Sagnir - 01.04.1980, Page 61

Sagnir - 01.04.1980, Page 61
í sama tilgangi. Og breska stjórnin leyfir sér að gefa þær skýringar a^framíerði sínu, að markmið hennar se að varðveita friðinn. Þjóðviljinn spyr, hvers konar frióur það sé, sem breska stjórnin ®ski. Er það "friður" handa jap- önsku stjórninni til að leggja undir sig mikinn hluta Kínaveldis, "friður" handa Mússólíni til að leggja undir sig Abbessíníu, "frið- ur" handa fasistastjórnum ítalíu °g Þýskalands til að vaða með heri gegn spænska lýðveldinu?3 Þetta er skv. Þjóðviljanum sá friður, sem breska stjornin sækist eftir. Raunverulegur friður verður aldrei tryggður nema með "sam- eiginlegu öryggisbandalagi allra lyðræðisríkja gegn hinum fasis- tísku griðrofum."4 Helstu riki lýðræðisins voru að mati Þjóð- yiljans: Sovétríkin, Bandarikin, bretland (þrátt fyrir "fasista- klíkuna" sem réði ferðinni haustið 1938), Frakkland og Norðurlönd. I9.maí 1938 var Þjöðvi1jinn með bollaleggingar um varnarbandalag Norðurlanda gegn nasismanum. Var það nefnt mál málanna, fjöregg norrænnar samvinnu, sjálfstæðis og frelsis á Norðurlöndum. Þjóðvi1jinn segir bresku stjórn ina abyrga fyrir framtíð Tékkó- slóvakíu, rétt eins og hún er sögð ábyrg fyrir örlögum Spánar, Abbes síníu, Mansjúríu og Austurríkis. Ástæður til stefnu Breta eru ekki skýrðar að svo komnu máli, nema að því leyti að Astorarnir séu alls ráðandi um utanríkismálin, en þeir eigi ítök og frændur í Þýskalandi og vilji því halda góðu sambandi til þeirrar áttar.5 En hvaða kostur skyldi vera fyrir hendi annar en undanláts- semin við Hitler? Jú, það er sú stefna, sem kommúnistaflokkar allra landa og Sovétríkin hafa lengi barist fyrir, "stefna bar- áttunnar gegn fasismanum", banda- lag allra lýðræðisríkja gegn hinum fasistísku griðrofum eins og nefnt er hér að ofan. Þjóðviljinn viður- nchen, ladier september 1938. Talið frá vinstri: Neville Chamberlain Hitler, Mussolini, Ciano greifi. J t ■h 1 ír v ■It * ujM 1 1 ,’2j j

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.