Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 69

Læknablaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 69
LÆKNABLAÐIÐ 157 lokið hafa kandídatsprófi í læknisfræði og búsettir eru eða starfandi á félagssvæðinu. Heimilt er að stofna félagsdeildir eftir landshlutum og sérgreinum. 4. gr. Æðsta ákvörðunarvald í málefnum fé- lagsins er aðalfundur, sem haldinn skal ár- lega. Allir félagsmenn hafa heimild til að sitja aðalfund. Til aðalfundar skal boða með minnst 6 vikna fyrirvara. Verkefni aðalfundar eru: a) Skýrsla stjórnar. b) Reikningar félagsins. c) Árgjald ákveðið. b) Reikningar félagsins. e) Kosning stjórnar og trúnaðarmanna. f) Önnur mál. 5. gr. Stjórn félagsins skal skipuð 5 mönnum, formanni, ritara, gjaldkera og 2 meðstjórn- endum. Varamenn eru jafnmargir. Einnig skulu 2 endurskoðendur kosnir. 6. gr. Stjórn félagsins getur boðað til auka- aðalfundur. Á sama hátt er stjórninni skylt að boða slíkan fund ef minnst 15 félags- menn óska þess skriflega. 7. gr. Félagið er aðili að Læknafélagi íslands. SKÝRSLA STJÓRNAR Formaður FlLlS Haraldur Briem, setti aðal- fundinn og flutti hann skýrslu stjórnarinnar og gat hann þess fyrst að stjórn hefði tilkynnt eftirtöldum aðilum formlega stofnun félagsins: Læknafélagi Islands, ráðuneytisstjóra heil- brigðis- og tryggingarmálaráðuneytisins, land- lækni, sendiherra Islands í Svíþjóð, deildar- stjóra deildar „socialstyrelsen" fyrir erlenda lækna og Læknafélagi Svíþjóðar. Síðan greindi hann stuttlega frá ýmsum bréfaskiptum stjórn- arinnar. I marz ’78 ritaði stjórnin þáverandi fjármálaráðherra þar sem farið var fram á með rökum að tekið yrði tillit til dvalartíma erlendis við ákvörðun tollverðs bifreiða, svipað og gert væri meðal nágrannaþjóða. Verði upp- haf fyrninga bifreiða flutt til ársbyrjunar árs- gerðarárs, litið verði á bifreið sem hluta af búslóð og nauðsynlegan þátt í starfi lækna eftir heimkomu. Svar barst frá Höskuldi Jónssyni ráðuneytisstjóra kurteislegt þess efnis að sjón- armið FlLlS yrðu tekin til athugunar, en ekki mætti líta á þá athugun sem samþykki ráðu- neytisins. Þá ritaði stjórnin Ólafi Friðfinnssyni skrif- stofustjóra Flugieiða í Stokkhólmi og fór fram á að félagsmenn FlLlS fengju að halda náms- mannaafslætti á flugferðum milli Islands og Sviþjóðar meðan á framhaldsnámi stæði. For- stöðumaður fargjaldadeildar Flugleiða í Reykjavík svaraði og kvað útilokað að IATA samþykkti hækkun á aldri námsmannaafsláttur m.a. vegna þess að íslenskir ríkisborgarar nytu nú þegar hærri aldurstakmarkana. Kvað Har- aldur Briem áhyggjuefni hversu dýrt væri að ferðast milli landanna og sagði stjórn FlLÍS halda því fram að verðlagning Flugleiða á þessum ferðum, sem væru nánast einokaðar, vera hreina okurstarfsemi. Einnig ritaði stjómin framkvæmdastjóra L.l. og fór fram á að hann kannaði möguleika þess að kostnaður við heimflutning verði frádrátt- arbær til skatts, hægt yrði að greiða fyrir lánöku til langs tíma til að greiða þennan kostnað og benti stjórnin á að hafa mætti sama hátt á og við frádrátt námskostnaðar, þ.e. jafna frádrætti á 5 ár. Aðalfundur FlLlS í fyrra samþykkti eftir- farandi ályktun: „Aðalfundur FlLÍS haldinn 1977 skorar á L.l. að beita sér fyrir því að Is- lendingar gerist aðilar að samnorrænum vinnu- markaði fyrir lækna“. Brást stjóm L.I. skjótt við að ýta við þessu máli. Það kom fram að L.l. hafði þegar í janú- ar 1977 farið fram á það í bréfi til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins að það hlutað- ist til um að Island gerðist aðili að nefndum samningi. Beitti L.l. nákvæmlega sömu rökum máli þessu til stunings og fram komu á síðasta aðalfundi FlLlS. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið ritaði siðan utanríkisráðuneyt- inu bréf um málið og bað það hlutast til um að koma málinu í höfn. Síðan virtist málið gufa upp. L.I. skrifaði þá sænska læknafélaginu bréf í apríl og það það kanna hverju það sætti að málið virtist strandað. 1 svarbréfi sænska læknafélagsins kom fram að málið hefði borist sænska utanríkisráðuneytinu sem síðan hefði beðið viðkomandi sendiráð að hlutast til um að önnur Norðurlönd samþykktu að ísland gerðist aðili að samningnum um samnorræna vinnu- markaðinn. Kom i ljós að málið hafði strandað hjá Finnum, en ætlunin var að málið yrði tek- ið upp I finnska þinginu í april 1978. Að því er virðist er aðeins beðið eftir samþykki Finn- lands til að málið hljóti fullnaðarafgreiðslu. Höfuðdrættir samkomulagsins um hinn sam- norræna vinnumarkað fyrir lækna skulu nú reifaðir. Það er skoðun þeirra þjóða sem að samningnum standa að hann a) sé til gagns læknisfræðilegri og félagslegri þróun í aðildar- löndunum, b) að grunnmenntun og sérfræði- menntun lækna sé í aðalatriðum svipuð í lönd- unum, c) að unnið verði að þvi að læknis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.