Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 635 Table I. Caracteristics of the patients. Diagnosis Males Females Total N Age N Age N Age 290.0 38 73.7 68 74.3 106 74.1 290.1 10 60.0 16 61.7 26 61.1 290.4 14 72.0 21 73.3 35 72.9 tímabili sem hér var skoðað virtust þó lifa nokkru lengur en sjúklingar sem fengu heila- bilun 10-15 árum fyrr, en mismunandi aðferðir við greiningu gera samanburð erfiðan. Inngangur Heilabilun er heilkenni sem lýsir sér í minn- istapi og skerðingu á öðrum vitsmunalegum þáttum svo sem máli, rökhugsun og skipulagn- ingu daglegra verka (1). Orsakir eru einkum heilasjúkdómar svo sem Alzheimers sjúkdóm- ur, ýmsir aðrir hrörnunarsjúkdómar í heila, blóðrásartruflanir og sýkingar í heila auk efna- skiptasjúkdóma en alls teljast orsakir vera 60- 70 (2). Algengastir þessara sjúkdóma eru Alz- heimers sjúkdómur og blóðrásartruflanir. Þessir tveir sjúkdómaflokkar skýra heilabilun hjá 80-90% einstaklinganna. Heilabilun minnkar lífslíkur einstaklinga, en þó kemur hún illa fram sem dánarorsök því komið hefur í ljós að dánarvottorð eru óáreiðanlegar heim- ildir um dauðsföll af völdum heilabilunar (3,4). Oftar en ekki eru sjúkdómar eins og lungna- bólga skráð sem dánarorsök hjá einstaklingi sem andast á lokastigi heilabilunar. Því hefur orðið að fá heimildir eftir öðrum leiðum, eink- um með faraldsfræðilegum aðferðum. Faralds- fræðilegar rannsóknir hafa sýnt að heilabilun er ein algengasta dánarorsök gamals fólks og talið er að Alzheimers sjúkdómur sé fjórða algengasta dánarorsök aldraðra í Bandaríkjun- um (5). Það er ennfremur talið að dauðsföll af völdum hrörnunarsjúkdóma í heila muni auk- ast í Bandaríkjunum um 160-170% á árunum 1990-2040 á meðan dauðsföllum af völdum nokkurra annarra algengra sjúkdóma fjölgi um 50-130% (6). Allmargar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum þessara sjúkdóma á lífshorfur og hafa þær staðfest að lífshorfur sjúklinga með heila- bilun eru talsvert lakari en jafnaldra þeirra í viðkomandi samfélagi (4,7,8). Dánarlíkur sjúklinga með heilabilun á íslandi voru athug- aðar á 12 ára tímabili, 1971-1983. Þær reyndust verulega meiri en jafnaldra þeirra og var mun- urinn um það bil tvöfaldur (9). í þessari klín- ísku rannsókn eru skoðaðar lífshorfur einstak- linga sem á 10 ára tímabili, 1986-1995, innrituð- ust á einu dagdeildina fyrir heilabilaða sjúk- linga sem starfrækt var á því tímabili á íslandi. Efniviður Hlíðabær, dagvist fyrir minnissjúka að Flókagötu 53 í Reykjavík, tók til starfa í mars 1986. Fram til ársloka 1995 höfðu 180 einstak- lingar verið innritaðir og voru þeir allir utan einn búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Fullnægj- andi upplýsingar eru fyrirliggjandi um 177 ein- staklinga (98,3%) og höfðu 167 þeirra fengið einhverja af þeim sjúkdómsgreiningum sem þessi athugun nær til (tafla I). Allir sem innrit- aðir voru í dagvistunina höfðu verið skoðaðir áður og fengið greininguna heilabilun sam- kvæmt ICD-9 (10). Sjúklingar voru á mismun- andi stigum heilabilunar en ef miðað er við þrjú stig, væg einkenni (mild), miðlungs ein- kenni (moderate) og alvarleg einkenni (severe) voru allir sjúklingar á fyrri stigunum tveimur við innritun. Skilmerki NINCDS/ ADRDA (11) á mögulegum (probable) og hugsanlegum (possible) Alzheimers sjúkdómi voru notuð. Blóðrásartruflanir voru greindar annað hvort með skýrri sögu um heilablóðfall og/eða sjáanlegum blóðþurrðarbreytingum á tölvusneiðmynd af heila eða heilablóðflæði- skanni (SPECT). Alls höfðu 138 (78,0%) sjúk- lingar farið í tölvusneiðmyndatöku, 50 (28,2%) í blóðflæðiskann og 49 í hvort tveggja, en ekki voru möguleikar á að gera blóðflæði- skann hér á landi fyrr en árið 1990. Lífshorfur voru skoðaðar einungis með tilliti til þriggja sjúkdómsgreininga samkvæmt ICD-9: Alz- heimers sjúkdómur fyrir 66 ára aldur (290,1), Alzheimers sjúkdómur eftir 65 ára aldur (290,0) og blóðrásartruflanir í heila (290,4). Einnig voru athugaðar lífslíkur einstaklinga með Alzheimers sjúkdóm án tillits til aldurs við upphaf, það er greiningunum 290,0 og 290,1 var slegið saman. Einstaklingar með aðrar sjúkdómsgreiningar voru einungis 10 (6%). Eftirlit var haft með sjúklingunum frá öldr- unarlækningadeild Landspítalans í Hátúni og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.