Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 31

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 31 Jón Krabbe (1874-1964), skrifstofustjóri. marga lækna, og hann vildi helst hafa lækna, sem hann þekkti, og þá tók hann Pétur með sér. Og þess vegna var þessi deild hans kölluð „lille avdel- ing B“ frá Ríkisspítalanum. Svo vantaði hann afleysara um sumarið 1943, og þá tók hann mig. Eg fékk þar hærra kaup, svo ég fór bara en vann eftir hádegi á Berklavarnastöðinni. Á þessum ár- um vorum við, íslensku læknarnir, á miklu lægra kaupi en hinir dönsku kollegar okkar. Vegna vinnu minnar var mér úthlutað skilríkj- um til að geta verið á ferli, eftir að útgöngubann tók gildi. í ágúst 1943 ætluðu Þjóðverjar að hremma danska flotann, en Danir gerðu sér lítið fyrir og sökktu honum. Eftir það var sett á út- göngubann, eftir að myrkt var orðið. Ég var eitt sinn að gegnumlýsa síðasta manninn á Berkla- varnarstöðinni, og það var rétt að byrja að skyggja, þegar skyndilega allt lék á reiðiskjálfi og ljós slokkna. Allir reyndu að komast heim sem fyrst. Ég hjólaði eins og venjulega, og það var fullt af lögrealumönnum og Þjóðverjum á hverju götu- horni. Ástæða þessa „jarðskjálfta" var loftárás á stærstu sykurverksmiðju Kaupmannahafnar, sem stóð skammt frá vinnustað mínum. Daglegir reiðtúrar Kristjáns X. um götur Kaup- mannahafnar voru gott fréttaefni á Islandi. Hann fór alltaf á sama tíma og löturhægt. Hann fór Rysgade, sem er á Vesterbro, mikið fátæktar- hverfi, og reið þar löturhægt og storkandi. En Þjóðverjarnir létu hann ekki komast upp með þetta til lengdar, og þegar Danir sökktu flotanum í ágúst 1943 varð allt vitlaust, og þá tóku þeir fyrir þetta. Ég man, að Kristján X. kom einu sinni inn á Bispebjerg, þegar ég var þar hjá prófessor Meu- lengracht. Þá þurfti prófessorinn að spegla enda- þarminn í kallinum, og allt var í pati, því það var ekkert borð nógu langt. Svo hann varð að setja saman eitthvert borð til að koma kónginum uppá. Við fengum ekki einu sinni að vera inni, þessir ungu, nei, nei. Á þessum árum lá leiðin oft í íslenska sendi- ráðið í Kaupmannahöfn og var ég vel kunnugur starfsfólkinu, Tryggva Svörfuði og Önnu Steph- ensen. Dag einn fékk ég boð um að mæta til viðtals við Jón Krabbe, sendiráðsforstjóra. Strax og ég kom þar sá ég að Tryggvi var eitthvað kynlegur á svipinn. Jón Krabbe var þessi ljúfi, hægláti og kurteisi maður. Eftir dálítinn inngang sagðist hann vera með tilboð um atvinnu fyrir mig, en ekki sá ég neinn ánægjusvip á honum, frekar algjört hlutleysi. Fannst mér þetta ekki boða neitt gott, enda gat varla verið um tilboð frá dönsku sjúkrahúsi að ræða. Hann sagði það vera frá Þjóðverjum. Mér væri boðið vel launað yfir- læknisstarf í Berlín og að allir 10 íslensku læknarn- ir í Höfn hefðu fengið álíka tilboð. Ég sagði hon- um að enginn vissi betur en hann að ég væri í læknisstöðu hér í Höfn, sem ég ætlaði ekki að sleppa. Því myndi ég ekki sinna þessu tilboði. Ég spurði hvernig stæði á þessum aðgerðum, en um það vildi hann ekki ræða, en sagði að sér væri nauðugur einn kostur að flytja okkur þessar frétt- ir, en þakkaði mér innilega fyrir undirtektirnar. Fór svo að enginn þessara 10 lækna gaf færi á sér til fararinnar. Jón Krabbe var sérstæð persóna, sem seint gleymist, þessi yfirvegaði vitmaður. Skömmu eft- ir embættispróf í lögfræði og hagfræði 1898 gekk hann í þjónustu íslenska ríkisins og starfaði alla sína tíð í utanríkisþjónustu Dana fyrir íslands hönd og síðar í íslenska sendiráðinu í Höfn þar til hann lét af störfum 1953. Þeir vita sem best þekkja hvílík stoð og stytta hann var íslenskri þjóð á löngum starfsferli, eins og reyndar má fá hug- mynd um í bók hans Frá Hafnarslóð til lýðveldis frá 1959. Jón Krabbe var sonur Harald Krabbe, prófessors við Danska landbúnaðarháskólann, sem ferðaðist hér á landi við að rannsaka sulla- veikina. Kynntist hann þá konu sinni Kristínu Guðmundsdóttur, sem var systir Jóns Guð-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.