Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Side 48

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Side 48
F R I Ð A R Eftir Charles Meiri og öflugri vigbúnaður. í októberhefti Stefnis var skýrt frá skoðun Coolidge forseta á þess- um málum, og heitið að segja síð- ar frá skoðun Beards prófessors. Hann ritar um þetta efni tvær greinar í Harpers Magazine, eitt af merkustu tímaritum Bandaríkj- anna. Fyrri greinina kallar hann „Meiri og öflugri vigbúnaður“, og hefir mál sitt með því að gera gys að því, hve hátiðleg blöðin voru, þeg- ar þau skýrðu frá undirskrift Kel- logg-sáttmálans. Hann er, segir Beard, alveg eftir höfði stjórnmála- mannanna. Hann er eins og hver vill. Englendingar eru fúsir að hafna ófriði allstaðar, nema þar sem Eng- lendingar verða að taka fastatök- um »í þágu friðarins og menning- arinnar«. — Bandaríkin vilja ekki ófrið, nema þar sem Monroekenn- ingin neyðir þá til þess að hefjast handa, eins og t. d. í Suður- og Miðameríku. Þá getur ekki heldur náð nokkurri átt að »hafna ófriði« við menningarlausar þjóðir. Hvernig stóð á þessari fjarska- legu sjálfsafneitun stórþjóðanna? Upphaf Kellogg-sáttmálans mun koma í ljós, þegar barnabörn okk- ar fá að sjá í dagsljósinu þau plögg, sem nú eru geymd og graf- in í skjalasöfnum utanríkisráðuneyt- anna. En gangur málanna sýnist hafa verið þessi: Briand býður Bandaríkjastjórninni til samkomu-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.