Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 50
sboðun 26 29. desember 2011 FIMMTUDAGUR Er hægt að koma í veg fyrir alvarleg vinnuslys? Öfyggismál Kristjin Krisbnsson öryggisstjóri nýframkvæmda hjá Landsvirkjun að er því miður fátt um stór- framkvæmdir hér á landi um þessar mundir. Þó eru nokkrar í gangi og ein þeirra er bygging Búðarhálsvirkjunar. Tæplega 300 manns hafa á haustmán- uðum unnið að þessu verkefni. Bygging virkjunar er flókið og hættulegt verk burtséð frá því að unnið er allt árið um kring og nánast í öllum veðrum. Áhættu- þættir eru margir, s.s. lang- ir vinnudagar, löng úthöld og síbreytilegar aðstæður. Eðlileg spurning er hvort hægt sé að koma í veg fyrir alvarleg vinnuslys við fram- kvæmdir sem þessar. Hafa ber í huga að aðstæður við bygg- ingu virkjana á hálendinu eru á margan hátt ósambærilegar við störf í byggð eða þar sem fram- kvæmdir eru meira og minna staðlaðar. Þegar Landsvirkjun hóf und- irbúning Búðarhálsvirkjun- ar var Iitið til reynslunnar frá Kárahnjúkavirkjun. Sú fram- kvæmd var risaframkvæmd á íslenskan mælikvarða en þar urðu því miður allt of mörg slys á framkvæmdatímanum. Ifram- kvæmdinni sjálfri og tengdum verkefnum urðu samtals 5 bana- slys og nokkur mjög alvarleg slys, auk fjölda smærri óhappa og slysa. Þótt Kárahnjúkavirkj- un sé margfalt stærri fram- kvæmd en Búðarhálsvirkjun er í grunninn um sömu verkþætti að ræða, þ.e. stöðvarhús, jarðgöng og stíflur. í ljósi reynslunnar frá Kára- hnjúkum var því ákveðið að setja öryggismál í Búðarháls- virkjun í forgang, allt frá hönn- un mannvirkja til framkvæmda á verkstað. Til að tryggja betur framgang öryggisstarfs var ákveðið að gera öryggismál að sérstökum greiðslulið í samn- ingum við verktaka, en slíkt er nýjung í verkum Landsvirkj- unar. Landsvirkjun greiðir þar með fyrir vinnu ákveð- inna starfsmanna verktakans sem sinna eingöngu öryggis- málum, bæði fræðslu og eftir- liti. Að auki fylgjast allir eftir- litsmenn Landsvirkjunar með því að öryggismálum sé sinnt í hverjum verkþætti. Hver vinnu- dagur hjá verktökum hefst með umræðum um verkefni dagsins með sérstakri áherslu á örygg- ismál. í Búðarhálsvirkjun er unnið eftir hugmyndafræði s.k. núll-slysastefnu. Hún gengur út á eftirfarandi atriði: ■ Núll-slysastefna snýst um umhyggju fyrir starfsmönn- um. ■ Við stefnum að vinnustað án slysa með sérstakri áherslu á að koma í veg fyrir alvar- leg slys. ■ Við teljum að flest vinnuslys séu fyrirsjáanleg og ef eitt- hvað er fyrirsjáanlegt er lík- legt að hægt sé að koma í veg fyrir það með markvissum aðgerðum. Óhöpp eru sjaldnast slys sem gerast bara eða verða skýrð með óheppni. Flest alvarleg slys eiga sér orsakir sem annað hvort eru vegna hættu- legra aðstæðna á vinnustað eða meðvitaðrar áhættuhegð- unar sem felst í broti á örygg- isreglum vinnustaðarins. 3 Með því að útiloka hættulegar aðstæður í vinnuumhverfinu og meðvitaða áhættuhegðun starfsmanna getum við komið í veg fyrir alvarleg slys. SB Öryggismenning er til staðar þegar búið er að útrýma með- vitaðri áhættuhegðun starfs- manna. Mjög erfitt er hins vegar við þær erfiðu aðstæð- ur sem eru á virkjunarstað að koma í veg fyrir ýmis óhöpp sem stafa af ómeðvit- aðri hegðun starfsmanna sem ekki er brot á öryggisreglum vinnustaðarins. Dæmi um slíkt er fall á jafnsléttu og ýmis handa- og fingraslys. Núll-slysastefna í verki er: ® Að