJÓNUSTA (iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiMiiiiiiiiMiiiiiMiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii AV.W/AV.V.V/.VAV.'.VA’.VAV.V^WAVAVV.VAV.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V, ■: Það er mikilsvert að eiga gangvisst úr, sem hægt er að treysta við dagleg störf á sjó og landi, Hér reynir mikið á gæði bæði verks og kassa vegna hrjúfr- ar veðráttu og snöggra umskipta hita og kulda.“'-~~ - .v prtrtL.i Hvernig á þá að velja sér hentugt úr? meðal þeirra möi-gu tegunda sem á boðstólum eru? Margir telja næg meðmæli sé úrið svissneskt. Ekki er það einhlítt, því í Sviss eru líka smíðuð léleg úr, oft glæsileg útlits. Aðrir taka mark á steinaf jölda, sem þó er gagnslítið, því steinar geta verið mjög lítilsverðir. Skrumkenndar auglýsingar svunm verksmiðja munu flestir varast. Er þá öruggast að kaupa dýrt úr? Svo er ekki, að minnsta kosti getur það orðið mjag óhag- kvæmt. Hið háa verð þýðir ekki aukinn styrkleika eða gangöryggi, heldur er það afleiðing mjög nákvæmrar still- ingar langt fram yfir það, sem nauðsynlegt er við venju- lega notkun. Þessi umframstilling getur jafnvel f jórfaldað þann tíma sem tekur að fullgera svipað úr. Athugaverðast við þessi dýru úr er þó það, að þau þurfa betri meðferð ef kostirnir eiga að haldast, einkum er nauðsynlegt að þau komist til viðgerðar aldrei í hendur annarra en úrvalsfag- manna, ce eru því ekki aðrir færir um að taka ábyrgð á slíkum úrum. Að þessu athuguðu má fullyrða, að bezta trygging fyrir góðum og hagkvæmum kaupum sé að gera þau hjá reynd- um fagmönnum, sem færir eru um að taka fullkomna á- byrgð á úrum þeim er þeir selja. Þau úr, sem reynzt hafa með þeim beztu hér á landl si. 00 ár, eru REVUE tlRIN frá G.T.-verksmiðjunum I Sviss, sem starfað hafa í 108 ár. Sú verksmiðja hefur jafnan verið brautryðjandi sterkra og gangvissra úra með mjög hóflegu verði, enda spara sér dýrar auglýsingar. Þessi úr fást hjá undirrituðum ásamt fleiri tegundum vand- aðra svissneskra úra. S.l. 2 ár hef ég haft til sölu rússnesk úr, valin sérstaklega fyrir hérlenda staðhætti, enda hafa þau reynzt vel. Þau eru tóluvert ódýrari en önnur úr sambærileg að gæðum. Sigurður Tómasson, úrsmiður Skólavöruðustíg 21, Reykjavík. ■í Þessi úr eru öll högg- og vatnsvarin. V ^ ■: .■.V/AV.'.V.V.V.V.'.V.V.V.V.VAV.V.V.VbV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V/.VV/.V.V.Í Þá væri hun að afsala ser sjálfstæði sínu Ég vil að lokum ræða mál, anna fram á það með bréfi sem mjög hefur borið á góma að undanförnu hér á landi og það ekki að ástæðu- lausu, en það er hið svo- kallaða herstöðvamál. Nú hefur hæstvirtur for- sætisráðherra gefið skýrslu um þetta mál. Við ráðherr- ar Sósialistaflokksins vild- um gefa þessa skýrslu fyrir löngu síðan, en um það gat ekki orðið samkomulag í ríkisstjórninni. Það er mín skoðun, að það sé miður far- ið, að ekki skuli hafa verið birt skýrsla um málið fyrir löngu. En það er annað mál, sem ekki verður greint frá þessu herstöðvamáli, en það er dvöl Bandaríkj ahersins hér á landi. Nú er bráðum liðið ár frá því, að vopnahlé komst á í Evrópu og því eru nú allar forsendur fyrir á- framhaldandi dvöl hins bandaríska hers hér á landi brostnar. Þegar stjórn Bandaríkjanna flytur ekki af sjálfsdáðum burt her sinn héðan og það þótt enska stjórnin sýni þjóðinni þann velvilja að halda burt með her sinn og afhenda flugvöllinn í Reykjavík, þá telur Sósíalistaflokkurinn að íslenzku stjórninni beri að krefjast þess af stjórn Bandarikjanna, að herlið þeirra hverfi af landi burt nú þegar. Samkvæmt þessu fluttum við ráðherrar Sósí- alistaflokksins tillögu um það í ríkisstjórninni þann 15. apríl s. 1„ að utúnríkismála- ráðherra yrði falið að taera fram þá kröfu við stjórn Bandaríkj anna, að hún flytji af íslandi allt herlið sitt, og er sú tillaga nú til meðferðar í ríkisstjórninni. Svo sem skýrsla forsætis- ráðherra taer með sér, sem raunar var á allra vitorði áður, fór stjórn Bandaríkj- Gegn þessu Fyrir nokkru báru Banda- ríkin fram óskir um rétt til herstöðva á íslandi. íslend- ingar eru vel minnugir margs þess, er Bandaríkin hafa vel gert í þeirra garð, 1. október s. 1. að fá á leigu til langs tlma flugvöllinn 1 Keflavík, lendingarstað fyr- ir sjóflugvélar við Reykja- vík og flotastöð í Hvalfirði. Þessi beiðni varð ekki sízt vonbrigði fyrir ýmsa vini Bandaríkjanna hér á landi, sem töldu sig mega vænta annars en svona tilmæla. Sóslalistaflokkurinn var frá upphafi þeirrar skoðun- ar, að það bæri að svara málaleitun Bandaríkjanna afdráttarlaust og tafarlaust neitandi. Sósíalistaflokkur- inn er algjörlega andvigur því, að nokkru erlendu ríki verði látnar í té herstöðvar hér á landi, hvort sem um þær er beðið af einstökum ríkjum eða ríkj asamtökum. Það er skoðun Sósíalista- flokksins, að ef íslenzka þjóðin afhendi nú erlendu ríki herstöðvar á íslandi, þá sé hún að .afsala sér sjálf- stæði sínu. Hún er þá ekki einráð í landi sínu og verð- ur ekki af öðrum þjóðum skoðuð sjálfráð gerða sinna. Ákl Jakobsson í útvarpsum- ræðum 26. apríl 1946. reis þjóðin og eigi sízt þess, að fyrstir allra viðurkenndu þeir rétt íslendinga til stofnunar lýð- veldis. Af því og hinni eink- ar vinsamlegu sambúð á ó- friðarárunum leiddi, að ís- lendingar vildu út af fyrir sig geta orðið við óskum Bandaríkjanna. Hins vegar töldu íslendingar, að réttur til herstöðva á íslandi er- lendu riki til handa væri ekki samræmanlegur sjálf- stæði íslands og fullveldi. Var því eigi annars úr- kosta en að synja þessari beiðni Bandaríkjanna ... í fyrra báðu Bandaríkin okk- ur um Hvalfjörð, Skerja- fjörð og Keflavík. Þau fóru fram á langan leigumála, kannske hundrað ár, vegna þess að þau ætluðu að leggja í mikinn kostnað. Þarna áttu að vera voldug- ar herstöðvar. Við áttum

x

Íslenzkar raddir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzkar raddir
https://timarit.is/publication/959

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.