Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.04.2012, Qupperneq 54

Fréttatíminn - 27.04.2012, Qupperneq 54
Helgin 27.-29. apríl 201254 tíska 5 dagar dress Íslensk hönnun í miklu uppáhaldi „Ég er með mjög einfaldan stíl. Klæðist helst buxum og jökkum og reyni svo að skreyta mig með skarti eða öðrum fylgihlutum,“ segir Eva Margrét Krist- insdóttir, 26 ára laganemi á síðasta ári í Háskólanum í Reykja- tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Kvenþjóðin sem þjáist fyrir tískuna Kynsystur mínar eiga það til að þjást fyrir tískuna. Þær klæðast óþægilegum fatnaði, eyða aleigunni í klippingu, litun, neglur og vax án þess að tíma því og þeim leiðist örugglega mörgum að mála sig uppá dag hvern, en gera það samt. Ríkjandi útlits- dýrkun setur þessar háu kröfur á okkur kvenþjóð- ina. Við erum vön að sjá Hollywood-stjörnurnar klæðast níðþröngum korselettum og spandex-bux- um sem halda maganum inni og virðist sem þær geri þetta auðveldlega – án þjáninga. En ætli þessar stjörnur fái ekki að þjást fyrir tískuna? Ég rakst á glænýja könnun á veraldarvefn- um sem segir til um óþægilegustu tískutrendin sem við konur sættum okkur við. Í því fyrsta eru támjóu hælaskórnir með himinnháu hælnunum, sem varla er hægt að ganga á. Í öðru sæti voru þröng korselett sem gera mittið mjótt og línurnar ávalar og í því þriðja voru Push-up brjóstahaldarnir sem henda brjóstunum upp að hálsi. Öll þessi þrjú trend sjáum við daglega í glanstímaritum þar sem dömurnar á rauðadreglinum brosa sjálfsöruggar, og að því er virðist – í þægilegasta klæðnaði heimi. Þessi sama könnun sýndi þó að aðeins tæplega 37 prósent kvenna þjáist fyrir tískuna. Breskar konur í þúsundatali tóku þátt í könnuninni og virðist sem þær séu ekki eins uppteknar af tísku og maður hefði haldið. En hlutfallið er misjafn milli landa og er ég alveg handviss um að konur hér á landi þjáist meira fyrir tískuna en í mörgum öðrum nágranna- löndum. Þriðjudagur Skór: Dr. Martens Buxur: American Apperal Skyrta: Forever21 Jakki: Zara Mánudagur Skór: Timberland Buxur: Forever21 Skyrta: American Apperal Hálsmen: Topshop Vesti: Urban Outfitters Miðvikudagur Skór: Timberland Buxur: American Apperal Skyrta: American Apperal Jakki: Urban Outfitters Eyrnalokkar: H&M Fimmtudagur Skór: Camper Kjóll: Second Hand Föstudagur Skór: Marc By Marc Jacobs Kjóll: Second Hand vík. „Mér finnst skemmtilegt að kaupa góðar vörur og blanda þeim við ódýrar. Íslensk hönnun er í miklu uppáhaldi hjá mér og þá sérstaklega Spakmanns- spjarir og vörurnar í Kiosk. Inn á milli versla ég í þessum lágverðs-vöruverslunum eins og H&M og Forever21 þar sem alltaf er hægt að finna eitthvað á góðu verði. Nú er ég nýkomin af tónlistahátíðinni Coachella sem haldin er í Kaliforníu á hverju ári og að sjálfsögðu notaði ég tækifærið og verslaði mikið í þessum helstu búðum sem Bandaríkin bjóða upp á.“ Leyndur hæfileiki Miröndu Victorias Secret-fyrirsætan Miranda Kerr er hæfileikarík kona en hún hefur skrifað nokkrar bækur, rekið fyrirtækið sitt Kora Organics með miklum hagnaði ásamt því að sinna fjölskyldu sinni og fyrirsætuferli af miklum dugnaði. Þar með er þó ekki allt upptalið en í nýlegu viðtali við breska tímaritið Vogue segist hún búa yfir áður leyndum hæfileika sem hún sinnir þó aðeins í einkalífinu. „Ég hef sungið inn á marga geisla- diska gegnum ævina sem eru ekki til spilunar fyrir aðra en mig. Ég geymi þá á góðum stað og passa að enginn fái að heyra. Það er þó aldrei að vita nema ég skipti um skoðun í framtíðinni og gefi diskana út. Hver veit?“ Lífgað upp á lokkana með krít Förðunarlína Roitfeld fyrir MAC Fyrrum Vogue-ritstýran Carine Roitfeld mun deila förðunarleyndamálunum sínum gegnum spennandi förðunarlínu sem hún vinnur nú að í samstarfi við förðunarfyrirtækið MAC. Carine leggur áherslu á að förðunarvörurnar gefi náttúrulegt útlit og samanstendur línan af húðlitum varagloss, rauðum kinnalit, áberandi augnabrúnalit og fleiri spennandi vörum. Línan er ekki væntanleg fyrr en í haust og mun tískuíkonið sjálft sitja fyrir í auglýsingaherferðunum en þar myndar ljósmyndarinn Mario Sorrenti. Stjörnurnar hafa skartað óvenju litríkum hárlokkum upp á síðkastið og er þetta skemmti- leg tíska sem lífgar upp á útlitið. Og það sem meira er, hún krefst ekki þess að við litum hárið til frambúðar því nota má krít til að öðlast nýtt útlit á auðveldan hátt. Hér er verið að tala um fyrirbæri sem kallast „Chalking“ og runnið er undan rifjum Kevin Murphy sem framleiðir bæði sérstaka krít fyrir hárið og hárfeiti til að liturinn haldist sem lengst í. Liturinn dugir yfir daginn og næst auðveldlega úr með hárþvotti. Með þessari aðferð getum við skipt um útlit á hverjum degi, án mikillar fyrir- hafnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.