Búskapur hins opinbera 1945-1980 - 01.01.1983, Side 17

Búskapur hins opinbera 1945-1980 - 01.01.1983, Side 17
15 5.1 Tekjur. Fasteignagjöld. Auk fasteignaskatta eru tekin með ýmis gjöld varðandi fasteignir t.d. lóðarleiga °g byggingarleyfisgjald. Til Jöfnunarsjóðs. Hér eru færðar heildartekjur Jöfnunarsjóðs, en sjóðurinn er í þessu yfirliti hluti af „búskap sveitarfélaganna“. Aðrir óbeinir skattar. Hér er aðallega um gatnagerðargjald að ræða, en gatnagerðargjald í Reykjavík og kaupstöðum fyrir utan hreppsfélög, námu 3207 m.gkr. árið 1980. 5.2 Gjöld. Annað viðhald. Hér er fyrst og fremst fært viðhald fasteigna, en annað viðhald er fært undir „Önnur samneysluútgjöld“. Önnur samneysluútgjöld. Undir þennan lið fellur t.d. stjórnunarkostnaður, menntamál o.fl. Launatengd gjöld eru talin með launum. Sala vöru og þjónustu. Undir þennan lið falla ýmsar tekjur t.d. húsaleigutekjur. Þá hefur m.a. verið færð þátttaka í ýmsum sameiginlegum kostnaði, sem millifærður hefur verið á aðrar stofnanir eða málaflokka. Styrkir til fyrirtœkja og atvinnuvega. Hér er aðallega um að ræða framlög frá Reykjavíkurborg og þá fyrst og fremst vegna Sumargjafar og Sinfóníuhljómsveitar en framlög til strætisvagna og annarra bæjarfyrirtækja hafa ekki verið færð hér undir heldur hafa þau verið færð á eignabreytingareikning. Til samtaka. Hér eru færð framlög til ýmissa félaga, t.d. „íþróttafélaga". Til heimila. Hér er fyrst og fremst um ýmsa fjárhagsaðstoð til einstaklinga að ræða, þar með talin meðlög, en við úrvinnslu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hafa greiðslur til Innheimtustofnunar sveitarfélaga verið færðar undir þennan lið.

x

Búskapur hins opinbera 1945-1980

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búskapur hins opinbera 1945-1980
https://timarit.is/publication/996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.