Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 12
Í tengslum við Aðalfund Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda – SFÚ verður haldinn opinn fundur um sjávarútvegsmál á Icelandair Hótel Natura (áður Hótel Loftleiðir), laugardaginn 12. nóvember nk. og hefst hann kl. 14:30. 1. Ávarp frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. 2. Framsögumenn: Elín Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri SFÚ Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrv. alþingismaður, áhugahópnum Betra kerfi. Ólafur Arnarson, hagfræðingur, Pressupenni og höfundur bókarinnar Sofandi að feigðarósi. 3. Pallborðsumræður Fundarstjóri: Sigurður Ingi Jónsson Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir Stjórn SFÚ – er vitlaust gefið? Samkeppni og fiskvinnsla Óuppgerðar sakir vegna ofurstyrkja Eins og kom fram í ítarlegri fréttaskýringu Frétta- tímans í síðustu viku er Kjartan Gunnarsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og nánasti samherji Davíðs Oddssonar um árabil, talinn vera hugmyndafræðingurinn að baki framboði Hönnu Birnu. Heimildarmenn blaðsins telja stuðning Kjartans, Björns Bjarnasonar og reyndar annarra einnig úr gamla flokkseigendafélaginu meðal annars reista á þeirri trú að þeir geti fremur haft áhrif á Hönnu Birnu en Bjarna. Samkvæmt innanbúðarmönnum í Sjálfstæðis- flokknum mun þó önnur og ekki veigaminni ástæða vera fyrir áhuga Kjartans á framboði Hönnu. Og sú er að Kjartan telji sig eiga óuppgerðar sakir við Bjarna. Hornið sem Kjartan er sagður hafa í síðu Bjarna má rekja til ofurstyrkjamálsins sem reyndist Sjálfstæðisflokknum svo þungbært í aðdraganda kosninganna 2009. Stöð 2 upplýsti það vor að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði þegið samtals um 60 milljónir króna frá Landsbankanum og FL Group árið 2006. Um það leyti var Kjartan að undirbúa að hætta sem framkvæmdastjóri flokksins og Andri Óttarsson að taka við starfinu. Þegar Kjartan var spurður vorið 2009 um aðkomu hans að málinu sagðist hann fyrst hafa heyrt af styrk FL Group til flokksins í fréttum Stöðvar 2 og málið væri honum algjörlega óviðkomandi. Bjarni, sem var þá nýtekinn við sem formaður, hafði hins vegar allt aðra sögu að segja þegar hann var spurður hvort það stæðist að Kjartan, sem var enn framkvæmdastjóri flokksins þegar styrkirnir voru greiddir inn á reikn- ingana í Valhöll, hefði ekki vitað af þeim: „Fyrir mér er það augljóst að þeir sem voru hér á skrifstofunni og gegndu æðstu embættisstörfum höfðu vitneskju um að styrkur hafði borist. [...] Þetta voru mistök. Það var rangt mat að það væri eðlilegt að færa þetta fé í bækur flokksins,“ lét Bjarni hafa eftir sér. Rétt er að rifja upp að Kjartan hafði óskað eftir því að láta af störfum sem framkvæmdastjóri 3. október 2006 en hætti formlega störfum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn 4. janúar 2007. Ofurstyrkirnir bárust hins vegar í desember 2006. Heimildarmenn Fréttatímans segja að Kjartan hafi sviðið mjög að Bjarni skyldi tala svo hreinskilnislega, enda hafi hann með þessum orðum nánast sagt fullum fetum Kjartan hafa logið. Og fyrir það þurfi hann nú að kvitta. Stutt og snörp barátta Tæp vika er til Landsfundar Sjálfstæðisflokksins þar sem kosið verður milli Bjarna Benediktssonar og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. K osningabaráttan fyrir for-mannskjör Sjál fstæðis -flokksins verður stutt og snörp. Að minnsta kosti sú opin- bera. Jarðvegurinn fyrir mótfram- boð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur hafði auðvitað verið plægður lengi áður en hún lýsti formlega yfir framboði í síðustu viku. Hanna Birna hefur gert víðreist um land undanfarna daga og fleiri fundir bíða hennar. Formaðurinn Bjarni Benediktsson hefur ýmsum öðrum skyldum að gegna samhliða því að sinna kosningabaráttunni. Hann mun til dæmis funda í dag, föstu- dag, með David Cameron, forsætis- ráðherra Bretlands í London. