Kjarninn - 29.05.2014, Page 78

Kjarninn - 29.05.2014, Page 78
04/05 álit kennara og að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þegar stjórnmálafólk segir hugmynd vera óraunhæfa þýðir það bara eitt: Hugmyndin er ekki forgangsmál hjá því. Og þegar sagt er að þetta verði á kostnað annarra brýnna verkefna eða leiði til verri þjónustu við borgarana jaðrar það við hræðsluáróður. Auðvitað verða peningarnir ekki teknir úr skólastarfi til að setja í skólastarf. Þá má finna annars staðar – eins og kemur fram síðar í greininni. Oddviti Bjartrar framtíðar hefur sagt að honum þyki ekki óeðlilegt að foreldrar taki þátt í kostnaðinum, sjálfur sé hann vel í stakk búinn til þess. Auk þess sé líklegt að gjaldfrelsið komi niður á þjónustunni. Þetta viðhorf lýsir ekki miklum skilningi á fjölbreyttum aðstæðum fólks í samfélaginu eða þeim tækifærum sem borgarstjórn hefur til að jafna tækifæri þeirra. Frambjóðendur Samfylkingarinnar hafa ekki beint sagst vera á móti hugmyndinni. Skúli Helgason hefur þó sagt að það sé ósanngjarnt að ríkt fólk fái þjónustuna gjaldfrjálsa. Þar talar hann beint gegn jafnaðarstefnunni, stefnunni sem Samfylkingin kennir sig við, þar sem þjónustan ætti að vera í boði fyrir okkur öll en fjármögnuð í gegnum skattkerfi sem tryggir að þeir tekjuhæstu leggi sitt af mörkum í samræmi við tekjur. Eða getur verið að stefna Samfylkingarinnar hafi breyst í slíkum grundvallaratriðum? Vinstri græn eru með raunhæfa áætlun Rekstur leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila er að langstærstu leyti fjármagnaður úr sameiginlegum sjóðum. Gjaldtakan stendur aðeins undir um 10% af kostnaðinum. Að stíga skrefið til fulls kostar 3 milljarða króna. Vinstri græn hafa lagt fram áætlum um að gjaldfrelsi verði innleitt á fjórum árum. Það verður gert með því að forgangsraða 750 milljónum, 0,9% af heildartekjum borgar- sjóðs, í það verkefni. Á næstu fimm árum er gert ráð fyrir góðri rekstrarafkomu borgarsjóðs (Mynd 3). Því er ljóst er að svigrúm er til að fara í verkefnið einmitt núna og að það þarf ekki að bitna á öðrum brýnum verkefnum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.