Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.10.2012, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 19.10.2012, Blaðsíða 38
Ef ég man rétt Minnið er sérkennilegt fyrirbrigði. Sumt man maður, annað gleymist. Eflaust er það vörn líkama og sálar að gleyma enda ómögu- legt að burðast endalaust með allt sem gerist. Samt gæti maður þegið að muna sumt betur, að minnsta kosti var það svo á skóladögum þegar taka þurfti próf. Þá var ekki á það að treysta að allt sem lesið var festist í minni. Margt staldrar þó við í kollinum á langri leið, sem betur fer. Þannig man maður eftir fólki, stöðum, atburðum og öðru því sem á fjörur rekur. Sumt upplifir maður sjálfur, annað festist í huganum eftir lestur, hlustun eða áhorf. Ýmsir muna atburði tiltölulega snemma úr æsku. Það á ekki við um mig. Eitt og eitt atvik kannski en varla mikið fyrir sex til sjö ára aldur. Ég minnist þess að hafa farið í tíma- kennslu sex ára. Á það ráð var brugðið í mínu ungdæmi til að búa börn undir barnaskóla- nám. Ég man ekki eftir náminu, sem eflaust var í léttari kantinum, heldur að mér þótti langt að fara gangandi. Annað sem ég man frá því að ég var sjö ára eru danstímar í gamla skátaheimilinu við Snorrabraut í Reykjavík. Amma mín kostaði dansnámskeiðið, taldi án efa að yngispilturinn hefði gott af fótamenntinni. Mér þótti þeim tíma hins vegar illa varið, vildi frekar vera í fót- bolta. Það varð því ekki af framhaldsnámi sem eflaust hefði komið sér vel síðar á lífsleiðinni. Það þriðja sem ég man frá þessu aldurs- skeiði er fyrsta ferð mín til sveitardvalar, þá á áttunda ári. Væntanlega man ég það vegna þeirrar röskunar það er fyrir barn að fara í fyrsta skipti úr foreldrahúsum. Vel var tekið á móti mér í sveitinni, enda fór ég þangað mörg sumur í viðbót – og tel mig muna eftir hverri þúfu þar á bæ. Við hjónakornin förum stundum með barnabörn, á aldrinum þriggja til sex ára, á leiksýningar eða aðra viðburði. Það er dásam- legt og vonandi þroskandi og skemmtilegt fyrir börnin – eins og það er fyrir okkur. Litlar líkur eru samt á því að þau muni þetta þegar þau verða stór. Það verður bara að taka því. Oft er treyst á minni þeirra sem eldri eru og nú nýt ég þeirrar virðingarstöðu að vera elstur á vinnustaðnum. Það þarf að vísu ekki mikið til, innan um mig er að mestu ungt fólk, frá tví- tugu upp í fertugt – aðeins stöku maður eldri en það. Það kemur því fyrir að ég er spurður um atburði fortíðar, treyst á að ég sé með þá kórrétta í kollinum. Ég ber mig mannalega og svara eftir minni, tel mig raunar fara létt með það enda man ég hvar ég var staddur þegar fréttin barst um morð Kennedys Bandaríkjaforseta í nóvember 1963. Sá minnisverði atburður gerðist löngu áður en þorri samstarfsmanna minna fæddist – svo það er ekki óeðlilegt að maður láti drýginda- lega og þykist muna sitt af hverju. En er það sem maður þykist muna rétt – eða eru þetta aðeins glefsur, misréttar eða rangar eftir atvikum? Í helgarpistli nýverið rifjaði ég upp minningar frá áratugavist á DV, meðan það var og hét, meðal annars sextugs- afmæli Silju Aðalsteinsdóttur, menningarrit- stjóra blaðsins, fyrir níu árum. Þar kom fram að við vinnufélagarnir hefðum fært henni að gjöf stækkaða blaðsíðu úr Þjóðviljanum frá fæðingardegi hennar. Síðan var óbreytt nema hvað – okkur og Silju til gamans og yndisauka – nýttum við tölvutæknina og stungum við inn lítilli frétt um fæðingu hennar, sem merk þótti fyrir þær sakir að meybarnið fæddist altalandi. Öll var þessi frásögn sönn og rétt, eins og fram kom í netspjalli okkar Silju í framhaldi þessa – nema hvað eiginmaður hennar, Gunnar Karlsson sagnfræðipró- fessor, benti á af fræðilegri nákvæmni að síðan var alls ekki úr Þjóðviljanum heldur Vísi, annars forvera DV. Ég taldi, níu árum eftir afmælisveisluna, víst að við, starfssystkin Silju, hefðum nýtt okkur blað byltingarinnar til gamanmálanna, því blaði sem Silja ritstýrði fyrst kvenna, en ekki hið borgaralega Reykjavíkur- blað, Vísi. Svo var hins vegar ekki. Síðan sjálf, Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i SIMPLY CLEVER ŠKODA Octavia Driver’s Edition Upplifðu enn meiri ŠKODA. Aukabúnaður í Driver’s EditionŠKODA bifreiðar eru þekktar fyrir sparneytni og lága bilanatíðni. Það þekkja hinir fjölmörgu Škoda eigendur á Íslandi best. ŠKODA Octavia 1.6 TDI eyðir aðeins 4,5 lítrum á hverja hundrað kílómetra og er margverðlaunaður í sparakstri. Nú er komin glæsileg viðhafnarútgáfa, Octavia Driver’s Edition sem gerir akstursupplifunina enn meiri og skemmtilegri. ŠKODA Octavia Driver’s Edition kostar frá kr*: 3.740.000,- *Octavia Driver’s Edition 1.6 TDI, 105 hestöfl, beinskiptur Bolero hljómtæki með 6 diska magasíni og 12 hátölurum 15” álfelgur „PYXIS“ Fjarstýring í stýri fyrir útvarp Sóllúga Nálgunarvarar að aftanverðu Fullkomið Bluetooth Premium kerfi með fjar­ stýringu í stýri fyrir síma Umboðsmenn Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · Hekla Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði 38 viðhorf Helgin 19.-21. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.