Fréttablað SÍB - 01.09.1969, Blaðsíða 4

Fréttablað SÍB - 01.09.1969, Blaðsíða 4
2 - SíCari hluta föstudags var hlé gert á fundarhöldum og þaS notaö til þess a8 skoöa sig um á Austurlandi. Nutu menn í því efni hinnar ágætustu leiösagnar þeirra ÞórÖar Benediktssonar, útibússtjóra, og SigurÖar Blöndal, skógarvaröar. Var komiö viö á EskifirÖi og þar skoö- uö hin nýju og veglegu húsakynni Landsbankans, er á eftir bauð öllum hópnum til kaífidrykkju. Um laugardagskvöldið sátu svo ráöstefnugestir hóf að Hallorms- stað í boÖi Búnaðarbankans á Egilsstöðum, (Jtvegsbankans á Seyðisfirði og Landsbankans á Eskifirði, og stýrði því Kristinn Júlíusson, útibús- stjóri. Þarna fluttu ræður, auk Kristins, þeir Vilhjálmur Hjálmarsson, alþingismaður, Ake Olhagen fyrir hönd hinna erlendu gesta, og svo Hannes Pálsson, formaður sambandsstjórnar. Var hóf þetta, svo og kvöldvaka sú, er á eftir fór, hið ánægjuleg- asta og sátu menn fram eftir kvöldi við hinn fjölbreytilegasta gleðskap. AÖ morgni sunnudags fluttu svo þrír nýliðar, er verið höfðu á málfundanámskeiði Sambandsins sl. vetur, erindi, er þökkuð voru með dynjandi lófataki og verðlaunum að auki. Verða erindin væntanlega birt í næsta Ðankablaði. Síðast skiluðu svo starfshópar álitsgjörðum sínum, er ræddar voru allftarlega. Ekki verður annað sagt, en að unnið hafi verið dyggilega í starfs- hópum þessum. Helzt var þó yfir því kvartaö, að til úrlausnar verkefna þeirra heföi veriÖ ætlaður of naumur tími. Dagskrá ráöstefnunnar, verkefni starfshópanna, svo og sýning úr sögu samtakanna, var unnið á skrifstofu Sambandsins, og var Sigurði Guttormssyni falið að sjá um framkvæmd ráðstefnunnar á því sviði. Um annan undirbúning, svo sem gistingu, mat, ferðalög og annað, er til þurfti, annaöist Adolf Björnsson. Fundarstjórn höfðu með höndum þeir Ólafur Elímundarson úr Reykjavík og Sigurður P. Björnsson frá Húsavík, en skrásetningu fundar- gerða þeir Björn Sigtryggsson frá Seyðisfirði og Haraldur Valsteinsson frá Akureyri.

x

Fréttablað SÍB

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablað SÍB
https://timarit.is/publication/981

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.