Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1992, Blaðsíða 13

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1992, Blaðsíða 13
9 Annars gín háskinn við: fleiri orð en eitt um eitt hugtak (2).« Það er vissulega rétt, að talið er ákjósanlegast, að hafa eitt heiti fyrir hvert hugtak. Þetta fer nú samt ekki alltaf eftir, til dæmis ef málvenja er um annað og fyrir því beygja menn sig að sjálfsögðu. Sé tekið dæmi úr læknisfræðinni, er um latneska heitið »processus« ýmist notað garður, klakkur eða tindur. Þannig tanngarður (processus alveolaris), hnúaklakkur (processus condylaris), hryggtindur (processus spinosus). Ákjósanlegt væri að klakkur væri einn notaður fyrir »processus«, meðal annars af því að þá losnuðu garður og tindur til nota í öðru samhengi, þar sem þau ættu vel við og leystu þar dálítinn vanda. Samt hefir enginn lagt slíkt til. Þá er það eðlilegt, að mörg heiti séu í gangi samtímis á ýmsum stöðum. Þetta gerist til dæmis í læknisfræðinni, vegna þess að út um allt land eru menn að búa til ný heiti um ný hugtök. Þeir nota þau í viðræðum við sjúklinga, þegar þeir skýra út hvað amar að eða í hverju meðferð felst, í sjúkraskrám, í fyrirlestrum og í greinum. Oft er sitt hvert heitið notað á íslenzku, eftir því hvaða grein á í hlut, þótt á erlendum málum sé eitt heiti notað um þessi mismunandi hugtök. Tökum íðorðið »induction« sem dæmi. I rafsegulfræði er talað um span, í stærðfræði um þrepun, í rökfræði - aðferðafræði um aðleiðslu og í svæfingalækningum um íleiðslu, en það merkir tímabilið frá því að byrjað er að gefa svæfingarlyf, þar til meðvitund er horfin og sjúklingur er kominn í jafnvægi á hæfilegu stigi fyrir skurðaðgerð. Heitið getur auk þess meðal annars merkt herkvaðning, innsetning, orsökun, vígsla (32). EINTRJÁNINGASÁLFRÆÐI Ekki veit ég hversu víða höfundur kversins (2) hafði setið fundi í orðanefndum, þegar hann setti fram alhæfingamar um starfshættina, en dæmin sem hér voru talin upp, þykja mér benda til þess, að eintrjáningar ráði nú ekki beinlínis starfsháttum orðanefndanna. Eitt er það í fullyrðingunum, sem vekur furðu mína öðru fremur: Ef í orðanefndum er drjúgur slatti eintrjáninga, hvers vegna í ósköpunum eru þeir að álpast á reglubundna fundi, til þéss að rífast um orð? Það hlýtur að vera mikill annmarki fyrir eintrjáning [= þröngsýnn, smásmugulegur, þrár maður (20)], að þurfa að leggja hugmyndir sínar í sameiginlegan sjóð og geta ekki státað sig af því að hafa myndað orðið, smíðað heitið. Það hlýtur þar að auki að vera ennþá sárara að þurfa sífellt að semja við hina eintrjáningana; að samþykkja heiti á hugtök frá öllum hinum í skiptum fyrir eitt og eitt úr eigin safni, vegna þess að eintrjáningar hljóta að telja, að þeirra orð séu ágætari en hinna, betur mynduð, hljómfegurri og geri ljósari grein fyrir hugmyndinni sem að baki liggur. Þess háttar fundir hljóta að vera eitt allsherjar rifrildi og vandséð hvemig hægt væri að ná nokkru samkomulagi við slík skilyrði, því varla láta eintrjáningamir af sínu. Þess vegna held ég, að þeim líði lang bezt hverjum í sínu homi, við það að setja eigin heiti á eigin hugtök óháðir öllum öðmm. Sjálfur hefi ég ekki komið á fund í annarri orðanefnd en þeirri sem læknafélögin halda úti og get því ekki dæmt um það af eigin reynslu, hvort lýsingin á fundahaldi í öðmm nefndum er rétt. Fram skal tekið, að höfundur ritsins (2) hefir ekki setið fund hjá Orðanefnd læknafélaganna. Nú er mér sagt af kunnugum mönnum, að það sem einkenni orðanefndafundi umfram annað, sé glaðværð, að þar sé haldið á lofti skáldskap, jafnvel fyndni, engu síður en vísindum o| þar fari jafnvel fram leikur að orðum. Eg held að þessi síðari lýsing geti betur staðizt, vegna þess að sleppi eintrjáningur inn í orðanefnd, hlýtur annað tveggja að gerast: Að honum er fleytt út úr nefndinni (með góðu eða illu) eða að nefndin hreinlega lognast út af, vegna þess að hinir hætta að mæta. Sé þessi ályktun rétt, virðist gagnrýnandinn (2) einhvers staðar hafa flotið hjá garði. ORÐALISTAR OG ÖNNUR HJÁLPARGÖGN »1 minni starfsemi er aðeins einn maður eða kona að hverju verki, óbundinn af öllu öðru en eigin lærdómi og ímyndunarafli og því sem bezt hefur verið gert í landinu fyrir hans eða hennar dag. En það sem hann eða hún skrifar er lesið í landinu af því það er samfellt mál, lærdómsríkt og skemmtilegt fyrir skólafólk og almenning. Hver skyldi lesa orðalista?« (2)

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.