Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.1974, Qupperneq 49

Læknablaðið - 01.02.1974, Qupperneq 49
LÆKNABLAÐIÐ 25 af 370 inniliggjandi sjúklingum. Niður- staða hans varð sú, að 29% hefðu fyrst og fremst geðsjúkdóm eða geðrænan kvilla. Edward og Angus á geðdeild Bergen Pines County Hospital, New-Jersey í Bandaríkjunum, rannsökuðu 1966 100 sam- ráðskvaðningar („konsultationsbeiðnir“) frá öðrum deildum sjúkrahússins og fundu m. a. aldursdreifinguna 17-99 ára, meðal- aldur 51 árs. Tiltölulega flestar kvaðning- ar voru vegna fólks á aldrinum 20-49 ára. Anstee á Guys Hospital, London, athug- aði 254 samráðskvaðningar, sem bárust til geðdeildar frá öðrum deildum sjúkrahúss- ins 1.10.68-30.9.69. Hlutfallið karlar/ kon- ur var 1/1,3, aldur 16-94, meðalaldur 43ára, aldursdreifing sýndi hæsta tölu (61) á tímabilinu 20-29 ára. Algengasta orsök samráðsbeiðni var depression (óskilgreind) samkvæmt „primary psychiatric diagnos- is“. Horn rannsakaði 500 sjúklinga, sem komu á lyflæknisdeild Vestfold Folke- sykehus Noregi (250 karlar og 250 konur) og skipti í tvo flokka, líkamlega sjúkl- inga og geðræna sjúkdóma. 29% lentu í þeim síðari, en ekki er mér alveg Ijóst, hvernig þessi ílokkun fór fram. Strömgren, Andersen cg Schiödt athug- uðu allar sjúkraskrár eins mánaðar 1955 á tveimur lyflæknisdeildum í Danmörk (Hillercd og Álaborg) cg fundu á báðum stöðum að 34% sjúklinga höfðu geðsjúk- dóm eða geðrænan kvilla. Þessi rannsókn er mun víðtækari en t. d. mín, því að hún nær yfir alla sjúklinga með geðsjúkdóma og geðrænan kvilla, hvort sem innlagning- in er af völdum þess sjúkdóms eða ein- hvers annars, en þar bætist að sjálfsögðu stór hópur við. ÁLYKTANIR Rannsóknin gefur ekki tilefni til neinna endanlegra ályktana um faraldsfræði (epi- demiologiu) né tíðni geðsjúkdóma, en með samanburði við aðrar rannsóknir fást engu að síður nothæfar niðurstöður: Einn sjúklingur af hverjum fimm, sem innlagðir eru á lyfjadeild F.S.A., er lagð- ur inn vegna geðsjúkdóms eða geðræns kvilla. Má því hiklaust slá því föstu, að sú aðstaða, sem geðdeild við F.S.A. fengi í vöggugjöf, mætti ekki vera minni en sem svaraði 1/5 af núverandi lyfjadeild að mannafla og búnaði. Skipting eftir sjúkdómsgreiningum, ald- ursdreifing og kynskipting eru í aðalatrið- um sambærilegar við tölur annars staðar frá, og er því ekki annað að sjá, en rann- sóknarhópurinn sé vel hlutgengur sem úr- tak við rannsókn á borð við þessa hér. Það sem á vantar til að úrtakið sé fullkomlega frambærilegt eða tæmandi úttekt á öllum geðrænum sjúkdómum á ákveðnu land- svæði, er án efa mikið, sumt af því hafa heimilislæknar meðhöndlað sjálfir, sumt hefur verið sent til sérfræðinga í Reykja- vík beint, og margt (t. d. neurosur) ómeð- höndlað langtímum saman. Starfandi sérfræðingur í geðlækningum í dag spyr eflaust eftir psykósómatísku sjúkdómunum og fíkniefnum, sem ekki eru sjáanleg í töflu nr. 1. Um fyrri flokkinn þarf ekki að fara mörgum orðum, þeirra sjúkdóma hefur hreinlega ekki verið leit- að á þessum stað á umræddu tímabili. Einu fíkniefnin (auk áfengis), sem koma fyrir í rannsókninni, eru læknislyf (bar- bituröt, meprobamat, diazepin-flokkurinn, svefnlyf) og sannast þar áþreifanlega gam- all sannleikur: „Það langar engan í það, sem hann veit ekki að er til“. Væri e. t. v. rétt að nota tækifærið og undirstrika það, að sterkasta sjúkdómsvörn íslendinga gegn fíkniefnunum, sem herja hvað óðast í ná- grannalöndum okkar, er Tollgæzla ríkisins nr. 1 og almenn löggæzla nr. 2. Reynum af öllum mætti að koma í veg fyrir að- flutning fíkniefna, reynum að fyrirbyggja sjúkdómana hérlendis. LOKAORÐ Af athugun þessari verða ekki dregnar niðurstöður um tíðni geðsjúkdóma eða árangur af meðferð. Hins vegar gefur hún tilefni til þankabrota og vekur margvís- legar spurningar. f eftirfarandi kafla er sundurleitu efni safnað saman í eina heild, sem kalla mætti vísi að tillögum frá rödd úr hópnum: Er aðkallandi að starfrækja sérstaka geð- deild á Akureyri? Hingað til hefur verið komizt af án slíkrar deildar og því skyldi ekki mega bjargast þannig áfram um ó- komna tíð? Eða er tímabært að taka alla heilbrigðisþjónustu svæðisins til endur-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.