Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 7

Keflavíkurgangan - 19.06.1960, Blaðsíða 7
Kjartan Ólafsson vann eins og víkingur frá því snemma á morgnana fram á nætur að skipulagningu göngunnar. En þeir sem ekki höfðu heilsu til að ganga alla leið, minnt- ust orða Hávamála: Erat maður alls vesall, þótt hann sé illa heill. Allir vildu leggja þessu góða máli lið með einhverjum hætti: einn vildi skrifa í blöðin og hvetja til stuðnings, annar bauðst til að lána bíl í snúninga, þriðji kom til að gefa skýrslu um kunningja sína, sem væru einlægir hernámsandstæðing- ar og mestu göngugarpar, fjórði vildi styrkja okkur fjárhags- lega, því fyrirsjáanlegt var, að þetta yrði talsvert kostnaðar- samt, einkum yrði auglýsinga- og bílakostnaður mikill. For- sjármenn göngunnar gengu á undan og gáfu sínar hundrað krónurnar hver og þaðan af meira, aðrir fóru að dæmi þeirra, og bráðlega var kominn langur gefendalisti á einn vegg skrif- stofunnar. Hér unnu margar hendur létt verk. Að okkur tóku að streyma stuðningsyfirlýsingar til birt- ingar í blöðum og útvarpi, frá einstaklingum og félögum, rit- höfundum, myndlistarmönnum, verkalýðsforingjum, kvenna- samtökum, stéttafélögum og stjórnmálasamtökum: Alþýðu- bandalagið og Þjóðvarnarflokkurinn studdu málið með ráð- um og dáð frá upphafi, fjölmargir framsóknarmenn voru með í okkar röðum, einkum hinir yngri, og aðalmálgagn flokks- ins var okkur vinsamlegt. Stjórnarblöðin tóku þá stefnu eft- ir skapvonzkukastið fyrsta daginn að steinþegja um göng- una, eins og þau hefðu ekki heyrt á þetta mál minnzt upp frá því. En þau þögðu ekki að göngunni lokinni! Þá höfðu for- kólfarnir séð með eigin augum, að fjölmargir Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksmenn voru samherjar o k k a r en ekki þeirra í þessu máli, og þeim leizt ekki á blikuna. Eftir fjóra daga frá opnun skrifstofunnar hafði hópurinn tuttugufaldazt, og ákváðum við nú að halda ekki áfram skrán- ingu nema tvo daga enn til þess að lenda ekki í tímahraki með skipulagningu fólksflutninga suður eftir. Að þeim tveim dögum liðnum hafði hópurinn fertugfaldast, og enn héldu menn áfram að gefa sig fram á föstudag og laugardag, sumir langt að komnir gagngert til að taka þátt í göngunni. Að kvöldi laugardags 18. júní hafði hópur þeirra, sem upphaf- lega ákváðu að ganga þótt þeir yrðu ekki nema fimm, nærri því fimmtugfaldast. Allt var nú tilbúið. Um ellefuleytið á laugardagskvöld kvöddust þau, sem héldu meginþráðunum í sínum höndum, á tröppunum fyrir utan Mjóstræti 3. „Hittumst heil í fyrra- málið!“ sögðu þau hvert við annað og héldu í suddarigningu heim á leið til að hvilast nokkrar næturstundir. Ljósmyndirnar í ritinu tóku þessir menn: Ari Kárason á bls. 3, 4, 5, 6, 8, 10, 11, 16, 17, 18, 21, 35, 37, 38, 40—41, 45 Rögnvaldur Finnbogason á bls. 9 Jökull Jakobsson á bls. 12, 19, 20, 22, 23 (efri) Sigurður Guðmundsson á bls. 13, 15 Haukur Kristófersson á bls. 23 (neðri), 25, 26 Keflavikurgangan 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Keflavíkurgangan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Keflavíkurgangan
https://timarit.is/publication/962

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.