Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 10
Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Tækifæri H x b x d: 186 x 60 x 65 sm 99.900 139.900 Kæli- og frystiskápar KG 36VNW20 (hvítur) KG 36VVI30 (stál) Tækifærisverð: kr. stgr. (hvítur) (Fullt verð: 129.900 kr.) Tækifærisverð: kr. stgr. (stál) (Fullt verð: 179.900 kr.) M eð tilkomu Facebook erum við öll orðin okkar eigin fjölmiðill og margt ungt fólk rekur nokk- urskonar ímyndarherferð á int- ernetinu. Samkvæmt áhugaljós- myndurum færist það sífellt í aukana að stúlkur setji sig í samband og vilji láta „alvöru“ ljósmyndara taka myndir í stúdíói, með réttri lýsingu og mynd- vinnslu. „Já, það er mikill áhugi á að fá svona mynd- ir,“ segir Ólafur Harðarson, áhugaljósmyndari og öryggisvörður, sem er vinsæll þegar kemur að svona myndatökum og hikar ekki við að taka erótískar myndir en „ég mynda ekkert klám,“ segir hann. Að- spurður hvort strákar hafi samband til að fá af sér myndir berum að ofan eða þvíumlíkt segir hann að það hafi ekki gerst. „Ég er nú bara í þessum fitnessmyndum,“ segir annar áhugaljósmyndari, Arnold Björnsson, sem tekur ekki þátt í að mynda stelpur undir tvítugu. Hann segist ennfremur viss um að það sé „fullt af fólki þarna úti sem gleypir loft þegar það sér þessar myndir en það er kannski að breytast.“ En myndirðu að segja að svona myndir hlutgeri konur? „Nei. Þetta eru í grunninn bara eins og hverjar aðrar spánarmyndir og að þú þarft ekki annað en að fara inn á bleiku svæðin á þessum netmiðlum, eins og til dæmis Vísir.is, til að sjá að það er mikil eftir- spurn eftir svona myndum af konum,“ segir Arnold. Fitnesmódel klippa kvikmyndir Síðustu ár hefur mikil umræða átt sér stað í sam- félaginu um það hvernig konur birtast í fjölmiðlum og á netinu og hversu mótandi þær birtingarmyndir eru á ungar stúlkur. Þeir sálfræðingar sem haft var samband við vegna vinnslu greinarinnar sögðu útlitið að nokkru vera félagslegan gjaldmiðil fyrir konur í heimi sem er að langmestu leyti stjórnað af karlmönnum og því ætti það ekki að koma neinum á óvart að ungar konur birti eins fallegar myndir af sér og þær geta, jafnvel af sér fáklæddum. Hinsvegar segja þær ungu konur sem birta fá- klæddar fyrirsætumyndir af sér á netinu að þær geri það á eigin forsendum: „Við klæðum okkur nákvæmlega eins og okkur sýnist og birtum þær myndir af okkur sem við vilj- um,“ útskýrir Eva Lind Höskuldsdóttir en hún og Færri föt á Fleiri konur birta myndir af sér á Facebook sem eru teknar af svokölluðum áhugaljós- myndurum, rétt lýstar og unnar í myndvinnslufor- ritum. Náms- ráðgjafi setur spurningamerki við þessa þróun en eldri konur eru auðvitað fyrirmyndir þeirra yngri. Stelpunum í módelfitness og öðrum fyrir- sætustörfum finnst ekkert mál að vera fáklæddar á Facebook og samt krefjast virðingar í karllægum heimi. vinkona hennar og samstarfskona, Eyrún Helga Guð- mundsdóttir, klippa kvikmyndir, stunda svokallað mód- elfitness og „ganga í bleiku ef okkur langar að ganga í bleiku.