Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 7 Minni er ruglað og frásögn af atburðum brej'tileg. Grann- liolda. Húðlitur og turgor eðli- legur. Engin útbrot eða bólur. Gróið 2 cm sár á hægri auga- brún. Smáfleiður á nefi og risp- ur á vinstri úlnlið. Blóðþrýsting- ur 110/75, púls 72 á mín., hiti 36,5°. Sulcus nasolabialis sin. er ó- greinilegri og vinstra munnvik stendur aðeins lægra en það hægra,, er sjúkl. liggur slöpp. Mimik a. ö. 1. eðlileg. Kvið- reflexar fást ekki fram. Lítils- háttar dysmetri við hæl—hné próf báðum megin. Við Rhom- bergspróf er falltilhneiging ým- ist til hægri eða vinstri. Gang- ur lítið eitt skjögrandi, er sj. hefur opin augun, en mikið, er hún lokar þeim. Augnskoðun eðlileg. Almenn hlóð- og þvagrannsókn eðlileg. Mænvökvi tær, litlaus, eðlilegur þrýstingur, albumen 1/20— 1/30, globulin 1—2, frumur 6/3. Kahn neikvæður. Serumbromid 298 mg %. Sjúkl. fékk lítils háttar óráð fyrstu 2 næturnar, vissi ekki hvar liún var og ruglaði. Batn- aði síðan fljótt, er hún fór að fá stóra saltskammta og út- skrifaðist heilbrigð þ. 31. des. 1956. Serumbromid þ. 28. des. 17,5 mg %. 2. .Ógift verzlunarmær, 50 ára, kom 6. júlí 1957 vegna obs. pro encephalitis. Sambýliskona sjúkl. upplýsir, að síðastl. mánuð liafi sj. ekki verið eins og hún álti að sér. Sérstaklega hefur hún verið reikul í spori og talað óskýrt siðustu dagana. I gærkvöldi var sjúkl. mjög þvöglumælt og reik- ul í spori, datt á gólfið heima hjá sér. Talaði sambýliskonan þá við heimilislækninn, sem ráðlagði henni að fara með sj. til sérfræðings í geð- og tauga- sjúkdómum. Þar sofnaði hún í biðstofunni í dag og svaf í 1—2 klst. Oft dottið s.l. mánuð og gleymt sér um stund. Átti í morgun mjög erfitt með að klæða sig. Foreldrar dóu bæði úr heila- blóðfalli, einn hróðir flogaveik- ur á fullorðinsárum. Hefur sjálf alla tíð verið hraust, ekki haft nein einkenni frá hjarta, nýr- um eða taugakerfi fyrr en á undanförnu ári, að hún hefur verið mjög „pirruð á taugum“. Jafnframt hefur verið óregla á tíðum, „sem hefur verkað illa á sálarlífið“. Sj. telur sjúkdóm sinn hafa hyrjað fyrir ári, er slitnaði upp úr kunningsskap hennar og fjölskyldu, sem hún hefur lengi verið í tengslum við. Fékk þetta svo á hana, að henni virtist fólkið verða óeðlilegt á litinn. Segist vera mikill ein- stæðingur. Hefur áhyggjur af starfi sínu, sem hún telur bæði þreytandi og erilsamt. Vegna alls þessa, útvegaði vinkona sj. henni róandi mixtúru, sem inni-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.