Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.02.2013, Page 19

Fréttatíminn - 22.02.2013, Page 19
Fitul’til og pr—teinr’k . . . … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS jafnlaunavottun.vr.is Óútskýrður launamunur kynjanna innan VR er nú 9,4%. Með Jafnlaunavottun VR geta framsækin fyrirtæki látið gera faglega úttekt á því hvort innan veggja þeirra séu greidd mishá laun fyrir jafnverðmæt störf. Leiðréttum launamun kynjanna. marktækt núna vegna þess að það er enginn til í að gera eitt eða neitt. En mér finnst einhvern veginn menn vera svo sparir á þessar hug- myndir. Hvað vita borgarbúar um allar þessar pælingar? Það á að gera fullt af fínum hlutum uppi við Hlemm. Það stendur til að gera fullt í kringum Laugaveginn og það er verið að pæla í hugmyndum um að gera Hofsvallagötuna að einhvers konar vistgötu frá Mela- búðinni og upp að hringtorgi. Alls staðar eru einhverjar pælingar í gangi en borgarbúar vita ekkert um þetta. Ég á hund sem ég labba með um Vesturbæinn og þar er ótrúlega mikið af húsum sem má alveg leyfa fólki að hækka um eina hæð. Og koma einni fjölskyldu til við- bótar fyrir. Þeir sem eiga húsið eiga þá kannski möguleika á að skapa sér tekjur og þetta þarf ekki að skemma eitt né neitt.“ Íslendingar aldrei sammála Og leikstjórinn heldur áfram og þótt hann sé rólegur á yfirborðinu er ljóst að málið brennur á honum. „Við Íslendingar getum aldrei ver- ið sammála um eitt né neitt. Núna vill maður byggja hótel þar sem Landsímahúsið stendur. Og það eru allir brjálaðir út af því og vilja frekar fá alþingi þangað inn. Eins og alþingi er nú mannlífsskapandi vinnustaður. Það er ekki alþingis- mönnunum að kenna en það er dauður vinnustaður. Af hverju ekki að fá hótel? Þá er kvartað yfir því að stórar rútur muni koma. Ég bý þarna við hliðina á og það er einstaka sinnum sem rútur eða stórir bílar koma þarna í gegn. Og ég segi „so what? So what?“ Við getum aldrei verið sammála.“ Draumurinn um að breyta öllu Guðjón segist ekki hafa hug- mynd um hvað taki við þegar Fyrirheitna landinu lýkur. „Nei. Ég er nú ekki að velta mér upp úr slíku á mínum aldri. Það eru ein- hverjar pælingar og hugleiðingar sem kannski verða að einhverju. Ég hef nú samt alltaf öfundað fólk sem hefur kjark til að breyta al- gjörlega um líf. Mér hefur alltaf fundist þannig fólk áhugavert en ég hef ekki enn haft þann kjark. En mér leiðist ekki leikhúsið og finnst það mjög skemmtilegur vinnustaður. Ég held það blundi einhvern veginn í öllum að vilja skilja eitthvað eftir sig. Ég öfunda fólk sem er með litla búð eða lítinn veitingastað og skilur eitt- hvað svona eftir fyrir börnin sín en þetta er kannski bara einhver rómantík,“ segir leikstjórinn sem hefur ef til vill ekki enn fundið fyrirheitna landið. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.