Vísbending


Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 12

Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 12
Síldin kemur: Upphaf sildveiða við ísland ----- HREINN RAGNARSSON OG STEINAR J. LÚÐVÍKSSON - Líf ogfjör í sildinni. Út er komin hjá Nesútgáfunni Síláarsaga íslands: Silfur hafsins - Gull íslands í þremur eigulegum bindum. Við grípum niður f frásögn af upphafinu. Skömmu eftir 1830 hófu Norðmenn siglingar til íslands með timbur. Þeir þurftu til þess sérstaka undanþágu þar sem verslun var ekki gefrn fijáls fyrr en 1855. Fyrstu árin sigldu hingað í þessum tilgangi skútur frá Arendal en 1855 hófu skip frá Mandal við suðurodda Noregs siglingar hingað og innan fárra ára höfðu Mandælir náð timburversluninni að mestu í sínar hendur. Albert Jacobsen var einn þeirra kaupmanna í Mandal sem sendu skip sín ár eftir ár til Islands með timbur. Og á hveiju hausti hlýddi hann á frásagnir skipveija sinna um mikla síld við ísland. Árið 1867 stóðst hann ekki lengur mátið. Hann sendi timburskip til íslands að venju en nú bætti hann í farminn útbúnaði til síldveiða, lagnetum, tunnum og salti. Jacobsen haslaði sér völl á Seyðisfirði, keypti þar lóð og menn hans hófú síldveiðar. Árangurinn lét ekki á sér standa. Síldveiðimennimir fengu 300 tunnur af úrvalssíld sem var seld erlendis háu verði. Skipið sem stundaði þessar veiðar hét Auróra og skipstjóri þess mun hafa verið vanur síldveiðimaður, A. Johannessen að nafhi. Norðmennimir reyndu einnig fyrir sér í Eyjafirði og er svo að sjá að þeir hafi talið að þeir gætu farið sínu ffain við veiðamar og veiddu þar ýmist uppi í landsteinum eða drógu veiðina á land. Þetta varð til þess að Stefán Thorarensen, bæjarfógeti á Akureyri og sýslumaður i Eyjafjarðarsýslu, kærði þá fyrir amtmanninum í norður- og austurumdæminu. Amtmaður virðist ekki hafa verið viss um hvað gera ætti eða hvort lagastoð væri fyrir því að sekta Norðmennina og skaut málinu til stiffamtmanns í Reykjavík sem svaraði því um hæl að sú skoðun sýslumanns að ekki væri lögð nein hegning við slíku athæfi væri röng. Vitnað var til laga ffá 1787 og sagt að hegning við ólögmætum fiskveiðum væri sú að skip ogvörurskyldugerðar upptækar og var amtmanni falið að skora á „téðan skipherra, að greiða sjálfviljugur eptir málavöxtum 50 ríkisdala sekt fyrir þetta lagabrot sitt“. Fer ekki af því sögum hvort Johannessen greiddi sektina eða ekki. Þessi veiðitilraun Jacobsens er mjög merkileg vegna þess að Mandal er utan hins hefðbundna vorsíldarsvæðis í Noregi og því ekki við gamlar veiðihefðir að styðjast. En teningunum var kastað og snemma árs 1868 fékk Jacobsen sjö útgerðannenn og kaupmenn 12 IVÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.