Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1974, Side 81

Læknablaðið - 01.02.1974, Side 81
LÆKNABLAÐIÐ 47 Mynd 9. Ef serum er látið standa við 4° í einn sólarhring, má oft greina um hvaða flokk af hyperlipoproteinemiu er að ræða. Þessi mynd sýnir lengst til vinstri serum með veru- lega hækkun á VLDL, sem valda mjólkurlituðu ser,um (flokkur IV). I miðið er serum frá sjúkl. með flokk I, b. e. aukning á chylomicra eingöngu, sem fljóta ofan á tæru und- irlagi. Lengst til hægri er serum af flokki Ila, þ. e. aukning á LDL eingöngu og þar af leiðandi hækkað kól. Þessi lipoprotein eru ekki svo stór, að þau brjóti ljós, og því helzt serumið tært. Flokkur V, sem ekki er sýndur á þessari mynd, væri eins og summ- an af flokki I og IV, þ. e. rjómalag ofan á mjólkurlituðu serum. á mjólkurlituðu undirlagi. Þetta er mun sjaldgæfari flokkur en IV, en ýmislegt bendir reyndar til, að aðeins sé stigsmun- ur á milli þessara flokka, þar eð V. flokk- ur breytist í IV. flokk við meðferð. Eins er algengt, að í fjölskyldum þessara sjúkl- inga finnist ættingjar í IV. flokki. Oft er saga um endurtekin verkjaköst í kvið af völdum briskirtilsbólgu. Helmingur þeirra hefur spikildi í húð, oft finnst stækkuð lif- ur og milta, væntanlega vegna fituíferðar, og stundum sést lipemia retinalis, ef þrígl. eru mjög háir, þá venjulega mörg G/100 ml. Þessir sjúklingar eru, eins og í flokki IV, oft feitir, hafa oft brenglað sykurþol og eru stundum kolvetnanæmir. Spyrja þarf vel um áfengisnotkun, sem oft veldur þessari tegund. Meðferð er svipuð og við flokk IV, en stundum þarf að bæta við nikótínsýru. MEÐFERÐ Mataræði Sýnt hefur verið fram á með faraldurs- fræðilegum rannsóknum og manneldis- tilraunum, að mataræði hefur veruleg áhrif bæði á kólesteról og þríglyseríða í blóði. Veruleg fylgni hefur fundizt milli meðal- gildis kól. heilla þjóða og inntöku þeirra á kól og mettaðri fitu.19 Manneldistilraunir hafa og sýnt, að aukin inntaka af kól. og mettaðri fitu leiðir til hækkunar, en aukin neyzla af ómettaðri fitu hins vegar til lækkunar bæði á kól. og þrígh Reiknað hefur verið út, að 1 g af mettaðri fitu hækki blóðfituna um jafnmikið og 2 g af ómettaðri fitu lækka hana.s En ekki eru menn á eitt sáttir um, hvernig ómettuð íita lækki blóðfituna. Sumar tilraunir hafa bent til þess, að hún auki útskilnað á kólesteróli í gallsöltum og valdi þannig
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.