Sagnir - 01.04.1980, Side 70

Sagnir - 01.04.1980, Side 70
Már Jónsson ® Svarið við þessari spurningu hlýtur að vera tvíþætt, og lúta annarsvegar að greinunum sjálfum og hinsvegar að aðstæðum við Háskóla íslands. Að mínu viti er sagnfræðin ein grein félagsvísinda, við- fangsefnið er það sama - fólk í þjóðfélagi o.s.frv.- þó e.t.v. séu áherslur aðrar, eða hafi hingað til verið„ Sagnfræðin fæst við fortíðina, en önnur félagsvísindi einbeita sér að samtímanum. Fortíðin er hins vegar fánýt og marklaus án skír- skotunar til samtímans, nútím- ans. Þekking á fortíð á að varpa ljósi á nútímann og greiða fyrir skilningi, bæði með því að sýna hvernig hlutir hafa orðið til eins og þeir eru og hvernig þeir hafa verið öðruvísi. Sagnfræði sem fræðigrein á því tvímæla- laust og ætti að eiga samleið með öðrum greinum félagsvísinda. Þegar hugað er að aðstæðum við haskolann kemur annað upp á teninginn. Fráleitt er að hugsa sér að flytja sagnfræði úr Heimspekideild í Félagsvís- indadeild. Hefð er komin á veru sagnfræðinnar £ Heimspeki— deild,og íslensk sagnfræði hef- ur alla tíð átt samleið með íslenskum fræðum.og flokkast raunar undir þau„ Að auki er sjálfskilningur sagnfræði- kennara í þessu sama fari, og öll þeirra kennsla og umfjöll- un,í ræðu og riti. Sveinbjörn Rafnsson TengsL sagnfræði og félags- fræði eru mikil og hafa ætíð verið. Sagnfræðin er eldri fræðigrein og það var einmitt í miklum öldurótum sem hún lenti í á 18. og 19. öld sem hún gat félagsfræðina af sér. í ljósi þessa væri unnt að umorða spurn- inguna og spyrja : Eru tengsl sagnfræði og félagsfræði það mikil að réttara væri að kenna félagsfræði við háskóla £ heim- spekideild? Víða í álfunni eru þessar greinar þó sín £ hvorri haskóladeildinni. En hér er ekki ætlunin að varpa fram leið- andi spurningu heldur að fara nokkrum orðum um tengsl félags- fræði og sagnfræði. Nýlega hefur Loftur Guttorms son sagnfræðingur fjallað um þessi tengsl £ sögulegu ljósi í^grein sem birtist £ tveimur síðustu árgöngum Sögu, tíma- riti Sögufélags, 1978 og 1979. Skoðun hans virðist, í samræmi við tilvitnanir m.a. £ sagn- fræðingana E.H.Carr og F.Brau- del, eitthvað á þá leið að sam- skipti^milli fræðigreinanna sé þeim báðum til góðs. Þv£ er ég hjartanlega sammála. Þó að mesti vindurinn færi úr fylgismönnum félagsfræðingéi

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.