Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 52
52 viðhorf Helgin 19.-21. nóvember 2010 B yggðamál eru sífellt til umræðu og sérstök stofnun norður í landi sýslar með þau mál, einkum þau sem snúa að at- vinnulífi, en reyndar lítið um skóla. Málefni þeirra eru hins vegar sífellt á borði sveitarstjórnarmanna. Ár hvert gefur Samband íslenskra sveit- arfélaga út Skólaskýrslu sem er stór- fróðlegt rit fyrir áhugafólk um skóla- hald og aðgengilegt á heimasíðu sambandsins. Í síðustu skýrslu eru tölur fyrir árið 2008. Þar er meðal annars birt tafla um fjölda nemenda í 1. bekk, sex ára barna sem eru að byrja í skóla. Svona eru þær: Reykjavík 1405 Höfuðborgarsvæði án Rvk. 1109 Suðurnes 318 Vesturland 187 Vestfirðir 98 Norðurland vestra 103 Norðurland eystra 380 Austurland 153 Suðurland 316 Og hvað segja þá þessar tölur? Þær eru að því leyti til ógnvekjandi að á öllu Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra skuli einungis vera 388 börn að byrja í skóla. Það er líka sláandi hve fá börn eru í fyrsta bekk á öllu Austurlandi, einungis 153 í 16 grunnskólum þannig að greinilega er rúmt um hvern og einn í skólastofunni; grunnskólum á Austurlandi hefur fækkað um átta síðan 1998. Athyglisvert er að atvinnu- leysi er sáralítið á þessu svæði öllu, en atvinnuhættir hins vegar fremur einhæfir. Þetta þýðir með öðrum orðum að tiltölulega fátt ungt fólk býr á þessum landsvæðum, meðalaldur íbúanna er hærri en til dæmis í Reykjavík. Þetta var árið 2008 og árið 2018 fara þessi ungmenni í framhaldsskóla. Hætt er við að þar verði þunnskipað á bekkjum ef ekkert breytist. Á Vesturlandi, Vest- fjörðum og Norðurlandi vestra eru t.d. fimm framhaldsskólar en í árgangin- um einungis 388 börn. Á Austfjörðum og Héraði eru tveir framhaldsskólar, en einungis 153 nemendur. Þessar lágu tölur valda því líka að húsnæði grunn- skólanna nýtist verr eins og mannaflinn; auðvelt er að fjölga nemendum umtalsvert án þess að fjölga starfs- fólki í sama mæli. Þessar tölur tákna líka að erfiðara verður fyrir sveitarfélögin að standa undir margvís- legri þjónustu innan tveggja til þriggja áratuga ef skattþegnum fækkar að því marki sem þessar tölur geta verið vísbending um. Sameining sveitarfélaga getur að vísu bætt nokkuð úr skák, dregið úr yfir- byggingu og aukið hagkvæmni í rekstri til dæmis leik- og grunnskóla, en vandséð er að mörg byggðar- lög geti snúið við blaði og laðað til sín þann fjölda fólks sem þarf til þess að verulega fjölgi í skólunum og mannlíf blómgist. Sölvi Sveinsson skólastjóri Landakotsskóla Skóli og þjóðfélag Fjöldi í fyrsta bekk: Forspá um byggð? STYRKIR TIL STARFS- MENNTUNAR Í EVRÓPU WWW.LEONARDO.IS LEONARDO STÚDENTA- OG STARFSMANNASKIPTI OG STYRKIR TIL HÁSKÓLASAMSTARFS WWW. ERASMUS.IS ERASMUS MARGVÍSLEGIR STYRKIR Í FULLORÐINSFRÆÐSLU WWW.GRUNDTVIG.IS GRUNDTVIG RAFRÆNT SKÓLA- SAMFÉLAG Í EVRÓPU WWW.ETWINNING.IS eTwinning STYRKIR TIL SKÓLA- VERKEFNA Á LEIK-, GRUNN- OG FRAMHALDSSKÓLASTIGI WWW.COMENIUS.IS COMENIUS MENNTUNAR- OG STARFSHÆFNISMAPPA WWW.EUROPASS.IS EUROPASS AFMÆLISHÁTÍÐ MENNTAÁÆTLUNAR ESB 2010 COMENIUS 15 ÁRA LEONARDO 15 ÁRA GRUNDTVIG 10 ÁRA ETWINNING 5 ÁRA EUROPASS 5 ÁRA Í Ráðhúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 25. nóvember kl. 15-18 Kynning á evrópskum samstarfsverkefnum og viðurkenningar veittar fyrir fyrirmyndarverkefni. Nánari upplýsingar og dagskrá á www.lme.is. Um 13.000 Íslendingar hafa fengið styrki til náms og starfs- þjálfunar í Evrópu síðustu 15 árin. Mun fleiri hafa tekið þátt í ýmiskonar verkefnum. Á þessum degi , 19. nóvember, fyrir 111 árum var Fríkirkjan í Reykja- vík stofnuð. Sá at- burður í lok 19. ald- ar er með merkari atburðum íslenskr- ar kirkjusögu.Frá byrjun var Fríkirkj- an íslensk grasrót- arhreyfing og nýtt lýðræðisafl í fersk- um frelsisanda ný- fengins trúfrelsis. Hún var stofnuð af íslenskri alþýðu en ekki goðum, höfð- ingjum, valds- eða embættismönn- um. Iðnaðarmenn og barnmargar verkamannafjölskyldur voru í far- arbroddi, sem og fjölskyldur sjó- manna og bænda sem voru að flytj- ast til Reykjavíkur á þeim tíma. Á meðan þjóðkirkjan var í grunninn arfleifð dansks stjórnsýslukerfis og embættismanna-apparats sem lengst af þjónaði dönskum hags- munum, gegndi Fríkirkjan mikil- vægu hlutverki í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Hún var