Kjarninn - 29.05.2014, Side 18

Kjarninn - 29.05.2014, Side 18
05/12 Viðtal „Það kom eiginlega til út af eiginkonu minni. Hún og Baldvin eru æskuvinir frá Akureyri. Baddi var hálfgerður heimalningur á heimili fjölskyldu Kolbrúnar. Þau hafa alltaf haldið góðu sambandi í gegnum árin. Fyrir fjórum árum bauð Baddi okkur í mat. Mig hefur alltaf langað til að skrifa kvikmyndahandrit en hafði ekki hugmynd um hvernig maður gerir slíkt, og þar sem Baddi lærði handritaskrif í Danmörku,spyr ég hann þegar við erum að fara hvort hann eigi kennslubók í handritagerð til að lána mér. Hann veðraðist allur upp, hljóp til og lét mig fá kennslubók. Sú hugsun að við tveir ættum eftir að vinna saman var aldrei í höfðinu á mér þá, ég var bara að reyna að finna leið til að læra handritagerð,“ segir Birgir og brosir. Birgir fór heim með bókina og gluggaði í hana og dreymdi um að einn dag myndi hann skrifa handrit að kvikmynd. Svo þremur mánuðum síðar hringdi hjá honum síminn. „Það var Baddi. Hann spurði mig hvort ég væri búinn að lesa bókina, og ég sagði honum að ég hefði aðeins gluggað í hana já. Þá segir hann bara algjörlega upp úr þurru að hann langi nefni- lega svolítið til að við tveir skrifum saman næstu myndina hans. Ég sagði strax já, þó að ég hafi kannski ekki verið alveg sannfærður um að þetta væri eitthvað sem ég gæti, heldur fannst mér þetta meira svona spennandi tækifæri. En þetta er einn af styrkleikum hans Badda, hann veit eða grunar oft hvað aðrir eru færir um að gera betur en þeir sjálfir. Mér fannst ég ekkert vera tilbúinn að stökkva út í djúpu laugina en hann var hins vegar alveg sannfærður.“ eftir fyrsta fundinn varð ekki aftur snúið Baldvin Z. og Birgir hittust í fyrsta skiptið til að ræða Vonar- stræti á Kaffi Mokka við Skólavörðustíg, í árslok 2010. „Þar sagði hann mér hvað hann vildi gera í næstu myndinni sinni. Hann sagði mér frá nokkrum plottpunktum og tveimur persónum. Rónanum Móra sem var með djúpan harm í brjósti, og stelpunni sem leiðst hafði út í heimavændi. Mikið annað var hann ekki með. Hann var ekki með neina sögu, og vissi ekki hvernig þessar persónur áttu að tengjast, en vildi að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.