sýna umhyggju og virð- ingu gagnvart samstarfs- félögum, sem sýnd er í verki á hverjum degi. ■ Að starfsmenn komi heilir á húfi og án áverka frá vinnu. ■ Að samþykkja ekki að slys séu eðlilegur atburður í vinnunni, jafnvel þótt þau séu smá. ■ Að öll slys og óhöpp séu skráð og krufin til mergjar og við- eigandi úrbætur settar í gang. a Að bera ábyrgð á eigin öryggi og þeirra sem vinna með þér. ■ Að spyrja sjálfan sig spurn- inga eins og hvað er það hættulegasta sem ég er að fara að fást við í dag og hvernig get ég dregið úr áhættunni? ■ Að ákveða að fara að reglum um öryggismál sjálfs sín vegna, en ekki bara af því að það er skylda. ■ Að láta vita ef maður verður vitni að hættulegu vinnulagi eða hættulegum aðstæðum. Vel hefur gengið að fá starfs- menn til að vinna eftir þessari hugmyndafræði, en þungamiðj- an í henni er velferð starfs- manna. Nú eru liðnir 14 mánuðir af framkvæmdatímanum, sem alls er áætlaður 38 mánuðir, og unnar hafa verið um 400 þúsund vinnustundir í verkinu. Á þeim tíma hefur ekkert alvarlegt vinnuslys orðið á vinnusvæðinu. Aðeins hefur orðið eitt slys sem leiddi til fjarvista frá vinnu, auk nokkurra óhappa sem ekki leiddu til fjarvista. Þetta er mjög viðunandi árangur við erfiðar aðstæður en hafa ber í huga að enn er langur framkvæmdatími eftir og ekki má slaka á kröfunum. Árang- urinn hingað til má að stórum hluta rekja til þess að verktakar. hafa verið mjög áhugasamir um að setja þennan málaflokk í for- gang. Þetta er mikið hagsmuna- mál fyrir þá þar sem erlend- ir verkkaupar horfa í auknum mæli til árangurs þeirra í öryggismálum. Það er því eftir miklu að slægjast að hafa góðan skráðan feril í öryggismálum. Sem svar við spurningunni í fyrirsögn greinarinnar þá teljum við að með markvissum forvarnaraðgerðum, þjálfun og samvinnu verkkaupa og verk- taka sé hægt að koma í veg fyrir alvarleg slys í stórframkvæmd- um. Þegar verkefninu lýkur kemur í ljós hvort þetta var raunhæft mat. Núll-slysastefnan leiðir jafnframt til meiri gæða framkvæmdarinnar í ljósi færri slysa og óhappa, meiri fram- leiðni, minni kostnaðar, betri samskipta og ánægðari starfs- manna. Allir græða á slysalaus- um vinnustað. É jjt.. Að auki fylgjast allir eftirlitsmenn | ý Landsvirkjunar með því að öryggismál- um sé sinnt í hverjum verkþætti. Hver vinnudagur hjá verktökum hefst með umræðum um verkefni dagsins með sérstakri áherslu á öryggismál. ÞRÍRTROMPETAR. ORGEL OG PÁiTUR! Ásgeir H. Steingrímsson, Eiríkur Örn Pálsson og Einar St. Jónsson trompet, Eggert Pálsson pákur og HörðurÁskelsson orgel Flutt verður hátíðatónlist eftir Vivaldi, Pezel, J.S. Bach, Albinoni og Charpentier. Aðgangseyrir: 2.900 kr. / 2.500 kr. Míðasala og nánari upplýsíngar í Hallgrímskirkju: sími 510 1000 • www.listvinafelag.is OG ÞÓRU EINARSDÓTTUR SÓPRAN Á sínum eftirsóttu jólatónleikum, sem nú eru haldnir í 30. sinn, býður Mótettukórinn áheyrendum sínum upp á hugljúfa tónlist frá ýmsum löndum. Erlendir kórfélagar leggja til jólalög frá sínum heimalöndum, Póllandi, Tékklandi, Hollandi og Þýskalandi og er sungið á móðurmáli þeirra. Einnig erflutt ný jólatónlist eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, Halldór Hauksson og Martin J. Cieslinski og jólalög eftirÁskel Jónsson, Sigvalda Kaldalóns, Hörð Áskelsson, aría úr Jólaóratóríunni eftir J.S. Bach o.fl. Björn Steinar Sólbergsson leikur á Klaisorgelið. Daði Kolbeinsson óbó, Áshildur Haraldsdóttir flauta. