Kjarninn - 29.05.2014, Síða 93

Kjarninn - 29.05.2014, Síða 93
lýðræðið tapaði á torgi hins himneska friðar Nei, ég held ekki, ég tel að lýðræði eigi ekki mikla möguleika í Kína á næstunni. Torg hins himneska friðar er ekki bara tákn fyrir sigur kommúnista 1949 heldur líka fyrir tap lýðræðisins 1989. Þeir sem stóðu í fylkingarbrjósti lýðræðishreyfingar stúd- enta 1989 eru tvístraðir. Einhverjum tókst að flýja land. Aðrir voru eltir uppi og fangelsaðir. Sumir skotnir. Sam felldur hagvöxtur í meira en tvo áratugi hefur líka gefið fólki um annað að hugsa en hugmyndafræði og pólitík. Ákall manna eins og Liu Xiaobo fellur í mjög grýttan jarðveg. Leiðtogar Flokksins standa uppi sem algerir sigurvegar- ar. Slíkur hefur árangur þeirra verið að sumir tala nú um „Peking-leiðina“ (ríkiskapítalismi og valdsstjórnarskipulag) sem andsvar við „Washington-leiðinni“ (frjálshyggja og lýðræði) sem skildi eftir sig sviðna jörð í hruninu 2008. Peking-leiðin hlýtur að hafa gríðarlegt aðdráttarafl fyrir ríkjandi öfl hvar sem er í heiminum. Hún „sannar“ að það sé best að þeir sem stjórni haldi áfram að stjórna, a.m.k. þangað til áfall ríður yfir sem afsannar það. 08/10 Kína Persónur og leikendur fjórða maí hreyfingin var hápunktur í mikilli deiglu í Kína á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar, gjarnan kölluð Nýmenning. Menntamenn leituðu skýringa á því hvers vegna svo illa gengi að koma af stað framförum Í Kína þrátt fyrir afnám keisaraveldis og stofnun lýðveldis 1912. Helst var talið að snúa þyrfti algerlega baki við íhaldssömum kínverskum hefð- um eins og konfúsisma. Í staðinn ætti að taka upp vestrænar áherslur eins og vísindi og lýðræði. Hinn 4. maí 1919 risu stúdentar í Peking upp gegn herfurstum sem hrifsað höfðu til sín völd í landinu. Þeim ofbauð eftirgjöf þeirra gagnvart stórveldunum á friðarráð- stefnunni í París (í kjölfar heimsstyrjaldarinnar fyrri) sem þá stóð yfir. Þeir mótmæltu áformum um að afhenda Japönum fyrrverandi áhrifasvæði Þjóðverja í Austur-Kína. Eftir þetta varð nýmenningahreyfingin róttækari og þjóðernissinnaðri. Upp úr þeim jarðvegi spratt síðan Kommúnistaflokkur Kína 1921. Kommúnistaflokkur Kína (Flokkurinn) var stofnaður í Shanghai árið 1921. Upphaflega var hann undir mikl- um áhrifum frá Sovétríkjunum í gegnum Komintern.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.