miðlæg í þeirri lýðræðisvakningu sem átti sér stað hér á landi um aldamótin 1900. Stofnunin, og síðan bygging hinnar stóru viðarkirkju við Tjörn- ina, einkenndist af einstakri fram- takssemi, trú, von og djörfung. Á fyrrihluta síðustu aldar tilheyrði helmingur íbúa Reykjavíkur Frí- kirkjunni, eða þar til hið opinbera og þjóðkirkjan settu sig á móti henni. Sett var siðlaus reglugerð sem með sjálfvirkum hætti skráði fólk úr Fríkirkjunni og inn í Þjóð- kirkjuna sem síðan hirti öll trú- félagsgjöldin. Enn í dag eru þús- undir Íslendinga sem telja sig tilheyra Fríkirkjunni en hafa ver- ið teknir þaðan út fyrir tilstuðlan reglugerðarinnar, án eigin vitund- ar eða samþykkis. Fríkirkjan við Tjörnina hefur samt sem áður allt- af verið miðlæg í sögu borgar og menningarlífs landsmanna. Ímynd trúfrelsis, víðsýni og mannréttinda Fríkirkjan við Tjörnina hefur nú starfað á þremur öldum og hátt í fjórðung þess tíma sem liðinn er frá siðaskiptum hér á landi. Frí- kirkjuhreyfinguna hér á landi má rekja allt aftur til þess að við feng- um trúfrelsi fyrir um 135 árum. Fram að því, bæði í kaþólskum sið sem lúterskum, bjuggu Íslend- ingar við trúarnauðung. Allir þeir sem ekki fylgdu hinum opinbera sið voru taldir villutrúarmenn og oft á tímum var tekið hart á villu- trú. Allt frá kristnitöku fram til ársins 1874 bjuggu Íslendingar við kirkjuskipan sem mótaðist af þörf- um valds- og auðmanna en ekki al- mennings. Valdið kom að ofan, frá goðum, valdshöfðingjum, páfa, dönskum konungi og síðan ríki og ríkiskirkju. Milljarðar króna renna nú árlega til þjóðkirkjunnar sem er í raun ríkisstofnun í dulargervi. Það voru fagrar hugsjónir um lýðræði, jafnræði og frelsi ís- lensks alþýðufólks sem kveiktu frí- kirkjuhugsjónina. Forstöðumenn Fríkirkjunnar, svo sem sr. Ólafur Ólafsson, beittu sér mjög fyrir rétti alþýðu, og einkum kvenna, til náms sem og fyrir því að konur fengju al- mennan kosninga- rétt á við karla. Nokkuð sem var alls ekki sjálfsagt fyrir um hundrað árum. Í dag er að finna innan Fríkirkjunnar mjög fjöl- breytilega mannlífsflóru. Allir eru velkomnir í Fríkirkjuna óháð þjóð- erni, litarhætti, tungumáli, kyni, kynhneigð, samfélagsstöðu eða trú. Okkar samfélagslegu gildi og trúarlegu leiðarljós hafa frá upp- hafi verið: heiðarleiki, jafnræði, frelsi, djörfung, mannréttindi, umburðarlyndi og víðsýni. Allt eru þetta gildi sem eiga sér djúpar og órjúfanlegar rætur í okkar sam- eiginlegu þjóðarsál. Gegn bókstafstrú og hroka- fullum trúarstofnunum Hvað varðar okkar trúarlegu sýn þá hefur víðsýni, umburðarlyndi og frjálslyndi verið haft að leiðar- ljósi frá upphafi. Fríkirkjan met- ur mannréttindi ofar trúarlegum kreddum. Eins hefur markvisst í síðastlið- in þrettán ár verið varað við þeim stóru freistingum og syndum sem kristni og kristindómur glímir almennt við, á okkar dögum. Sú hjáguðadýrkun hinna rétttrúuðu hefur valdið ómældum skaða. Annars vegar er það flóttinn frá fjölhyggju samtímans inn í þröng- sýna og útilokandi bókstafshyggju. Bókstafstrú málar tilveruna svart- hvítum litum, elur á skaðlegum fordómum og trúarlegri aftur- haldssemi. Og þar er drifkraftur- inn gjarna kvíði og ótti, í stað von- ar og kærleika. Hins vegar er það upphafning og dýrkun kirkjustofnunarinnar, rétt sem kirkjustofnunin sé ígildi gjörvallrar kristni eða jafnvel Guð sjálfur. Þetta síðara atriði er nokk- uð sem Marteinn Lúter barðist ein- mitt sjálfur gegn af mikilli hörku og nú virðist ekki síður þörf á slíkri baráttu. Markmið Fríkirkjunnar er ekki það að hún vaxi sem mest og verði sjálfri sér til dýrðar. Markmið hennar er meðal annars að stuðla að lýðræðislegu jafnræðisfyrir- komulagi lífsskoðana og trúmála hér á landi. Hennar tilgangur er meðal annars að vera vettvangur fyrir einlæga trúarleit, tilbeiðslu og tjáningu, þar sem fólk samein- ast um bjarta lífssýn, fagrar von- ir og væntingar. Hún lítur ekki á trúleysingja eða húmanista sem óvini sína heldur sem samferða- menn á lífsins vegferð. Það er í anda Krists. Fríkirkjan í Reykjavík 111 ára Stofnuð af íslenskri alþýðu Hjörtur Magni Jóhannesson Fríkirkjuprentur Á meðan þjóðkirkjan var í grunninn arfleifð dansks stjórnsýslukerfis og embættismanna- apparats sem lengst af þjónaði dönskum hagsmunum, gegndi Fríkirkjan mikilvægu hlutverki í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.