Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1992, Blaðsíða 11

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1992, Blaðsíða 11
7 samsett«. Þannig sé það með alla hluti, sem ekki hafi verið þekktir áður, sem við getum skilgreint, að þeir séu saman settir og einstaka hluta sé hægt að skilgreina á sama hátt, en þá sé aftur hægt að smætta í einföldustu hluta, sem ekki sé lengur hægt að skilgreina (25). AÐ VERA ÓFÆR UM AÐ SKILGREINA HEST Nú segir frá því (2), að þeim Peter Geach og Þorsteini Gylfasyni sé um megn að skilgreina hest. G E Moore er þó öllu brattari, því að hann segir, að ef við höfum það eftir Webster, að hestur sé ferfætt hófdýr af ættkvíslinni Equus, getum við í raun átt við þrennt: 1) Verið getur, að við eigum einfaldlega við það, að þegar ég segi »hestur« beri þér að skilja það þannig, að ég sé að tala um ferfætt hófdýr af ættkvíslinni Equus. Þetta sé handahófsskilgreining og Moore segist ekki eiga við að »góður« sé óskilgreinanlegur í þessari veru. 2) Við getum síðan átt við það, að Webster ætti að eiga við það, að þegar fiest enskumælandi fólk segi »horse«, eigi það við ferfætt hófdýr af ættkvíslinni Equus. Þetta megi kalla tilhlýðilega skilgreiningu orðsins og Moore segist heldur ekki eiga við að »góður« sé óskilgreinanlegur í þessari veru. Það er vegna þess, að það er svo sannarlega hægt að komast að raun um það, hvemig fólk notar orð. Ella hefðum við aldrei getað vitað, að hægt er að þýða »góður« með »gut« á þýzku og »bon« á frönsku. 3) En við getum líka, þegar við skilgreinum hest, átt við eitthvað ennþá mikilvægara. Við getum átt við að eitthvert viðfangsefni, sem við öll þekkjum, sé saman sett á tiltekinn máta. Að það hafi fjóra fætur, höfuð, hjarta, lifur o.s.frv. og að allir hlutimir séu innbyrðis tengdir. »Það er í þessari veru sem ég neita að «góður» sé skilgreinanlegur«, segir Moore (25). SKILGREININGARFÆLNI RÖKGREININGARHEIMSPEKINNAR Þetta horf á sér djúpar sálrænar rætur. Bandaríski heimspekingurinn Thomas Nagel hefir fjallað um það, sem kalla má staðleysuhorfið. Nagel segir, að uppsprettur heimspekinnar séu handan tungumálsins og oft formenningarlegar. Eitt erfiðasta verkefni heimspekinnar sé að tjá vandamál, án þess að glata þeim í leiðinni; þau sem formlaus em, en skynjuð af innsæi. Saga [heimspekinnar] sé samfelld uppgötvun erfiðra úrlausnarefna, sem ónýti tiltæk hugtök og aðferðir til úrlausnar. Þeirra vegna þurfi sífellt að horfast í augu við það, hversu langt sé hægt að hætta sér út fyrir tiltölulega örugg mörk þess tungumáls, sem við ráðum yfir nú, án þess að eiga það á hættu að missa allt raunveruleikaskyn. Menn séu að vissu leyti að reyna að komast úr eigin huga, viðleitni sem sumir álíti fáránlega, en höfundur telji heimspekilega undirstöðu (26). Þessi vandræði verða ekki yfirfærð á okkur læknana. Við erum að fást við samsett hugtök og til þess að geta stundað fræðin þurfum við að skilgreina þau. Svo einfalt er málið. Við það beitum við hæfilegri smættun, sem felst í því að gera grein fyrir hugmyndum, með því að nýta aðrar sem almennt em álitnar einfaldari. Þannig getum við losað okkur við orðið »rafeind« og talað eingöngu um braut hennar í þokuhylki. Smættarhyggjan hefir orðið undirstaða mikilla framfara í læknavísindum, en hún er ekki alveg hættulaus. Við erum þess vegna minnug þess, að læknisfræðin er mannhyggjugrein og höfum mið af skilgreiningu Moores á hinu óskilgreinanlega. Ella eigum við á hættu að glata hinu mannlega. Um þetta hefir Henrik R Wulff fjallað rækilega á öðrum stað (27). ORÐ SEM LEIKFÖNG Höfundur ritsins segir, að orð séu »leikföng fyrir hugsandi mann: öll mannleg hugsun, í vísindum engu síður en í skáldskap eða fyndni, er leikur að orðum. Orðið «kraftur» er bara lítið dæmi« (2). Nú má svo sem hugsa sér, að sleppa því alveg að skilgreina, ná sér í gott orð og leika sér með það: Sænsk vinkona mín, sagðist dag nokkum hafa fundið nýtt orð - spúnk - eitt það bezta, sem hún hafði heyrt. Ekki var henni ljóst hvað orðið merkti, en þó vissi hún að það merkti ekki ryksuga. Hún hafði aldrei séð spúnk og reyndi því víða fyrir sér, til dæmis í bakaríi, jámvöruverzlun og hannyrðaverzlun, en enginn hafði spúnk til sölu.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.