Sagnir - 01.04.1980, Qupperneq 18

Sagnir - 01.04.1980, Qupperneq 18
nafni ministerial- eða prest- þjónustubækur - sem sóknarprest- ar skráðu í prestverk sín, skírnir,giftingar og dauðsföll. Einmitt þessar bækur hafa orðið á síðustu áratugum helstu heimildir sögulegrar lýðfræði. Einn fremsti brautryðjandi greinarinnar,Frakkinn Louis Henry,hefur skilgreint hana þannig: " í víðum skilningi er viðfang sögulegrar lýðfræði allur lýður fortíðar,nálægrar eða fjarlægrar,sem engar eða ófullnægjandi tölfræðilegar upplýsingar eru um (Henry, 1970IX). Eins og áður greinir var ekki farið að afla slíkra upplýsinga.í Frakklandi með manntali á landsvísu,fyrr en laust fyrir miðja 19.öld. Það var því að vonum að þarlendir svipuðust eftir öðrum heimildum er gætu svarað,fyrir eldri tímaskeið,mikilvægum lýðfræði- legum spurningum' "varðandi fæðingar- og dánartíðni,svo ekki sé talað um frjósemi og dánarlíkur. Fyrir tilstilli Louis Henry og Pierre Coubert hefur verið tekið stórt stökk aftur í tímann á síðustu fimmtán árum:með því að notfæra sér prestþjónustubækur hafa sögulegir lýðfræðingar unnið upp sína eigin tölfræði fyrir nýaldir og geta brátt vænst þess að fá gild svör við jafn snúnum spurningum og þeim^ hvernig dánartíðni og frjó- semi hafa breyst og barnaeigna- takmarkanir orðið almennar. Söguleg lýðfræði hefur þannig aukið við rannsóknarsviðið hálfri annari öld,frá því um það bil 1650-1675 (mismun- andi eftir héruðum og byggðar- lögum til 1800-1815"(Guill- aume & Poussou,22). Það sem set- ur "stökkinu aftur í tímann" takmörk er vitaskuld tilvist, varðveisla og gæði sjálfra heimildanna, en þær ná í fæst- um tilvikum aftur fyrir miðja 17.öfd í þeim löndum Vestur- Evrópu sem eru best sett (19). Sem fræðigrein hefur sögu- leg lýðfræði orðið til í ná- inni samvinnu lýðfræðinga og sagnfræðinga,enda verða lýð- fræðilegar staðreyndir um for- tíðina ekki túlkaðar og skýrð- ar nema með hliðsjón af almenn- um þjóðfélagsaðstæðum hvers tíma (20). Þótt samstarfið hafi verið giftudrjúgt þegar á heildina er litið.gætir í reynd verulegs áherslumunar eftir því hvort menn ganga á vit heimild- anna til þess fyrst og fremst að afla lýðfræðilegra stað- reynda um ákveðið tímabil eða hvort markmiðið er á hinn bóg- inn að fá sem gleggsta og fjölbreytilegasta mynd af lífs- skilyrðum manna fyrr á txð. í síðara tilvikinu geta sagn- fræðingar ekki látið sér nægja flokkunarkvarða eins og fæð- ingarár , gif tingaraldur eða __ lengd hjónabands sem eru lýð- fræðingum að skapi;fyrir þá fyrrnefndu hefur það höfuð- þýðingu að íbúarnir séu dregnir í dilka eftir félags/atvinnu- stöðu svo að hægt sé að kanna að hvaða marki áðurnefnd atriði kunna að vera breytileg eftir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.