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur síðdegis fimmtudag- inn 17. nóvember og því skammur tími til stefnu fyrir for- mannsframbjóðendurna. Aðspurður um hvort Bjarni muni efna til sér- stakrar fundaraðar í til- efni mótframboðsins, segir Sigurður Kári Kristjánsson, aðstoðar- maður hans, að Bjarni hafi nýlokið hringferð um landið með um tutt- ugu viðkomustöðum þar sem far- ið hafi verið yfir efna- hagstillögur Sjálfstæðisflokksins og stjórnmálaástandið almennt. „Á þessum fundum var líka rætt allt milli heima og geima og þannig verður það áfram næstu daga.“ Sig- urður Kári bendir á að Bjarni muni hitta fjölda fólks í vikunni sem er framundan enda sé það hluti af skipulagsstarfi formanns fyrir Landsfund. Bjarni er í London í dag á ráðstefnu íhaldsflokka. Þar mun hann eiga fund með David Came- ron, forsætisráðherra Bretlands og munu þeir, að sögn Sigurðar Kára, meðal annars ræða efnahags- og fjármál í Evrópu. Hanna Birna hefur gert víðreist og fundað með sjálfstæðismönnum frá því hún tilkynnti um framboð sitt. Síðastliðinn laugardag var hún á Ísafirði, á þriðjudag á Egilsstöðum og Reyðarfirði, á miðvikudag á Akranesi og Akureyri, á fimmtudag á Hellu og Selfossi, og í dag, föstu- dag, verður hún í Vest- mannaeyjum. Á laugar- dag heimsækir hún svo í Reykjanesbæ og jafnvel fleiri staði á Suðurnesjum. Með Hönnu í för er Halldór Halldórsson, formaður Landssambands íslenskra sveitarfé- laga, en hann hefur að- stoð- að hana við skipulag fundanna. „Þetta hefur fyrst og fremst ver- ið ótrúlega gaman,“ segir Hanna Birna. „Það er mikil stemmning og kraftur meðal sjálfstæðismanna um allt land.“ Aðspurð hvort hún óttist að baráttan kunni að snúast uppi í leðjuslag segist Hanna Birna ekki óttast það. „Það eru nú stærri mál en formannskjör sem brenna á fólki og ég er sannfærð um að þetta formannskjör mun vera flokknum til sóma og styrka hann og okkur öll.” -jk Frá fundi Hönnu Birnu á Ísafirði um síðustu helgi. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Kjartan Gunnarsson. Er sagður hugmyndafræð- ingurinn á bakvið framboð Hönnu Birnu.  FormannsKjör annasöm viKa Framundan Fyrir LandsFund Tveir styðja Hönnu Birnu opinberlega Tveir af níu borgar- og varaborgar- fulltrúum Sjálfstæðisflokksins styðja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur opinberlega samkvæmt könnun Fréttatímans. Einn styður Bjarna Benediktsson, núverandi formann. Hringt var í alla níu fulltrúana og sögðust sex þeirra ekki gefa upp hvort þau styddu Hönnu Birnu eða Bjarna. -óhþ Svör fulltrúana voru eftirfarandi: Júlíus Vífill Ingvarsson: Hanna Birna. Kjartan Magnússon: Gefur ekki upp. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir: Hanna Birna. Gísli Marteinn Baldursson Gefur ekki upp. Geir Sveinsson: Gefur ekki upp. Áslaug M. Friðriksdóttir: Gefur ekki upp. Jórunn Ósk Frímannsd.: Gefur ekki upp. Hildur Sverrisdóttir: Bjarni Ben. Marta Guðjónsdóttir: Gefur ekki upp. Bjarni Benediktsson fundar með David Cameron í Lundúnum í dag, föstudag. Getur þú verið heimilisvinur Dieter? www.soleyogfelagar.is 12 fréttir Helgin 11.-13. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.