Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1952, Qupperneq 27

Læknablaðið - 01.04.1952, Qupperneq 27
LÆKNABLAÐIÐ 131 að gingivitis ag paradentose sé ein algengasta orsökin, en þar næst komi rotnandi innihald í hálskirtlum, og stundum hvort- tveggja. (Við andremmu frá gingivitis læt ég fyrst hreinsa tennurnar hjá tannlækni og gef síðan kröftuga úðun á tann- holdið með sol. zinci chlor. 8% daglega og læt sjúkl. taka 30 cg. af ascorbinsýru á dag. Með- ferðin leiðir venjulega til bata á 1—2 vikum). Ef daunill vilsa kemur i sug- una þegar tonsillur eru sognar, er lítill vafi á að andremman stafar frá þeim að einhverju leyti. Ef foetor hverfur eftir að kirtlar hafa verið sognir í eitt eða fleiri skipti, má telja víst að hann hafi stafað frá tons- illunum. Venjulega hverfur andremman aðeins nokkurn tíma og vill sækja í sama horf- ið. Meðferðin er þá endurtekin, og svona gengur það oft lengi. Er fram líða stundir þreytast sjúkl. oft á þessu og óska eftir að losna við þessa fúlu kirtla. Flestir telja þetta fullkomna ástæðu til t. ect., en auk þessa hafa þessir sjúkl. stundum fleiri eða færri hálshólgur í sjúkrasögu sinni. Þó að það, sem ég hefi hér sagt um tonsillitis og ástæður til t. ect. gildi jafnt fyrir börn og fullorðna, eru þó einstök atriði, sem ég ætla að minnast á sérstaklega viðvíkjandi hörn- unum. Það er tiltölulega algengt að hálskirtlar harna verði svo stórir, að þeir, vegna fyrirferð- ar, bagi þau mjög. Eiga þau þá oft erfitt með að tala og borða og jafnvel erfitt um andardrált. Þau sofa órólega með snörli og hrotum. Sjálfsagt er að ráð- leggja t. ect. í slíkum tilfelluin, jafnvel þó að þessi börn hafi aldrei haft hálsbólgu. En mjög oft eru þó börn með slíka háls- kirtla gjörn á að fá liálsbólg- ur, eru lystarlítil, framfaralít- il, með bólgna eitla á hálsi og andrennnu. Er þá aðgerðin, að sjálfsögðu ennþá nauðsynlegri. Þessum gríðarstóru tonsillum fylgja að jafnaði miklir nef- kokskirtlar (vegetationes ad- enoides), sem oftast valda nef- stíflu og tíðu nefrennsli. Gerir þetta börnin opinmynnt og sljó á svipinn, enda eru þau oft sljó og treg við nám. Slíka nefkoks- kirtla er sjálfsagt að fjarlægja ásamt hálskirtlunum. Ekki er alltaf ástæða til að taka burtu hálskirtla, þó þeir virðist vera stórir, ef þeir eru ekki til haga fyrir málið, kyng- ingu eða öndun og barnið er ekki gjarnt á að fá tonsiliitis. Á hinn bóginn virðist oft gæta þess misskilnings, að ekki sé ástæða til t. ect. ef tonsillur eru smáar, enda þótt barnið fái oft hálsbólgur, sé lystarlaust og framfaralítið. En eins og ég hefi áður tekið fram, er það ekki stærð eða útlit hálskiitl-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.