Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 29. desember 2011 FIMMTUPAGUR Eiga lögreglumenn að hafa að- gang að skotvopnum í lœstum hirslum í lögreglubílum? Já Nei 69,6% 50,4% SPURNING DAGSINS í DAG: Ferð þú eins oft til tannlæknis og þér finnst þú þurfa? Segðu skoðun þlna á visir.is vism Lögmaður hjóna á Blönduósi segir engin lög hafa verið brotin við rannsókn kynferðisbrotamáls: Kvartar til Persónuverndar vegna dÓmsiviÁL Móðir unglingsstúlku hefur lagt fram kvörtun til Persónuverndar vegna birt- ingar dagbókar stúlkunnar í Héraðsdómi Norðurlands vestra. Dóttir konunnar kærði lögreglumann á Blönduósi fyrir að hafa káfað á sér innanklæða í fyrra, þegar hún var 15 ára. Málið er nú komið til Héraðsdóms Norður- lands vestra á ný, eftir sýknu þar og ógildingu hennar fyrir Hæstarétti. Ástæða kvörtunar móðurinnar er sú að eig- inkona ákærða, sem er skólastjóri grunnskól- ans á Blönduósi, lagði fram dagbók stúlkunnar til ríkissaksóknara. Þá segist stúlkan ekki hafa gefið samþykki sitt fyrir því að bókin, sem er á tölvutæku formi, yrði send til skólayfirvalda á sínum tíma. í erindinu segir að meðferð skóla- stjórans á einkamálefnum stúlkunnar sem lyst er í dóminum sé gróft brot á grundvallarreglu um friðhelgi einkalífs. Sökum þess að málið er enn fyrir dómi, vísaði Persónuvernd því frá. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður skóla- stjórans og eiginmanns hennar, segir að skóla- stjórinn hafi afhent dagbókina, eftir að krafa þess efnis barst frá ríkissaksóknara, eins og henni bar skylda til. „Þá verður að líta svo á að héraðsdómur hafi einnig metið það svo að efni dagbókarinnar gæti skipt máli varðandi niðurstöðu sakamáls- ins,“ segir meðal annars í bréfi Vilhjálms til Persónuverndar. Því er alfarið hafnað að skóla- stjórinn hafi brotið lög með áframsendingu dagbókarinnar. - sv dagbókar Hægt að koma í veg fyrir slys: Eitt bílslys varð á dag á árinu löggæsla Um það bil eitt slys varð á hverjum degi ársins 2011, eða sam- tals 358 á tímabilinu 1. janúar til 27. desember, samkvæmt bráðabirgða- tölum lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu um umferðarslys. Tölur um fjölda slasaðra liggja ekki fyrir en ljóst er að slasaðir eru nokkuð fleiri en fjöldi slysa segir til um. Meiðsli fólks eru meðal annars tognanir, beinbrot, innvortis meiðsl, mænuskaðar og höfuðáverkar. Lögreglu telur að hægt sé að koma í veg fyrir umferðarslys legg- ist allir á eitt um að aka gætilega. Til að freista þess að sýna fram á tengsl orsaka og afleiðinga slysa mun lögreglan senda út tilkynningu tvisvar í viku með upplýsingum um umferðarslys sem hún kemur að. -js AKRANES Þjófur olli stórskemmdum Lögreglunni á Akranesi barst til- kynning um óvenjulegan þjófnað fyrir jól. Þá hafði verið brotist inn í húsnæði sem staðið hefur autt og þaðan stolið hitaveitugrind í heilu lagi. Eftir þjófnaðinn var tengt á milli með vatnsslöngu en hún hélt ekki og skemmdist húsnæðið töluvert vegna leka. SKIPULAGSWIÁL Hringbraut öll í 101 Hringbraut mun hér eftir öll tilheyra póstnúmeri 101. Þau hús sem áður töldusttil póstnúmers 107fluttust í 101 um síðustu mánaðamót. Áður voru hús norðvestan Melatorgs, við Suðurgötu, I póstnúmeri 107, en þau suðaustan torgsins í 101. Ibúum sem flytjast milli númera hefur verið til- kynnt um breytinguna. Sérfrxðingorlbilum Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - 590 2000 - www.benni.is W VI fi' 1 ir \ j \ M? IbV Mlf ' n 1 I .i 1 Wm [f í- ■ i H V' ' j| §&' m l\ jm n wflgw SBBf \ 'Ws j Dregið hefur verið í happdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Vinningar komu á eftirtalin númer: Toyota YarisTerra 1.0 að verðmæti kr. 2.590.000 hverbifreið komu á miða númer: 10800 14880 27609 60219 73911 74669 78943 94218 101110 Toyota i.Q 1.0 að verðmæti kr 2.140.000 kom á miða númer. 