Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 56
412 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 tryggingakerfis-/-ríkisvalds í fjármögnun. Læknar og kjörnir fulltrúar almennings hafa í raun þróað heilbrigðiskerfið í sameiningu (og stundum með átökum) í samræmi við íslenskar aðstæður. íslenska heilbrigðiskerfið einkennist af sjúkratryggingum almannatrygginga, 100% kostnaðarþátttöku sjúkratrygginga við sjúkra- húsvist, mikilli kostnaðarþátttöku ríkisins í uppbyggingu og þjónustu heilsugæslulækna, breytilegri kostnaðarþátttöku í þjónustu ann- arra sérfræðinga utan sjúkrahúsa og greiðum aðgangi að öllum læknum. Heildarmarkmiðið hefur verið að tryggja bestu læknishjálp án þess að ótilhlýðilegur kostnaður falli á einstaka sjúklinga og að tryggja heilsuvernd. Því sjónar- miði, að þeir sem efni hafa megi sjálfir greiða fyrir þjónustu, meðal annars til að minnka biðlista, hefur almennt verið hafnað, þótt færa megi rök fyrir því, að ef slíkt greiðslufyrir- komulag væri á ákveðnum læknisverkum myndu biðlistar styttast og fleiri komast fyrr að en ella. Yfirstjórn heilbrigðismála (Lög um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990 2. gr.) fer fram á vegum Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins og faglegt eftirlit (3. gr.) á vegum landlæknisembættisins, en það vill gleymast í umræðunni að framfarir og þróun kemur frá læknunum sem starfa í grasrótinni og búa yfir þeirri þekkingu, sem nauðsynleg er og því er ekki unnt að breyta heilbrigðiskerfinu í and- stöðu við vilja lækna. Árið 1974 var almannatryggingalögum breytt þannig að síðan hafa sjúkratryggingar almannatrygginga ekki verið reknar sem eigin- leg samtrygging eða tryggingafélag því fjár- mögnunin byggir á ákvörðun Alþingis ár hvert (samanber Lög um almannatryggingar nr. 117/ 1993 42. gr.), en ekki á tryggingaiðgjöldum og eðlilegri ávöxtun iðgjaldanna. Sömuleiðis er réttur með sjúkratryggingu illa skilgreindur á vegum almannatrygginganna, með öðrum orð- um geta stjórnvöld ákvarðað fyrirvaralaust veigamiklar breytingar á almannatryggingum, sem skapar óöryggi hjá sjúklingum og verulega áhættu hjá þeim veitendum þjónustunnar sem bera fjárhagslega ábyrgð á rekstri. Uppbygging sjálfstæðrar þjónustu sérfræð- inga hefur orðið í samræmi við eftirspurn utan sjúkrahúsa og einnig vegna tregðu sem ein- kennir uppbyggingu opinberra sjúkrastofnana. Sjálfstæð heimilislæknaþjónusta hefur hins vegar ekki byggst upp á eðlilegan hátt, meðal annars vegna aðgengishindrana og stefnu opin- Páll Torn Önundarson. Ljósm.: Lbl. berra aðila. Þar sem læknar tryggja sjálfir að fyllstu gæða- og öryggiskröfum sé fullnægt í starfi sínu og fer viðeigandi hluti læknisþjón- ustu fram á göngu- og dagdeildum eða legu- deildum þegar sérstakrar öryggisþjónustu er þörf (samanber ályktun LÍ um göngudeildir frá 1974). Sjálfstæð uppbygging þjónustu sérfræðinga og heimilislækna hefur ýmsa kosti fram yfir miðstýrða uppbyggingu göngudeilda eða heilsugæslustöðva, svo sem markvissari með- ferð stofnfjár og aðhald í rekstri auk sneggri og markvissari svörunar við eftirspurn eftir breyttri þjónustu (samanber að biðlistar eru einkum vandamál stórra ríkisrekinna stofn- ana). Kostnaðargreining er sömuleiðis auð- veldari í sjálfstæðum rekstri en í opinberum rekstri. Þessir kostir hafa lítið verið nýttir á undanförnum árum í þjónustu heimilislækna, því Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur hindrað sjálfstæða uppbyggingu á vegum heimilis- og heilsugæslulækna og markvisst unnið að miðstýrðu kerfi á því sviði, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar LÍ allt frá 1982 (saman-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.