Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Page 64

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Page 64
254 Stalín. [Stefnir unarvaldinu og fréttavaldinu. í fyrstu vann hann af fullri einlægni með þeim Zinovieff og Kameneff, því að hann leit svo á, að hann sæti í stöðu sinni fyrir þeirra til- verknað,. og yrði að standa og falla með þeim. Þeir urðu að berjast til sigurs í flokknum, og hann fór að gera tilraunir að hjálpa þeim. Hann rak þennan, flutti hinn, skipaði þennan. Þetta gekk allt ágætlega. Sigurinn varð þeirra, og þeir héldu að þeir hefði sigrað á mælsku sinni og snilld. Stalin vissi betur, en hann sagði engum manni frá því, hve skætt vopn hann hafði fundið. Valdið í Rússlandi var alveg orðið óháð skoðunum, óháð mælsku eða snilld. Lenín var búinn að skipa öllu svo meistaralega, að valdið var í hendi þess, sem hafði tökin á flokksskipulaginu. Og þetta hafði Stalín fundið. Það gerði hann að einvaldsherra í Rússlandi. Ávext- irnir komu brátt í ljós. Trotzkí er flúinn úr landi. Búk- harín, aðalvinur Stalíns, verður að þola ofanígjafir frá honum. Kamen- eff verður að sitja og standa eins og hann vill. Kalinin og Rykoff eru í ónáð. Þeir bíða aðeins tækifær- isins. Daga og nætur gengur hann um einmana, og .veltir fyrir sér, hvern- ig hann fái haldið völdunum. Hon- um er sama um stjórnmálin. Aðrir mega þenja sig þar eins og þeim sýnist. Aðrir mega vera í öllum tignarstöðum, koma þar fram sem háir herrar, tala á fundum, semja við aðrar þjóðir. Flokksstjórnin er i hans hendi, og þeir verða að spyrja hann áður en þeir gera nokkuð sem máli skiftir. Persónan. Hvernig er Stalín? Hvað er við hann? Eiginlega ekkert. Hann er óglæsilegur í útlití, leiðinlegur í viðmóti, slæpingslegur í fasi, illa máli farinn og alveg óritfær. En hann er kjarkmaðu.r og svifist einskis, hann er viljasterkur og valdagræggi hans er takmarkalaus. Annars er hann mjög ósíngjarn. Hann er fátækur og lifir mjög spart. Hann er laus við alla skemmtanafíkn eða löngun til þess að lifa í svalli eða óhófi. Þegar hann fór ráns- ferðirnar fyrir flokkinn, skilaði hann jafnan hverjum eyri. Þetta er þá einvaldsherra Rúss- lands. Ógáfaður og valdasjúkur. Hann svo að segja rakst óviljandi á þá fjöður, sem lauk upp fyrir honum leynidyrum valdanna. Hann sá fyrstur, hvað það var, sem skifti máli í Rússlandi, og þegar hinir sáu það, var orðið um seinan að hlýða ráði Leníns. Stalin var búinn

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.