Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 72

Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 72
72 bíó Helgin 11.-13. nóvember 2011 G eorge Clooney hefur sýnt og sannað með Confes-sions of a Dangerous Mind og fyrst og fremst Good Night, and Good Luck að hann er frambærilegur leikstjóri sem er óhræddur við að vera pólitískur. Auk þess að leikstýra og leika í Ides of March er hann einn þriggja handritshöfunda ásamt Grant Heslov og Beau Willimon. Handritið er unnið upp úr leikriti Willimons, Farragut North, frá árinu 2008. Myndin á sér stað bak við tjöldin í harðri baráttu frambjóðenda um tilnefningu Demókrataflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna. Hugsjónamaðurinn ungi Steven Myers, sem Ryan Gosling leikur, er í forgrunni. Hann er þrátt fyrir ungan aldur talinn einn besti kosningastjórinn í Bandaríkj- unum. Skjólstæðingur hans er Mike Morris, ríkisstjóri í Pennsylvaníu, sem sækist eftir út- nefningu flokks síns. Clooney leikur Morris sem hefur gengið allt í haginn og er kominn langleiðina með að tryggja forsetaframboð sitt. Michael Mantell leikur helsta keppinaut Morris, ríkisstjórann Ted Pullmann frá Arkansas. Frambjóðendurnir eru komnir til Ohio þar sem þeir etja kappi og reyna báðir að tryggja sér stuðning öldungardeildarþing- manns sem Jeffrey Wright leikur en hann hef- ur á undanförnum árum helst vakið athygli sem CIA-maðurinn Felix Leiter í nýju James Bond myndunum með Daniel Craig. Takist Morris að tryggja sér stuðninginn er hann nánast kominn alla leið en takist andstæðingn- um slíkt hið sama getur allt gerst. Og í Ohio æsast leikar og margir fram- sóknarrýtingar fara á loft og flestum beint að baki Morris. Fláráður kosningastjóri Pull- manns, leikinn af hinum frábæra Paul Gia- matti, boðar Myers á sinn fund og reynir að fá hann til þess að skipta um lið. Myers gefur sig ekki og segist hafa fulla trú á sínum manni og ætli að fylgja honum á leiðarenda. Giamatti gefur lítið fyrir heiðarleika og trúfestu í stjórnmálum og fullyrðir að áður en upp verði staðið muni Myers svíkja sjálfan sig og allt sem hann trúir á til þess að komast áfram. Flækjustigið hækkar enn þegar Myers byrjar að sofa hjá ungri stúlku sem Evan Rachel Wood leikur. Hún er lærlingur á kosningaskrifstofu Morris og dóttir formanns landsnefndar Demókrata- flokksins. Þá blandast Marisa Tomei í spilið í hlutverki harðrar blaðakonu frá New York Ti- mes sem þjarmar að kosningastjóranum unga. Í öllum þessum hamagangi koma ljót og við- kvæm leyndarmál fram í dagsljósið og setið er á svikráðum í hverju skúmaskoti þannig að hver er næstur sjálfum sér í þessum pólitíska hráskinnaleik og hinn hjartahreini Myers kemst að því fullu verði að heiðarleiki er ekki hollt veganesti í pólitík. Myndin var tilnefnd til Gullna ljónsins á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og George Clooney fékk sérstök heiðursverðlaun, Brian- verðlaunin, fyrir leikstjórnina. Aðrir miðlar: Imdb: 7.5, Rotten Tomatoes: 85%, Metacritic: 67/100.  Clooney oG GoslinG KosninGabarátta í anda shaKespeares George Clooney leikstýrir pólitísku spennumyndinni Ides of March sem sækir titil sinn í leikrit Shakespeares um Júlíus Sesar með vísan til þess að nánir samstarfsmenn og vinir Seasar tóku þátt í að myrða hann þann 15. mars árið 44 fyrir Krist. Clooney hefur safnað í kringum sig firnasterkum leikarahópi þar sem Ryan Gosling, Philip Seymour Hoffman, Paul Giamatti, Evan Rachel Wood og Marisa Tomei láta til sín taka ásamt Clooney sjálfum. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Pólitísk svikráð í mars Ryan Gosling stendur þétt að baki George Clooney í kosningabaráttunni en mun hann enda í hlutverki Brútusar?  