Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 82

Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 82
Hulda Stefánsdóttir umkringd græna litnum í Hallgríms- kirkju. Myndir/Vigfús Birgisson 82 dægurmál Helgin 19.-21. nóvember 2010  Plötuhorn Dr. Gunna Kópacobana  Blaz Roca Það er gestkvæmt við hljóðnemann á fyrstu sólóplötu Blaz Roca og flestir úr íslenska rappbrans- anum með, svo fílingur rokkar skemmtilega á milli laga. Þetta er strákapartí og það er tekið stíft á, en það er líka þynnka og blús og Blaz lítur sem betur fer stundum upp úr glasinu og klofinu á sér. Enginn verpir gull- eggjum jafn stíft út um trantinn á sér og Blaz og þessi plata er eng- inn eggjabakki heldur kjúklingabú á stóriðju- skala. Meiriháttar sjitt. Skál! upp og niður stig- ann  Sálin hans Jóns míns Á fjórtándu plötunni kalla Sálarmenn til Stórsveit Reykjavíkur og sérfræðiþekkingu Samúels J. Samú- elssonar. Slípað fullorðinspopp Sálar- innar fær blástur og tilraunakennda yfirhalningu, sem oftast gengur upp. Tónlistinni er leyft að fara í óvæntar áttir og bandið hefur ekki leyft sér annan eins utanvegaakstur síðan á plötunni Þessi þungu högg. Strákarnir hafa auðheyrilega enn jafn gaman að að búa til leitandi popp og það er frábært. Electric ladyboy land  Helgi Valur & The Shemales Þetta er þriðja plata Helga. Hann hefur verið óhræddur við að prófa nýja hluti og nú er innihaldið melódískt popprokk með soul- og glam-áhrifum, stundum svífur andi Davids Bowie yfir vötnum. Textarnir eru allir á ensku og allir um ýmis afbrigði ástarinnar. Þetta er ágætlega grípandi músík og snyrtilega sett fram, en það sem Helga vantar tilfinnanlega er meira afgerandi stíll og sjálf- stæðari tónn. Það er samt allt að koma. Í tónlistarumhverfi sýktu af krónískri myndrænu er þakklátt að heyra frá listamönnum sem horfast í augu við að hljóð getur lifað án myndar og mynd getur lifað án hljóðs. Francoise Couturier hikar ekki við að senda frá sér söngva fyrir kvikmyndaskáldið Andrei Tarkovsky vegna þess að hann skilur að þegar þessi sögumaður sellú- lódsins talaði um að kvikmynd þyrfti ekki tónlist þá fólst í þeirri yfirlýsingu miklu frekar virðing fyrir túlkunar- mætti tónlistarinnar en höfnun á hæfi- leika hennar til að vera íblendiefni. Tarkovsky notaði heldur ekki tónlist sem uppfyllingu eða leiðbeinandi tilfinningalega íhlutun. Couturier tekur allt það rými sem þarf til að túlka í tónum áhrifin sem kvikmyndir Tarkovskys hafa haft á hann. Eins og ljós og skuggar leika píanóið, harmóníkan, sellóið og saxófónninn sér að því að segja sögur sem auðga ímyndunaraflið. Það þarf ekki mynd. Sólósaxófónn er dáldið annað en saxófónsóló. Eins og í öðrum einleik þarf flytjandinn að búa yfir alveg sérstök- um eiginleikum til að halda athygli manns. Það er engin ryþmasveit til að rétta af kúrsinn ef hann reikar. Skemmst er frá því að segja að Håkon Kornstad þarf engin utanaðkomandi stýrikerfi til að halda hlustandanum við efnið. Í fyrsta lagi eru tökin á saxó- fóninum slík að hvergi ber skugga á. Tónlistin er á einhvern furðulegan hátt bæði kunnugleg og framandi. Það skiptast á margslungnir langir tónar og ryþmísk riff sem Håkon skellir fram og fangar jafnóðum í hljóðsarp- inn sem leggur honum til grunn sem reisa má á stærri harmóníu eða taktfasta klappasmelli í trommuhlut- verki. Það er óhætt að segja að þessi snjalli bráðungi saxófónleikari sé ein af skærari stjörnum Norðmanna á síðari árum.  nostalghia – Song for tar- kovsky Francoise Couturier ECM 2005  Dwell time Håkon Kornstad Jazzland 2009  GæðaPlötur PéturS GrétarSSonar Kunnugleg og framandi Eins og ljós og skuggar G ræni liturinn er einkennis-litur þess hluta kirkjuárs-ins sem stendur frá lokum páskahalds fram að aðventu og Hulda segist hafa skoðað merk- ingu litarins í samhengi menn- ingar, trúar og samtímans. „Og ég er svolítið að stilla honum upp sem andstæðu við þennan stranga arkitektúr kirkjubyggingarinnar og þá grámynd sem einkennir þann arkitektúr. Ég er að reyna að færa smá lit inn í kirkjuna,“ segir Hulda. „Mig langaði líka að tengja þetta út í nánasta umhverfi kirkjunnar og það geri ég með græna ljósinu sem er þá eins og uppgufun hinnar grænu upplausnar í fordyrinu sem streymir upp.“ Hulda segir að viðfangsefnið hafi verið mjög áhugavert enda sjóður kristinna minna ríkulegur. „Eins líka bara þetta samhengi. Hall- grímskirkja er höfuðkirkja borgar- innar og það er gaman að velta fyrir sér hvaða þýðingu hún hefur.“ Hulda hafði séra Sigríði Guð- marsdóttur með í ráðum við gerð verksins. Hægt er að hlýða á upp- töku af samræðu Huldu, Sigríðar og Ólafs Gíslasonar listfræðings um  mynDliSt liStamEnn fáSt við KriStin minni Ég er að reyna að færa smá lit inn í kirkjuna. Græn upplausn í Hallgrímskirkju Þegar skyggja tekur stafar grænni birtu frá turni Hallgrímskirkju. Ljósið er hluti af myndlistarsýn- ingunni Upplausn eftir Huldu Stefánsdóttur. sýninguna í anddyri kirkjunnar og á vefslóðinni: www.listvinafelag.is. Upplausn er önnur af þremur í sýningaröð Listvinafélags Hall- grímskirkju sem kallast Kristin minni. Þar var myndlistarmönnun- um Ólöfu Norðdal, Hannesi Lárus- syni og Huldu boðið að vinna verk sérstaklega fyrir kirkjuna og að fá guðfræðing og skrifara til samráðs og samræðu. Græn uppgufun upplausnar streymir upp úr kirkjuturninum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.