Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1995, Qupperneq 39

Læknablaðið - 15.11.1995, Qupperneq 39
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 799 Æðagúlsbelgur í beini í höfuðkúpubotni Sjúkratilfelli Örn Smári Arnaldsson11, Þórir Ragnarsson21 Arnaldsson ÖS, Ragnarsson Þ Aneurysmal bone cyst, following a skull trauma. A case report Læknablaðið 1995; 81: 799-802 Aneurysmal bone cysts are benign lesions of bone occuring both as a primary lesion and associated with other lesions. Involvement of the skull is rare and no report of such a lesion of the skull base following a skull trauma could be found. This report describes such a case with a long term follow-up. This case demonstrates the radilogical features of skull aneurysmal bone cyst and the difficulty in path- ological diagnosis. Inngangur Æðagúlsbelgur í beini (aneurysmal bone cyst) er góðkynja meinsemd sem veldur úrátu í beini. Orsök er óþekkt. Beinbelgir verða oft fyrirferðarmiklir og greinast langoftast á fyrstu þremur áratugum mannsævinnar. Talið er að um 80% tilfella greinist fyrir 20 ára aldur. Meinsemdin þekkist bæði sem frummeinsemd en einnig sem fylgimeinsemd meðal annars í kjölfar áverka eða beinbrota. Æðagúlsbelgur í beini getur greinst í flestum beinum líkamans en er langalgengastur, eða 60-70%, í eftirtöld- um beinum í þessari röð: Sköflungi, hrygg, lærlegg, upphandlegg, mjaðmagrind ogdálki. í smábeinum handa og fóta er tíðnin 10-14%. Meinsemdin er sjaldgæf í höfuðkúpu. Skráð Frá "röntgendeild Borgarspítala, 2,heila- og taugaskurðdeild Borgarspítala. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Örn Smári Arnalds- son, röntgendeild Borgarspítala, 108 Reykjavík. eru tilfelli í hnakkabeini, gagnaugabeini og ennisbeini. Eftirfarandi grein lýsir tilfelli sem fylgst hef- ur verið með í rúman áratug frá því að bein- skemmd greindist í höfuðkúpubotni. Sjúkrasaga Um er að ræða karlmann sem varð fyrir slysi í september 1980 þá 28 ára gamall. Hann fékk verulegt höfuðhögg og missti meðvitund í nokkrar mínútur. Við komu á sjúkrahús kvart- aði hann um slæman höfuðverk og ógleði og kastaði upp. Mar sást hægra megin á höfði. Röntgenrannsókn á höfuðkúpu og andlitsbein- um leiddi ekki í ljós brot. Skoðun og einkenni voru þó talin benda til brots í höfuðkúpubotni. Eftir þennan áverka fór að bera á slæmum höfuðverkjaköstum, staðsettum aftan til við hægra auga. Vegna þessa var gerð tölvusneið- myndarannsókn í júlí 1982 (mynd 1) sem leiddi ekki í ljós neitt athugavert. Rannsókn þessi beindist umfram allt að heilanum en ekki að höfuðkúpubotninum. Tækið sem þá var í notk- Mynd 1. Tölvusneiðmynd í júlí 1982. Byrjandi beinþynning í botni tyrkjasöðuls hœgra megin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.