35971 43987 53555 58022 88656 Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning og óskar vinningshöfum til hamingju. Handhafarvinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu félagsins að Háaleitisbraut 13, Reykjavík, sími 535-0900. Byrjað verðurað afhenda vinninga 5. janúar2012. STYRKTARFÉLA6 LAMAÐRA OG FATLAÐRA íslenskur arkitekt þéttir danska byggð Framlag tveggja arkitekta, annars íslensks og hins dansks, varð hlutskarpast í samkeppni Europanll um endurskipulagningu og þéttingu byggðar í Allerod í Danmörku. Opnar nýútskrifuðum arkitektum dyr og vekur á þeim athygli. TÖLVUGERÐ FRAMTÍÐARSÝN Svona gæti orðið umhorfs I Ny Blovsrod I Allered þegar unnið hefurverið úrvinningstillögunni I Europanll-samkeppninni. mvnd/mew skipulagsmál íslensk-danskt framlag fór með sigur úr býtum í samkeppni um endurskipulag 50 hektara svæðis í sveitarfélaginu Allerpd í Danmörku, skammt norð- ur af Kaupmannahöfn. Keppnin er haldin annað hvert ár undir merkj- um Europan, en að henni standa 20 Evrópulönd. Þátt geta tekið arki- tektar undir 40 ára aldri. Löndin leggja fram svæði sem þarfnast endurskipulagningar og leggja ungir arkitektar fram tillögur um úrvinnslu þeirra. Að vinningstillögunni í Allerpd standa arkitektarnir Eyrún Margrét Stefánsdóttir og Mette Blankenberg, en þær útskrifuðust saman úr arkitektanámi í Kaup- mannahöfn fyrir einu og hálfu ári. „Þetta er náttúrlega mikið tæki- færi. Við erum báðar ungar og óreyndar og þetta opnar okkur tví- mælalaust dyr víða,“ segir Eyrún. Þá skemmir vinningsféð ekki fyrir, 12 þúsund evrur, eða sem sam- svarar tæpum tveimur milljónum íslenskra króna. „Síðan á eftir að koma í ljós hvað við höfum mikla aðkomu að úrvinnslu og áframhaldandi vinnu með tillöguna,“ segir Eyrún, en næsti fundur með forsvarsmönn- um sveitarfélagsins er í janúar. „Þeir voru hins vegar áhugasamir um samstarf við okkur. Tilkynnt var um úrslitin 16. desember og við vorum komnar á fund til þeirra klukkan tíu daginn eftir. Þannig að við munum að öllum líkindum koma eitthvað að lokaútfærslum." í umsögn um tillöguna kemur fram að meðal þess sem orðið hafi til þess að hún varð ofan á hafi verið hversu sveigjanleg hún var. Markmiðið er að þétta byggð og mæta um leið kröfum sveitarfélagsins um vistvæna lifnaðarhætti. „Kommúnan er með miklar væntingar og mark- mið um að verða koltvísýringslaus árið 2020. Við fórum því í gang með skipulagningu svæðisins með það að takmarki að það yrði laust undan allri bílaumferð,“ segir Eyrún. Þá segir hún hugað að því hvernig hvernig hús séu staðsett í landslagi og hæðarlínur séu hafðar þannig að útsýni á milli íbúða og blokka verði sem best. Þá er nýbreytni í hönn- un varðandi upptöku regnvatns til margvíslegra nota. „Til dæmis taka ákveðin svæði á sig breytta mynd eftir veðráttu og árstíðum þegar pollar stækka og minnka," segir hún. „Þá færðum við sólarsellur niður af húsþökum og reistum hálf- gerð skýli, bæði gegn rigningu og sól. Þar gæti verið svona tilviljana- kenndur nágrannahittingur." Eyrún segir til standa að fyrstu íbúðirnar verði byggðar árið 2015 eða jafnvel fyrr, því töluverður áhugi sé á verkefninu ytra. olikr@frettabladid.is EYRÚN MARGRÉT STEFÁNSDÓTTIR Aldrei lengra tímabil með samfelldri snjóhulu sunnan- og vestanlands: Snjóamet slegið í höfuðborginni veður Snjór hefur nú legið yfir höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess samfleytt frá 26. nóvember. Aldrei áður frá upphafi mælinga hefur snjór verið samfleytt svo lengi á fyrri hluta vetrar, segir Trausti Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu íslands. „Þetta hefur ekki verið sérstak- lega mikil snjódýpt, en hann er óvenju þrálátur," segir Trausti. Ekk- ert bendir til þess að snjórinn fari á næstunni, þó að spáð sé örlítilli hláku um helgina. Snjórinn hefur ekki verið sér- staklega mikill allt tímabilið, en náði þó 21 sentímetra dýpt á þriðju- dag, segir Trausti. Að meðaltali hefur snjórinn verið á bilinu 13 til 14 sentímetra djúpur á tímabilinu. Þó að snjórinn hafi spillt færð hefur hann ekki valdið verulegum vand- ræðum. Það gerist yfirleitt ekki fyrr en snjórinn nær 28 til 30 sentímetra dýpt, segir Trausti. Desember hefur verið kaldur, METSnjórinn hefur ekki verið sérlega djúpur f höfuðborginni það sem af er vetri en hann hefur verið óvenju þrálátur. fréttablaðið/gva og miðað við mælingar í gær er mánuður frá því mælingar hófust, hann sautjándi kaldasti desember- segir Trausti. - bj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.