Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 37

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 37 lyflæknadeild. Vona ég, að það verði ekki tekið sem gort eða sjálfshól, er ég segi, að við þrír höfum skilað þar góðu búi. Þriðji læknirinn, sem hér kemur við sögu, er Olafur Geirsson. Sem fyrr greinir, fór Snorri P. Snorrason til Bandaríkjanna haustið 1954, og þurfti þá mann í hans stað. Olafur hafði verið á Vífilsstöðum frá 1939. Náin vinátta var með okk- ur Ólafi, og ræddum við um, að hagkvæmt væri fyrir hann að ráða sig á lyflækningadeild til að öðlast réttindi í þeirri grein. Hann hóf störf í ársbyrjun 1955, og þar með hafði vænkast hagur deildarinnar með tilkomu tveggja reyndra sér- fræðinga. Ólafur var traustið uppmálað enda mjög virtur og elskaður af sjúklingum. Við vorum á þessum tíma að hefja blóðþynningarmeðferð, og fór Ólafur til námsdvalar á Ríkisspítalann í Osló, sem þá var aðal fræðasetrið í þeim efnum. Að þeirri dvöl lokinni sá hann með mikilli prýði um þessa meðferð, þar til hann féll frá 1965. Öll störf Ólafs einkenndust af festu, nákvæmni og samviskusemi. Störf hans að segavarnarmálum voru lyflækningadeildinni til mikils sóma. Hann flutti fyrirlestra um segavarnir hérlendis og víða á Norðurlöndum, og kom þá í ljós, að Lyflækninga- deild Landspítalans stóð jafnfætis þeim bestu á þessu sviði. Þessi ár var það alveg greinilegt, að kransæða- sjúkdómar voru að aukast, og okkur Theodóri virtist eins og sveitafólkið og jafnvel bændurnir slyppu betur, og við höfðum eitthvað verið að tala um það. Það endaði með þeim ósköpum, að þing- menn heyrðu ávæning af þessu, og Björn á Löngumýri sagði, gott ef ekki var í þingræðu: „Það er nú gott, sem sérfræðingar á Landspítalan- um segja, að þessir hjartasjúkdómar legðust ekki á alla ... það væri bara allt í lagi með bændur." Ég sagði þá við Theodór: „Varst þú eitthvað að tala um þetta við Björn?“ „Nei, andskotinn," segir hann, „hann hefur þetta frá þér.“ „Nú eða þér,“ segi ég, hvorugur okkar vildi viðurkenna að hafa komið þessari sögu af stað! Theodór Skúlason var vinsæll kennari í deild- inni. Hann var kappsamur og fékk iðulega angina pectoris af að tefla við læknanemana og þurfti þá að leggja sig um stund á eftir. Theodór starfaði allan starfstíma sinn að vísindastörfum á sviði hjarta- og innkirtlasjúkdóma. Fráfall hans 1970 var því mikið áfall fyrir okkur öll og læknadeild. Hann stóð þá í miklum vísindastörfum, sem hon- um tókst ekki að ljúka, og einnig vann hann að skipulagningu á kennslu í læknadeild. Ég hitti Theodór í síðasta sinn í júlí 1970. Hann vissi, að ég var á leið norður í Laxá í Aðaldal. Hann hafði fastmótaðar skoðanir á flestum hlut- um, meðal annars á laxveiði og veiddi alltaf á flugu, maðkveiði var honum ekki samboðin. Hann segir þá kankvíslega: „Þú ert að fara norð- ur, það verður aldeilis maðkadorg á þér.“ Ég hló og sagði það rétt vera. A öðrum veiðidegi mínum fyrir norðan var töluverð laxaganga í ánni, og félagi minn landaði nokkrum löxum, en þegar ég hafði misst fjóra í röð, fannst mér þetta ekki ein- leikið og hætti veiði. Þegar heim í veiðihús kom, beið mín hraðsamtal frá Reykjavík. Það var Snorri P. Snorrason, sem tilkynnti mér lát Theodórs. Það gengur misjafnlega að sameina rannsókna- vinnu og vinnu við móttöku og skoðun sjúklinga og fer eftir áhuga hvers og eins. Ég tel, að það hafi átt við mig að eiga við sjúklinga. Það varþað eina, sem ég kunni og vildi gera. Aðstæður til rann- sókna hér heima fyrir voru því miður ekki sem skyldi, en það hefur batnað. Hvað snertir kennslu, var það svo víðs fjarri, að ég hefði hugs- að um það. Hinsvegar vildi ég gjarnan hafa stúd- enta með mér á stofugangi og kenna þeim þannig. En ég var ekkert gíraður í að fara að romsa uppúr bókum, því þó ég læsi dálítið, þá las ég meira fyrir mína þekkingu og mat. Samskipti Landakotsspítala og Landspítalans á þessum árum voru að mestu friðsamleg, og það bar ekki á, að við værum til dæmis að keppa um sömu mennina. Ég varð þó var við, ef þeir fengu erfiða sjúklinga. Þá var stundum reynt að útskrifa þá og koma þeim inn til okkar. Það var þetta pot, sem ég kunni illa við. Annars var það nú allt í góðu eins og þar stendur. Reksturinn stóð víst alltaf í járnum á Landakoti og lengi vel höfðu þeir í raun og veru enga lyfja- deild, skurðlæknarnir virtust ekki telja sig þurfa á þeim að halda. Matthías Einarsson hrakti þennan ágætis mann, Valtý Albertsson, af spítalanum. Ég komst að því, þó Valtýr segði það ekki beint við mig, en ég gekk á hann einu sinni og sagði: „Hvernig í ósköpunum stóð á því, að þú, með þessa fínu menntun í lífefnafræði og lyflæknis- fræði, ert ekki á Landakoti?“ Þá hló hann og sagði: „Æ, það er svona, það er svo margt, sem skyggir á suma, ég fékk ekki þá aðstöðu, sem mér líkaði, svo ég hætti bara.“ Valtýr var lærðasti maðurinn í stéttinni. Vegna afskipta minna af stofnun Gigtarfélagsins er ég heiðursfélagi þess félags og eins Hjartasjúkdómafélagsins, en ég var fyrsti formaður þess líka. Þegar Ólafur Geirsson hætti störfum á lyflækningadeildinni í árslok 1956 og byrjaði aftur á Vífilsstöðum, réðst til okkar 1957 Jón Þorsteinsson, og við höfum því átt langt og ánægjulegt samstarf. Með tímanum tók Jón Þorsteinsson að sér gigtarsjúkdóma og lækningu

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.