Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 24
8 LÆKNABLAÐIÐ heldur 30 cg plienemal natrium og 20 g calcium bromid i 300 g, og liefur hún tekið úr 3 flöskum af þessari mixtúru á skömmum tíma. Fyrir mánuði fór lnin að verða óörugg í hreyfingum, þvöglumælt, svimagjarnt og að sjá tvöfalt einstöku sinnum. Skeggvöxtur hefur verið tals- verður á höku í 20 ár. Hefur tekið í nefið annað slagið. Sjúld. er mjög reikul i spori og allar hreyfingar óvissar, mál- far drafandi og þvöglulegt og minnir sj. nánast á drukkinn mann. Sofnar öðru hvoru með- an verið er að tala við liana og skoða. Áttuð á stað og stund. Les sæmilega, en nokkur orð les hún skakkt, áttar sig, reynir aftur, fer línuvillt og þreytist fljótt. Sér tvöfalt það, sem er í h. u. b. 50 cm fjarlægð, Mikill skeggvöxtur á höku, andlitshúð- in áberandi gróf. Mikið af ból- um á balci og upp á háls, acne. Blóðþrýstingur 120/70, púls 78 á mín, liiti 37°. Pupillur og augnbotnar eðlilegir. Lítilsliátt- ar ataxi við fingur-nef próf. Patellar reflexar daufir háðum megin. Riðar við Rliomhergs próf, en fellur ekki. Serumbrom- id 285 mg %. Er sj. liafði feng- ið 15 g af natrium klorid auka- lega á dag í 5 daga, var serum- bromid komið niður í 94,5 mg %. Sjúkl. var útskrifuð þ. 24.7. 1957. Leið þá vel og var skýr og hressileg i framkomu. Re- flexar og gangur eðlilegur. Ból- urnar höfðu lítið minnkað. 3. Ógift verzlunarmær, 40 ára. Kom 2. ágúst 1957 vegna seq. encephalitis. Sj. var hraust þar til haustið 1955, að hun fékk einhvern ó- þekktan sjúkdóm, sem stóð í nokkra mánuði, með lágum hita og ahnennu máttleysi. Hefur síðan þreytzt mjög fljótt. I des. 1956 fékk hún enceplialitis og lá á Bæjarspitalanum til 1. apr. 1957. Hefur síðan átt mjög erf- itt um svefn, haft slæman liöf- uðverk, fundizt hún dofin og kraftminni hægra megin. Nokkru eftir að sjúkl. fór af spítalanum hér, fór hún á hress- ingarhæli í Danmörku. Skánaði þar vel fyrst í stað, fór m. a. að geta sofið af einhverri mixt- úru, sem hún fékk. Er leið á Damnerkurdvölina, fóru bréfin frá sj. að verða undarleg, sam- hengislaus og ruglingsleg, og hún var orðin áberandi gleymin Er sj. fór af hressingarhælinu, fór hún að fá svima, datt á göt- unni og þurfti að hjálpa henni heim. Kom við hjá próf. Busch, en án árangurs. Engir krampar, en stundum uppköst. Við komuna i spítalann kvart- ar sj. um minnisleysi, sljóleika, þreytu, svefnleysi, magnleysi, kulda og liöfuðverk. Iiefur tek- ið svefnlyf að staðaldri síðan hún fór liéðan í vor, en ekkert dugað nema mixtúran danska,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.