Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 22
134 LÆKNABLAÐIÐ veigri sér við því. Annars vegar eru þeir sem alls ekki neyta áfengis og telja áfengisneyslukönnun sér óviðkomandi af þeim sökum. Hefur þetta komið greinilega fram í viðtölum við suma sem ekki svöruðu spurningalistunum eða í bréfum sem bárust frá öðrum. Hins vegar eru misnotendur og aðrir sem getur verið svo illa ástatt fyrir, að þeir geti ekki eða hirði ekki um að svara bréfum og spurningalistum (15). Við samanburð á þeim sem svöruðu 1979 og þeim sem ekki svöruðu þá með tilliti til áfengisneyslu og misnotkunar 1974 kom í ljós, að í hópi þeirra sem ekki svöruðu voru fleiri sem drukku mikið (»stórdrykkjumenn«) og mun fleiri misnotendur (13). Þetta rennir stoðum undir þá tilgátu, að niðurstöður sem fást við rannsóknir sem þessar hvað varðar algengi misnotkunar og mikillar drykkju, séu heldur lægri en ætla má að þær séu í raun, ef næðist til allra. Nánar er fjallað um aðferðafræðilegan vanda rannsókna af þessu tagi og tilraun til að meta gildi þeirra í annarri grein (2). Þó að mörgum kunni að hrjósa hugur við hversu oft sé drukkið og hversu mikið sé drukkið að meðaltali í hvert sinn, er þó sennilegt að talsvert sé vantalið. Við fyrri athuganir, þegar reiknuð hefur verið meðalneysla á mann á ári eftir upplýsingum sem þátttakendur í rannsóknunum gáfu, kom í ljós að hún var ekki nema rúm 40% af því sem opinberar skýrslur gera ráð fyrir (16). Er þetta í samræmi við það sem hefur fundist í tilsvarandi erlendum rannsóknum (17). Fólk vanmetur áfengisneyslu sína verulega af ýmsum ástæðum. Ekki er aðeins um að kenna gleymsku eins og sést af því, að meðalneysla síðast þegar drukkið var reyndist heldur minni en venjuleg neysla. Fyrirfram var búist við að þessu væri öfugt farið, en þó var mikil fylgni þarna á milli. Hluti af vanmatinu stafar af því að skammtarnir sem fólk gefur upp eru ekki venjulegir barskammtar, 30 ml af sterku áfengi, heldur stærri. Mikill meiri hluti drykkjunnar fer fram í heimahúsum þar sem skammtarnir eru ekki mældir nákvæmlega. Þá verða þeir auðveldlega meira en 30 ml þar eð fólki yfirleitt þykir það lítið í stóru glasi, en kallar það samt einn skammt (sjúss). Enda mun vera algengast að fólk kaupi tvöfaldan skammt í einu á veitingahúsum. Sé gert ráð fyrir þessari mælingarskekkju verður vantalning auðvitað miklu minni. Þrátt fyrir þær takmarkanir, sem áfengisneyslukannanir okkar eru háðar, sýna niðurstöður þessara rannsókna að ýmsar breytingar hafi orðið á neyslunni á síðustu tíu árum, sem eru i samræmi við það sem lesa má út úr söluskýrslum. Mat á algengi áfengismisnotkunar er háð því hve ströng skilyrði eru sett fyrir skilgreiningunni. í þessum rannsóknum hafa verið sett þau skilyrði að fólk hefði einhver 3 af 8 einkennum, sem jafnan finnast hjá þeim sem leita aðstoðar vegna misnotkunar. Áður hefur verið bent á, að þessi skilgreining kann að vera í víðara lagi og að hægt sé að þrengja hana með því að bæta við fleiri einkennum (15). Samkvæmt henni var algengi misnotkunar á aldrinum 20-49 ára 6% árið 1974, en 3,5% árið 1984. Áfengisfíkn er hins vegar ákveðnar skilgreind og var algengi hennar 1,8% og 1,4% á þessum árum. Hins vegar höfðu 1,8% leitað aðstoðar vegna áfengismisnotkunar 1974, en 2,6% 1984. í nýlegum bandarískum rannsóknum kom í ljós, að algengi áfengisfíknar og misnotkunar fólks 18 ára og eldra í þremur stórborgum var 6,5%-8% (18), en 11,5%-15,7% höfðu fengið þessar greiningar einhvern tíma á ævinni (»life time prevalence«) (19). Við rannsókn á íbúum sænsks smábæjar 1972 (20) reyndist algengið 9,6% meðal karla á aldrinum 25-59 ára. í annarri sænskri rannsókn frá svipuðum tíma var alkóhólismi greindur hjá 4,8% karla á aldrinum 18-65 ára (21). Erfitt er að bera þessar niðurstöður saman innbyrðis og við það sem fundist hefur í okkar rannsóknum vegna mismunandi rannsóknaraðferða. í fyrstnefndu sænsku rannsókninni fengu 6,3% greininguna áfengisfíkn, sem er mun meira en hér á landi bæði hvað varðar fikn samkvæmt skilgreiningu í þessari rannsókn og meira en hlutfallslegur fjöldi þeirra sem leitað hefur aðstoðar hér. Hugsanleg vantalning í okkar rannsókn nægir engan veginn til að skýra þennan mun. Þó að tíðni misnotkunareinkenna virðist minni 1984 en 1974 er óvíst að svo sé, annars vegar vegna þess, samkvæmt fyrri reynslu okkar (13) er líklegt að í hópi þeirra, sem ekki svara og voru mun fleiri 1984 en 1974, séu fleiri misnotendur og »stórdrykkjumenn« en í hópi svarenda. Einnig er hugsanlegt, að hin mikla umræða um drykkjusýki og áfengismisnotkun sem verið hefur í fjölmiðlum á þessu tíu ára bili, hafi haft áhrif í þá veru, að svarendur afneituðu einkennunum frekar nú en áður, af því að þeir telji sig ekki alkóhólista. Sumir hefðu þó búist við að þessu væri öfugt farið og fleiri játuðu einkennin og teldu sig alkóhólista. Þegar bandarísku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.