Vísbending


Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 7

Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 7
Þór reyndist fus til að rifja upp þessi undarlegu kaldastríðsár þegar heimurinn skiptist milli hægri og vinstri, milli austurs og vesturs og sumir vildu frekar vera dauðir en rauðir. En ekki allir. Gróðrarstían Laugarvatn Ég byrjaði á því að spyrja Þór hvemig það hefði viljað til að hann ákvað að lœra hagfræði í sósíalistaríki? „Eg fór í Menntaskólann á Laugarvatni haustið 1951, fímmtán ára gamall. A þessum árum var litið upp til skólasetursins á Laugarvatni um allt Suðurland. Mikil reisn var yfir öllu því starfi sem Bjami Bjamason vann þar til að koma á fót menntaskólanámi. Þegar ég kom þangað haustið 1951 var ekki búið að stofna menntaskólann formlega en menn luku stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Tíu nemendur vom í öðmm árganginum en þar vom Ami Bergmann og Tryggvi Sigurbjamarson mest áberandi. Næsti bekkur þar á undan hafði allur yfirgefið skólann en Kjartan Olafsson, síðar þingmaður og ritstjóri Þjóðviljans var þekktastur í þeim hópi. I efsta bekknum vom sex manns en það var fyrsti bekkurinn sem tók stúdentsprófin í Reykjavík. Teitur Benediktsson var þeirra þekktastur. Eg og jafnaldrar mínir þorðum aldrei að ávarpa þá sem vom í efsta bekknum enda vom þeir álitnir fágæt séní og gáfúmenn. I mínum hópi vom 35 sem byijuðu og 25 luku námi. Við upplifðum okkur sem landnema í þeim skilningi að Bjami skólastjóri blés okkur í bijóst þeim anda að við værum ekki aðeins að læra fyrir okkur sjálf heldur fyrir Laugarvatn og framtíð þess svæðis og Suðurlands alls. Við drógum því hvergi af okkur við námið en innan um vom fátækir sveitapiltar sem hefðu varla fengið tækifæri til náms. Skólalífið á Laugarvatni var sérstakt á þessum tíma. Menn vom gríðarlega róttækir og í hópnum vom atkvæðamiklir og harðvítugir pólitíkusar og lestrarhestar og sífellt var verið að tala um stjómmál og þjóðfélagsmál. Þar fóm fremstir þeir Bergmannbræður, Ami og Hörður, ásamt Tryggva Sigurbjamarsyni. Eg dróst í þennan hóp og hreifst mjög af þessu. Eg kom ekki róttækur úr foreldrahúsum. Þó var faðir minn verkalýðssinnaður mjög, gamall orðinn bolsi, og fyrrnm stuðningsmaður Héðins Valdimarssonar í Alþýðuflokknum. Móðir mín var hallari undir Sjálfstæðisflokkinn en ekki var mikið talað um stjómmál á mínu heimili. Ég dregst því inn í þessa hringiðu á intellektúal forsendum en ekki vegna reynslu af stéttabaráttu. Hjalti Kristgeirsson var bekkjarbróðir minn og við tókum þátt í þessu saman. A þessum árum var vamarliðið nýkomið til Islands og við hrifúmst mjög af málflutningi þjóðvamarmanna. Við litum á Ameríkanana sem útsendara heimsvaldastefhunnar sem fæm á skitugum skóm inn í heilög vé. Leshringir og sannleikurinn eini Samfélagið á Laugarvatni var í afdal en fyrir mér, sem kom frá Selfossi, var þetta eins og að koma út í heim. Ég fór ekki heim nema um jól og páska og við höfðum ekki reglulegan aðgang að dagblöðum eða útvarpi. Þetta var lokað samfélag og engin intelligensía utan skólans sem hefði hugsanlega getað rétt kúrsinn af svo að við ólum hvert annað upp í pólitískum skilnmgi. Haldnir vom málfúndir þar sem enginn hafði roð við Bergmannbræðrum. Ég er samt ekki að kenna