“ Þær hika heldur ekki við að birta myndir af sér á bikini á Facebook og segja að þeim sé alveg sama hvað fólki finnst um það almennt. Og varðandi hvort þær fái minni virðingu í þessum karlaheimi sem kvikmyndabrans- inn er þá viðurkennir Eva að það komi körl- unum oft á óvart að þær Eyrún geti klippt kvikmyndir: „Og ef ég spyr: „Er það af því að ég er kona? Eða af því að ég er í bleiku?“ þá segja þeir að þeim finnist við bara ekki vera týpurnar sem geti klippt bíómynd.“ „Sæta, sæta„ og læk á það Elva Björk Ágústsdóttir námsráðgjafi segir það gott þeg- ar hver og einn fær að vera eins og hann eða hún vill: „Ef einhver stúlka hefur áhuga á því að vera fyrirsæta á kvöldin og forstjóri á daginn þá er það auð- vitað bara frábært,“ segir hún en Elva hef- ur unnið mikið með stúlkum og þá hvaða tilfinningu þær hafi fyrir eigin líkama og segir að almennt séu stelpur ekki ánægðar með líkamsvöxt sinn. Elva setur því ákveðið spurningamerki við hvaða skilaboð er verið að senda ung- um stúlkum með því að þær eldri birti myndir af sér í einhverjum pósum á Fa- cebook. „Auðvitað er það ákveðin leið til að styrkja sjálfsmyndina að birta mynd- ir af sér og fá kannski skilaboðin „sæta, sæta“ eða nokkur læk til baka. En oft dugar það ekki til og getur þá snúist upp í andstæðu sína og kannski í grunninn birtingarmynd af því að þeim líði til að byrja með eins og þær séu ekki nógu góðar,“ segir Elva og bendir á að það sé einnig hættu- legt ef stúlkur setji of grófar myndir af sér þarna inn og nauðsynlegt sé að foreldrar séu mjög meðvitaðir um hvað börnin þeirra eru á gera á netinu. „Það má líka alveg spyrja stelpurnar að því hvaða mynd þær eru að birta af sér sem konum ef þær eru að birta myndir af sér á bikini á Facebook,“ heldur Elva áfram en hún telur að margar stúlknanna sem gangi of langt í þessum efnum muni sjá eftir því þegar þær verði eldri. Útlit skiptir miklu máli í því samfélagi sem við búum í og því kannski ekkert svo skrítið að fólk leiti að samþykki annarra á útliti sínu með þessum hætti. En sem betur fer er samfélagið síbreytilegt og þótt mikið sé um útlitsdýrkun núna þá muni það vonandi breytast eins og annað. Hætt með myndaseríur á Bleikt.is Hlín Einarsdóttir, ritstjóri eins bleikasta vefs landsins, Bleikt.is, veit hvaðan þessar ungu konur og stúlkur eru að koma sem vilja birta „sexí“ myndir af sér á Facebook: „Ég veit að mörgum konum finnst gam- an að láta dást að sér og hrista upp í fólki,“ segir Hlín sem fékk fyrrnefndan Ólaf Harð- arson til að taka myndir af sér á sínum tíma þegar hún var einhleyp og skrifaði pistla á netinu um samskipti kynjanna. „Það er samt liðin tíð,“ segir hún. Hún segir að á myndatökum sem þess- um sé þó skuggahlið og það sé þegar ungar stúlkur gangi þvert á öll heilbrigð mörk og séu jafnvel að senda klámmyndir eða setji inn á vafasama vefi. Þau á Bleikt.is hafa fjallað um slík tilfelli og slík umfjöllun hefur breytt þeirra sýn á myndir af fáklæddum konum en Hlín segir að hún sé hætt að birta myndaseríur á Bleikt.is. „Ég er samt á því að það sé gott þegar konur gera ná- kvæmlega það sem þeim sýnist. Í dag er miklu meira frjálsræði og kona getur verið flott og sexí en samt kraf- ist virðingar í karlaheimi,“ segir Hlín. Önnur ung kona sem hefur fengið Ólaf Harðarson til að