Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 56
368 LÆKNABLAÐIÐ VIÐAUKIII HELSINKI - YFIRLÝSINGIN Ráðleggingar og leiðbeiningar fyrir lækna varðandi læknisfræðirannsóknir, sem gerðar eru á mönnum. Samþykkt á 18. Alþjóðaþingi lækna, Helsinki 1964 og endurskoðuð af 29. Alþjóðaþingi lækna, Tokyo 1975. Inngangur Það er hlutverk læknisins að vernda heilsu manna. Þekking hans og samviska eru helguð því, að rækja þetta hlutverk. Genfarheit lækna bindur þá með orðunum: »Heil- brigði sjúklinga minna læt ég mér umhugað ofar öllu öðru« og í Alþjóðasiðareglum lækna er því lýst yfir, að: »Hverjum þeim verknaði og hverjum þeim ráðlegg- ingum, sem dregið gætu úr líkamlegu eða andlegu viðnámi manns, má því aðeins beita, að slíkt sé í þágu hans sjálfs«. Markmið læknisfræðirannsókna á mönnum á að vera, að bæta greiningar-, lækninga- og forvarna-aðferðir og að auka skilning á orsökum sjúkdóma, uppruna þeirra og þróunarferli. Greiningar-, lækninga- og forvarna-aðferðir, sem í notkun eru nú á dögum, fela flestar í sér hættur. Að óreyndu verður að gera ráð fyrir því, að slíkt hið sama eigi við um læknisfræðirannsóknir. Framfarir í læknisfræði hvíla á rannsóknum, sem að einhverju leyti hljóta að fela í sér tilraunir á mönnum. í læknisfræðirannsóknum verður að gera glöggan greinarmun á þeim lækningarannsóknum, sem í eðli sínu miða að greiningu á kvilla hins sjúka og að lækningu hans og á lækningarannsóknum, sem gerðar eru í vísindaskyni eingöngu og hafa ekki beint gildi fyrir sjúkdómsgreiningu eða meðferð þess, sem undir rannsóknina gengst. Sérstök aðgát skal höfð við rannsóknir, sem áhrif geta haft á umhverfið og virt skal velferð tilraunadýra. Þar eð niðurstöðum, sem fást í rannsóknastofutilraun- um, er skilyrðislaust ætlað að koma fólki til góða, að auka vísindaþekkingu og að hjálpa þjáðu mannkyni, hefur Alþjóðafélag lækna gengið frá eftirfarandi ráðlegg- ingum til leiðbeiningar öllum læknum, sem fást við læknisfræðirannsóknir á mönnum. Þessar ráðleggingar ber að endurskoða um ókomna tíð. Lögð er áhersla áþað, að hegðunarreglunum er aðeins ætlað að vera til leiðbeiningar læknum um heim allan. Læknar eru ekki leystir undan ákvæðum refsi- og einkamálaréttar eða frá siðferðisskyldum, allt samkvæmt gildandi lögum í viðkomandi landi. /. Frumatriöi 1. Læknisfræðirannsóknir á mönnum verða að full- nægja vísindareglum, sem almennt eru viðurkennd- ar og rannsóknirnar eiga að byggja á fullnægjandi tilraunum í rannsóknastofu, tilraunum á dýrum og að hvíla á itarlegri þekkingu á vísindabókmenntum. 2. Áætlun og framkvæmd hverrar tilraunar á mönnum ætti að skilgreina mjög Ijóst i rannsóknareglum. Þær reglur ætti að senda til umfjöllunar i óháðri nefnd, sem sérstaklega er skipuð 1 þessu skyni og er nefndinni ætlað að veita umsögn og leiðbeiningar. 3. Læknisfræðirannsóknir á mönnum ættu þeir einir að hafa með höndum, sem hafa fullnægjandi vísinda- lega færni og vinna undir eftirliti læknis með klíníska hæfni. Ábyrgðin á velferð þess, sem undir tilraunina gengst, verður ávallt að vera hjá lækninum. Hún verður aldrei lögð á viðkomandi mann, jafnvel þó að hann hafi gefið samþykki sitt. 4. Læknisfræðirannsóknir á mönnum verða ekki laga- lega réttlættar, nema því aðeins að mögulegur ávinningur vegi þyngra á metunum en sú hætta, sem þáttakandanum er búin og fólgin er í rannsókninni. 5. Undanfari allra læknisfræðirannsókna, sem fela í sér rannsóknir á mönnum, ætti að vera ítarlegur samanburður á þeirri fyrirsjáanlegu áhættu, sem þátttakanda er búin og þeim ábata, sem ætla má að falli viðkomandi manni eða öðrum mönnum í skaut. Umhyggja fyrir hagsmunum viðkomandi manns verður ávallt að rikja yfir þörfum vísindanna og samfélagsins. 6. Ávallt ber að virða rétt manns, er gengst undir rannsókn, til þess að vernda virðingu sína. Allrar varúðar skal gætt, í þvi skyni að virða einkalíf hans og að draga úr áhrifum rannsóknar á andlega og líkamlega reisn og á skapgerð hans. 7. Læknar skyldu forðast að eiga aðild að rannsóknum á mönnum, nema þeir geti fullvissað sig um það, að hægt sé að segja fyrir um þá hættu, sem felst í rannsókninni. Læknar ættu að stöðva hverja þá rannsókn, sem leiðir í ljós, að hætturnar eru þyngri á metunum en hugsanlegt gagn af rannsókninni. 8. Þegar læknir birtir niðurstöður rannsókna sinna, er hann skyldur að standa vörð um nákvæmni þeirra. Skýrslur um tilraunir, sem ekki eru í samræmi við grunnatriði þessarar yfirlýsingar, ætti ekki að samþykkja til birtingar. 9. Öllum þeim, sem boðin er þátttaka í læknisfræði- rannsóknum, ber að greina á fullnægjandi hátt frá markmiði rannsóknar, aðferðum, væntanlegri hags- bót, hugsanlegum hættum og óþægindum, er kunna að vera rannsókninni samfara. Menn skulu fræddir um það, að þeir geti hætt þátttöku og að þeir geti, hvenær sem er, dregið til baka samþykki sitt um þátttöku. Læknirinn ætti síðan að afla formlegs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.