Frumsýndar Ben Stiller leikur hrak- fallabálkinn Josh Kovacs sem tapar öllu sínu fé, þar á meðal lífeyrissparnaði, þegar pýramídasvindl hrappsins Arthurs Shaw hrynur. Shaw, sem er leikinn af gamla brýninu Alan Alda, er haldið í stofufangelsi í svítu sinni í turnbyggingu á Manhattan þar sem hann býður dóms. Kovacs finnst hann hafa það grunsamlega gott í turninum og kemst að því að þar lúrir Shaw á tuttugu milljón dollara. Kovacs ákveður að launa svindlaranum lambið gráa og safnar saman liði til þess að ræna falda fénu úr turninum. Brett Ratner leikstýrir fulltrúum þriggja kynslóða gamanleikara, Alda, Murphy og Stiller, í þessu spennugríni en Ratner á að baki myndir eins og X-Men: The Last Stand, Red Dragon og Rush Hour. Í öðrum hlutverkum er ágætisfólk á borð við Casey Affleck, Matthew Broderick og Téa Leoni. Aðrir miðlar: Imdb: 6.7, Rotten Tomatoes: 70%, Metacritic: 59/100. Fyndnir menn fremja rán Ferðasaga Bakka-Baldurs Þorfinnur Guðnason hefur getið sér gott orð fyrir heimildarmyndir sínar en á meðal verka hans eru hinar ógleyman- legu myndir um Lalla Johns og hagamúsina Óskar. Nýj- asta mynd Þorfinns er frumsýnd í Bíó Paradís í dag, föstudag, en þar segir af Baldri Þórarinssyni frá Bakka í Svarfaðardal sem hefur í tíu ár átt sér þann draum að leggja land undir fót og heimsækja gamlan vin sem býr á eyju í miðju Kyrrahafi. En þau eru mörg ljónin á veginum frá Bakka að Stóru-Eyju, sem er hinum megin á hnettinum.  Frumsýndar Human Centipede 2 Hryllingsmyndin The Human Centipede var ágæt fyrir sinn hatt en ekki var hún sérlega geðsleg enda fjallaði hún um bilaðan skurðlækni sem saumaði saman þrjár manneskjur og gerði úr þeim gróteska margfætlu. Ekki tekur betra við í framhaldinu þar sem kynferðislega brenglaður aðdáandi fyrri myndarinnar ákveður að gera enn betur en persóna þeirrar myndar og stefnir að því að sauma saman tólf manneskjur og nauðga konunni sem er öftust í halarófunni. Myndin er ekki fyrir viðkvæma og er stranglega bönnuð innan 18 ára. Aðrir miðlar: Imdb: 4.4, Rotten Tomatoes: 26%, Metacritic: 17/100. Flækjustigið hækkar enn þegar Myers byrjar að sofa hjá ungri stúlku sem Evan Rachel Wood leikur. Mike Morris stefnir á forseta- framboð fyrir Demókrataflokk- inn með hjálp besta kosninga- stjóra landsins, Steven Myers. Smáralind 201 Kópavogur Hverafold 1-3 112 Reykjavík 511 1710 svanhvit@svanhvit.is www.svanhvit.is Opnunartími Hverafold: Virka daga 8:00–18:00 og föstudaga 8:00–18:30 Opnunartími í Smáralind: Virka daga 11:00–19:00 og laugardaga 11:00–18:00 SKYRTUTILBOÐ! 300 kr. skyrtan – ef komið er með þrjár eða fleiri í einu. Ófreskja í Paradís Sci-fi klúbburinn Zardoz heldur sína þriðju kvik- myndasýningu á föstudaginn en þá er fyrirhugað að sýna Alien, meistaraverk Ridley Scott frá árinu 1979. Í myndinni sam- einaði Scott meistaralega tvær kvikmyndagreinar; hryllinginn og vísindaskáld- skapinn, í mynd sem tók ófáa áhorfendur á taugum á sínum tíma. Framhalds- myndirnar eru orðnar þrjár og leikstjórinn vinnur nú að laustengdnum forleik þessa meistaraverks. Í aðalhlutverkum eru þau Sigourney Weaer, Tom Skerrit, Ian Holm, Harry Dean Stanton og John Hurt. Sýningin hefst stundvíslega klukkan 20:00 í Bíó Paradís.  ÓsKarinn allt í ruGli Prúðuleikararnir í stað Murphy Allt er í uppnámi í kringum undirbúning Óskars- verðlaunahátíðarinnar, sem verður haldin í Los Angeles í febrúar, eftir að leikstjórinn Brett Ratner hætti sem framleiðandi hátíðarinnar sem er jafnan mikið og glassúrhúðað sjónarspil. Ratner hafði fengið Eddie Murphy til þess að kynna herlegheitin en þeim varð vel til vina þegar Ratner leikstýrði Murphy í The Tower Heist. Murphy kaus að fylgja félaga sínum, hætti við að kynna og tilkynnti það í vikunni. Brian Grazer hefur tekið við framleiðslunni. Kynninn vantar hins vegar og stungið hefur verið upp á að hinir sprellfjörugu Prúðuleikarar taki verkið að sér. Facebook-síða þar sem hvatt er til þess að Prúðuleikurunum verði fengið þetta vandasama verkefni var stofnuð í febrúar og eftir að Murphy gekk úr skaftinu hefur hugmyndin fengið byr undir báða vængi. Eða hvað? Disney á bæði Prúðuleikarana og ABC sjónvarps- stöðina sem sendir út frá Óskarnum auk þess sem fyrirtækið sendir frá sér nýja bíómynd um Prúðuleikarana í lok þessa mánaðar þannig að grunur leikur á að hér sé um eina allsherjar auglýsinga- brellu að ræða. Svínka og Kermit yrðu varla í neinum vandræðum með því að afhenda nokkra Óskara og láta vel valda brandara fylgja með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.