mynda sig er Sólveig Gylfa- dóttir en hún hefur lengið stefnt að því að verða fyrirsæta en er að auki nemi við Söng- skólann í Reykjavík, förðunarfræðingur og í gospelkór. Hún, eins og reyndar Eva Lind og samstarfskona hennar, Eyrún Helga, stunda mjög heilbrigðan lífstíl og er annt um útlitið: „Ég myndi aldrei birta nektar- myndir af mér á Facebook,“ segir Sólveig og bætir því við að allar þær myndir sem hún hafi birt af sér séu smekklegar. Eva Lind segir sjálf að henni finnist hún bara „allt í lagi sæt,“ en í skóla á sínum tíma var hún með lítið sjálfstraust, hún var svokallað nörd og lesblind í ofanálag og varð fyrir einelti. Líkamsrækt og heilbrigt líferni hefur hjálpað henni að byggja upp heilbrigða sjálfsmynd, segir hún. „Auðvitað þurfa ekkert allir að ganga um á bikini og birta þannig myndir af sér til að bæta egóið sitt. En það hjálpaði mér og ég vil standa með sjálfri mér.“ Finnurðu ekki fyrir neinum fordómum? „Jú, jú, það eru pottþétt fordómar gagn- vart litlu bleiku stelpunum sem eru í fitness og klippa svo bíómyndir og það verður bara að hafa það. Daginn sem ég hætti að vera sama um hvað öðrum finnst um mig þá fór mér að líða vel. Ég vildi að ég hefði fattað það miklu fyrr,“ segir Eva Lind. Sjúkt í athyglina Hildur Sverrisdóttir lögmaður segist enginn sérfræðing- ur í hvernig mynd konur vilji birta af sér á Facebook en henni finnst að konur eigi að fá að gera það sem þeim sýnist svo lengi sem það skaði ekki aðra. Sjálf er hún nýbúin að gefa út bók sem heitir Fantasíur og inniheldur kynferð- islegar fantasíur íslenskra kvenna. „Auðvitað er mikil útlitsdýrkun í gangi í þessum heimi,“ segir hún og bendir á að fyrst eftir að Facebook kom hafi hún heyrt af umræðu um að fólk væri með of fallegar myndir af sér. „Sem ég skildi ekki alveg því á opinberum vettvangi reynum við nú öll að líta vel út. Við gerum okkur fín áður en við förum út til að skemmta okkur.“ Og varðandi það að hægt sé að skrifa um kynlíf og vera í forsvari fyrir Píkusögur, eins og hún gerði fyrir nokkrum árum, jú eða klippa bíómyndir og vera í módelfitness, og fá samt bara pláss við borðið og geta gert þá kröfu um að fólk beri virð- ingu fyrir sér þá segir hún að konur eigi bara að gera sig breiðar á öllum þessum stöðum. „Það sem var til skammar fyrir einhverjum árum er það ekki lengur. Tím- arnir breytast.“ Áhugaljósmyndararnir Ólafur Harðar- son og Arnold Björnsson eru samt lítið að spá í stöðu kvenna almennt heldur segir Arnold að þetta fjalli um að mynda árang- urinn í þessu módelfitness og Ólafur Harð- arson skilur vel að „ef einhver póstar flottri mynd af sér þá fær hún mikla athygli og fólk er sjúkt í það.“ Hann segir ennfremur að konur og stúlkur á öllum aldri og úr öll- um stéttum hafi samband við sig til eiga flottar myndir til að setja á Facebook. Samkvæmt honum fjallar þetta ekki um nekt heldur það hvort ljósmyndin sé góð eða ekki. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is Hildur Sverrisdóttir. Arnold Björnsson. Eva Lind Höskulds- dóttir og Eyrún Helga Guðmundsdóttir . Hlín Einarsdóttir. 10 úttekt Helgin 14.-16. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.