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Aðgangseyrir: 3.900 kr. / 3.000 kr. Að synda í skítköldum sjó jþróttif Sigrún Þ. Geirsdóttir þroskaþjálfi Fyrir rúmum þrem árum hringdi systir mín í mig og sagði mér að hún hefði skellt sér í sjósund. Mér fannst það frekar kjánalegt en var svo sem ekkert að láta hana heyra það. Gretti mig pínulítið hinum megin á símalín- unni og sagði „ó, en frábært" án þess að meina það alveg frá hjart- anu. En systir mín fór aftur og aftur í sjósund og dásamaði þetta alltaf meir og meir í hvert skipti. Heima sat ég hálf partinn undr- andi á henni en samt hreykin af dugnaði hennar og ákvað síðan að skella mér með, prófa bara einu sinni. Mitt fyrsta sjósund var 5. nóvember 2008 og mikið skelfi- lega var þetta kalt. Það var samt eitthvað við sjósundið, það má segja að það hafi verið svona gott- vont! Ég hef satt best að segja ekki stoppað að synda síðan. Eg hef synt hin ýmsu sjósund en það sem stendur upp úr er formlegt Viðeyjarsund sem ég þreytti nú síðasta sumar, ásamt tengdadótt- ur minni og vinkonu, og var þar með áttunda konan á Islandi til að synda það sund. Vissulega hef ég fengið að heyra ýmislegt þegar ég segi við fólk að ég stundi þessa íþrótt. Sumir segja að ég sé skrýtin, bara rugluð. Hef verið spurð hvort ekki sé bara hægt að fylla baðkarið af klökum og liggja þar, og álíka spurningar. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þennan pistil er sú að mig lang- ar að deila með ykkur hvað sjó- sund hefur gert fyrir mig. Áður en ég byrjaði í sjósundi var ég með mikinn áreynsluastma, hafði exem og nánast ekkert þol. Ég gat ekki labbað upp Esjuna öðruvísi en að stoppa nokkrum sinnum á leiðinni og kasta mæðinni. Ég var endalaust með steraáburð á lofti til að bera á mig og stóð á öndinni ef ég reyndi að hlaupa eitthvað og varð þá í framan á litinn eins og karfi. Núna er þetta allt horfið og þakka ég sjósundinu fyrir það. Ég skokka upp Esjuna án nokk- urra astmaeinkenna, fór meira að segja í fyrra upp á hæsta fjall stærsta jökuls Evrópu (Hvanna- dalshnjúk). Ég hljóp í sumar 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu og degi síðar synti ég formlegt Viðeyjarsund (4,3 km). Einnig er exemið nánast alveg horfið. Enginn sem mig þekkir hefði trúað því fyrir nokkrum árum að ég ætti eftir að gera þetta allt saman. Það sem gerist í líkamanum við það að fara í sjósund er að í kulda dragast æðarnar saman, pump- an fer alveg á fullt og álagið á hjartað eykst. Vissulega hljóm- ar þetta svakalegt en treystið mér, þetta hefur gert kraftaverk fyrir mig, bæði andlega og lík- amlega. Mér líður mun betur í dag og hlakka til að mæta í Naut- hólsvíkina góðu í hverri viku til að synda með vinum mínum. Ég stunda þetta ekki ein því það er fullt af fólki sem stundar þessa íþrótt og félagsskapurinn er frá- bær og mjög dýrmætur. Það eru allir glaðir í sjónum og pottinum, allir stoltir af sjálfum sér að taka þeirri áskorun að skella sér í sjó- inn í hvaða veðri sem er. Kæri lesandi, á nýársdag er nýárssundið okkar í Nauthóls- vík. Ég hlakka mikið til að byrja árið á því að hitta vini mína og synda með þeim. Ég skora á þig að setja þér markmið um að prófa og koma í Nauthólsvík og synda með okkur kl. 11. Hlakka til að sjá þig:-)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.