Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.04.2012, Qupperneq 41

Fréttatíminn - 27.04.2012, Qupperneq 41
Helgin 27.-29. apríl 2012 framkvæmdir 41  Húshornið Sérfræðingar HúSeigendafélagSinS og Si leySa vandann HúSHornið snýr aftur í næsta blaði. Lesendur Fréttatímans geta sent fyrirspurnir er varða framkvæmdir og viðhald húsa á netfangið hushorn@huso.is HúSHornið er unnið í samvinnu við Húseigendafélagið, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök iðnaðarins. Eru rafmagnsmálin í lagi á þínu heimili r afmagnstaflan er hjarta rafkerfisins í hverju húsi. Um hana fer allt rafmagn sem notað er á heimilinu. Öryggin í rafmagnstöflunni eiga að varna því að of mikið álag eða skamm- hlaup valdi tjóni. Í eldri töflum eru bræðivör sem skipta þarf um þegar þau springa en í nýrri töflum eru varrofar sem slá út við bilun eða of mikið álag. Gamlar og illa farnar rafmangstöflur geta verið hættu- legar, ekki síst ef þær eru úr tré eða staðsettar inni í skápum þar sem nóg er um eldsmat. Bent skal á að í öllum rafmagnstöflum er mikilvægt að hafa skýrar og læsi- legar merkingar sem sýna meðal annars hvaða öryggi og hversu sterk eru fyrir hvern húshluta. Lekastraumsrofinn Eitt helsta öryggistæki rafkerfis- ins er lekastraumsrofinn. Ef út- leiðsla verður í raflögn, til dæmis vegna bilunar í jarðtengdu tæki, á rofinn að slá út og rjúfa allan straum. Lekastraumsrofi kemur ekki að tilætluðum notum nema raflögnin sé jarðtengd og kanna þarf reglulega hvort hann virki með því að ýta á prófhnappinn. Innstungur Við sækjum rafmagn fyrir þau tæki sem við notum í innstungur (tengla). Þær ættu að vera sem víðast í hverri íbúð, helst fleiri en ein í hverju herbergi. Innstungur þurfa að vera vel festar og tengi- klær eiga að sitja tryggilega í þeim því að sambandsleysið getur valdið hita. Áríðandi er að skipta strax um brotin lok á innstungum til að varna því að heimilisfólk eða gestir komist í snertingu við rafmagn. Hægt er að fá innstungur með barnavörn og ýmsan annan búnað til að varna því að óvitar stingi hlutum í þær og skaði sig. Ljósarofar Á hverjum degi notum við ljósarofa til þess að kveikja og slökkva ljósin. Oft þarf að þreifa eftir rofum í myrkri. Þess vegna er afar brýnt að þeir séu vel festir, heilir og óbrotnir þannig að sem minnst hætta sé á að notandinn fái straum úr þeim. Rofar slitna með tímanum og sambandsleysi í þeim getur bæði verið óþægilegt og var- hugavert. Leiðslur og klær Leiðslur (lausataugar) flytja rafmagnið frá innstungunum í raftækin. Stundum þarf að nota fjöltengi (fjöltengla) og þá er vert að hafa í huga að ekki er gott að hafa mörg orkufrek raftæki tengd í eitt og sama fjöltengið. Einnig er varasamt að flytja rafmagn langar leiðir með grönnum, ójarðtengdum framlengingarleiðslum. Brotnar klær og leiðslur með skemmdri einangrun bjóða hættunni heim. Jafnframt þarf að gæta þess að raftæki sem eiga að vera jarðtengd séu tengd í jarðtengdar innstungur og jarðtengingin ekki rofin með ójarðtengdu fjöltengi eða fram- lengingarleiðslu. Þetta á ekki síst við um tölvur og ýmsan tölvu- búnað. Ljós og önnur raftæki Oft má ráða af ljósum og öðrum raftækjum hvort eitthvað er at- hugavert við rafkerfið. Ef skipta þarf oftar um perur í einu ljósa- stæði en öðru getur það meðal annars bent til bilunar. Ástæða er til að minna á að röng stærð eða gerð af peru getur orsakað bruna vegna þess hita sem myndast í ljósastæðinu. Til að mynda er vara- samt að nota spegilperur í ljósa- stæði sem ekki eru sérstaklega gerð fyrir slíkar Ef þú telur að ekki sé allt í lagi með rafmagnið á heimilinu skaltu fá löggiltan rafverktaka í lið með þér til að tryggja öryggi fjölskyld- unnar. Vanræksla og fúsk getur reynst dýrkeypt og valdið ómæld- um skaða. Auðvelt er að finna löggiltan rafverktaka á vefnum www.sart. is. Þar er einnig hægt að taka „rafmagnsprófið“ en niðurstöður þess segja til um ástand raflagna á heimilinu. Ásbjörn R Jóhannesson hushorn@huso.is Oft má ráða af ljósum og öðrum heimilistækjum hvort eitthvað athugavert er við rafkerfið. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni kynnir byggingu 49 þjónustuíbúða að Hólabergi 84 í Reykjavík. Íbúðirnar verða tengdar við Menningarmiðstöðina Gerðuberg þar sem mikið og öugt félagslíf er fyrir eldri borgara. Að auki er bókasafn staðsett í Gerðubergi sem og mötuneyti. Í nánasta umhver Gerðubergs er heilsugæsla, tannlæknastofa, bakarí, Fella- og Hólakirkja auk þess sem Breiðholtslaug er hinum megin götunnar. GLÆSILEGAR ÍBÚÐIR FYRIR ELDRI BORGARA K YN N I R Hólaberg 84, Reykjavík FAGRABERG Allar nánari upplýsingar á www.fagraberg.is Söluaðili: Byr fasteignasala Sími: 483 5800 - www.byrfasteign.is Byggingaraðili: Sveinbjörn Sigurðsson hf. www.fagraberg.is ÍBÚÐIRNAR VERÐA TILBÚNA R TIL AFHENDINGAR Í NÓVEM BER! Verð frá: 65 fm íbúð, stæði í bílakjallara 22.292.000,- kr.* 90 fm íbúð, stæði í bílakjallara 30.085.000,- kr.* * Verð miðast við byggingavísitölu í apríl 2012.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.