þeim um að hafa gert mig að kommúnista. Ég gerði það sjálfúr. Við vomm með leshringi og lásum bæði greinar um sósíalisma upp úr Rétti en líka rit sem § ölluðu um marxisma. Við lásum History of Materialism og fleiri bækur sem vom alþýðleg ffamsetoing á kenningum marxismans. Þetta þóttu manni þá algerar opinbemnarbækur. Það var eins og gluggi opnaðist út í heim að ná valdi á því á þessum árum að lesa bækur á ensku og þýsku. Að lesa heimsbókmenntir og fræðirit á frummálinu fannst manni eins og endurfæðing. I þessu lokaða samfélagi skipto kennaramir afar miklu máli og maður leit afskaplega mikið upp til þeirra og taldi orð þeirra nánast lög. A þessum aldri finnst manni að maður sé búinn að höndla sannleikann og viti með töluverðri vissu hvað er rétt. Að kynnast þessum merku kennisetningum var mér opinbemn og mér fannst á þessum ámm einungis tímaspursmál hvenær sannleikur marxismans rynni upp fyrir öllum þorra fólks.“ Þór horfir út um gluggann yfir ána þar sem kirkjan blasir við. Þangað em sennilega 1.500 metrar en hann horfir fimmtíu ár aftur í tímann. Hvernig sáu ungir menn jyrir sér sósíalíska byltingu á Islandi á þessum tíma? „Einar Olgeirsson sagði alltaf að það yrði aldrei nein blóðug bylting á Islandi. Hugmyndimar munu vinna, sagði hann. Byltingin felst í breyttu þjóðskipulagi - ekki með ofbeldi. Við efúðumst aldrei um orð hans.“ Þór útskrifaðist sem stúdent ffá Laugarvatoi vorið 1955 með afar góðar einkunnir og segist þá helst hafa íhugað að leggja fyrir sig kennslu. , 3g kunni alltaf vel við mig í skólasamfélaginu, var kennarasleikja og námshestur og allt það og hefúr hvergi liðið betur en í menntaskólanum. Mér fannst hver einasti dagur dásamlegur.“ Var Menntaskólinn á Laugarvatni sem sagt að útskrifa stóra hópa af vigreifum byltingarsinnum á þessum árum sem vildu gera Island að sósialistaríki? „Ansi margir sáu það sem hina einu rétto ffamtíð," segir Þór. Hann tók sér ffí ffá námi veturinn eftir, var óráðinn og vissi ekki hvert skyldi stefria. „Það hljómar undarlega en mér fannst ég vera orðinn gamall og að mínir besto dagar væm liðnir þótt ég væri aðeins nítján ára.“ Gengiö ó fund leiðtogans Einars Olgeirssonar ,A þessum ámm var Einar Olgeirsson að byija að senda unga menn, stúdenta, til Austur-Þýskalands. Þeir sem fóm austur fyrir tjald í nám fóm gegnum menntamálaráðuneytið til Rússlands og víðar en Austur-Þýskaland var ekki viðurkennt af íslenskum yfirvöldum. Einar hafði verið við nám í Berlín og þekkti persónulega marga ráðamenn þar eins og Ulbricht. Þótt þessi milliganga væri í nafhi flokksins, Sameiningarflokks alþýðu, Sósíalistaflokksins, var Einar flokkurinn. Tryggvi Sigurbjamarson, skólabróðir minn og vinur, varð stúdent 1954 og hann fór austur til Dresden að læra verkfræði á vegum flokksins. Bjami Benediktsson ffá Hofteigi fór með honum en var næstom dauður úr leiðindum og kom strax heim aflur. Eysteinn Þorvaldsson fylgdi svo í kjölfarið og lærði blaðamennsku í Austur- Berlín. Eysteini og Tryggva leiddist og þeir skrifúðu mér og Að kynnast þessum merku kennisetningum var mér opinberun og mér fannst á þessum árum einungis tímaspursmál hvenœr sannleikur marxismans rynni upp fyrir öllum þorra fólks. VÍSBENDING I 7

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.